Saga - 1955, Page 15
91
árið 1362 og allur skrúðinn með samkvæmt því,
sem segir í Flateyjarannál.20) í Skálholtsann-
álum er bruni þessi færður til ársins 1355, en
Storm bendir á, að ritari sá, sem færði síðustu
árin í þeim annálum, hefur farið sjö árum villt.
Segir í annálum þeim, að kirkjan hafi brunnið
og nær allur skrúðinn.21) Þegar máldagar
Haukadalskirkju eru skoðaðir, þá kemur í ljós
það, sem búast mátti við. Samanburður mál-
daga Staða-Árna frá árinu 1269 og Jóns Hall-
dórssonar frá árinu 1331 leiðir í ljós sæmilega
samhljóðan. Þau fráhvik, sem eru í hinum
seinna, eru aðallega fólgin í aukningu skrúð-
ans, eins og eðlilegt er.22) En þegar að Vilkins-
máldaga kemur, þá verður allt annað uppi á
teningnum. Skrúðinn er nær allur liðinn undir
lok.23) Þetta má hafa til hliðsjónar við brun-
ann að Valþjófsstöðum.
Gerð hússins eins og það kemur fram á ára-
bilinu 1641 til 1734 er í aðaldráttum á þá leið,
að kirkjan er útbrotakirkja með kór í tveimur
stafgólfum, hákirkju eða framkirkju í fjórum
stafgólfum og forkirkju í tveimur stafgólfum.
Um aldur hennar er ekkert sérlegt tekið fram.
í vísitazíunni árið 1697 segir: „Kirkjan í sjálfri
sér er æðigamalt og ásjálegt hús að öllu leyti,
sem á má sjá.“ En máldagabók Þórðar biskups
Þorlákssonar 1685 segir: „Kirkjan gömul af
tré.“ Jón Vídalín orðar þetta svo árið 1706:
„Kirkjan í sjálfri sér afgamalt hús allt af
timbri, mjög tilgengin til norðurs, undirviðirnir
eru sterkir, það á má sjá.“ I þessu orðalagi felst
auðvitað engin ársetning. En svo vel vill til, að
þrjár aðrar höfuðkirkjur austanlands voru um
þetta leyti trékirkjur með sömu gerð og þeim