Saga - 1957, Síða 86
300
skýrir jarðabókin ónákvæmlega frá eyðijörð-
um í Strandasýslu. Að lokum vil ég benda á, að
þær jarðalýsingar, sem gerðar eru eftir bóluna,
gefa ábyggilega miklu réttari upplýsingar um
þær jarðir, sem fóru í eyði eftir hana en fyrir,
og því hættara við, að vantalin séu býli, sem
fóru í auðn 1696 — 1702 en eyðibýlin eftir ból-
una. Þrátt fyrir alla þá annmarka, sem eru á
heimildargildi Jarðabókarinnar til að áætla
íbúafjöldann á 17. öldinni, þá tel ég engan vafa
á, að af henni verði ráðið, að fólkinu hafi fækk-
að verulega á árunum áður en manntalið 1703
var tekið. Af samanburðinum við árin 1752 —
59, við mannfellinn í Hólastifti eftir 1784 og
við mannfellinn í bólunni tel ég varlega áætlað,
að fólkinu hafi fækkað um 31,4 þúsund á árun-
um 1696—1702 og ætti íbúatalan næst þar á
undan eða 1695 að hafa verið um 54000 hið
minnsta, en sennilega eitthvað meiri.
Nú er það einnig ljóst af Jarðabókinni, að
eftir miðja 17. öldina fer fólkinu fjölgandi, og
af hlutfallinu milli nýbyggðra bóla fyrir 1696
og bóla, er féllu í auðn 1696 — 1702, má telja lík-
legt, að fólksfjöldinn hafi komizt niður undir
50 þúsund um miðja 17. öldina. Skarðsárannáll
segir 9000 manna hafa hungurfallið í hallær-
unum 1602 — 1604, og hefur þá íbúatalan vafa-
laust fallið niður úr 50000, en mér þykir ekki
líklegt, að hún hafi orðið öllu lægri en 45000,
þannig að í lok 16. aldarinnar hafi mannfjöld-
inn verið líkur og 1695. Það er sem sé álit mitt,
að meðalmannfjöldinn á 17. öldinni hafi verið
þó nokkrum þúsundum hærri en á þeirri 18.
Með hliðsjón af mannfjöldanum á 17. öldinni
og því, að landsgæðin og veðráttan eru þá tek-