Saga - 1958, Page 108
420
eins og Húsdrápa bendir til, er ekki nema sam-
kvæmni í upphafi og niðurlagi vísunnar, þar sem
örrabeinn fellur til Fyllar, banablóð hans er
Óðni (Gauti) tafn og líkið eign hrafnsins.
Vinur dróttar þýðir vinsæll maður og getur
átt við hvorn þeirra Þorgríms sem er. Þegar
úr þeim vafa skal skorið, má fyrst benda á,
að vísan sýnis.t öll kveðin í náttúrlegri orða-
röð, en ekkert fléttuð að ráði. Hið eina, sem þá
liggur beint við, er, að örrabeinn, sem féll, sé
hinn sami og sótti fram, þróttardjarfur. Þannig
fer skáld að því að miklast af sigri sínum, líkt
og Egill yfir Eyvindi skreyju. Hin skýringin,
að vinur dróttar tákni Helga (F. J.), gerir úr
vísuorðinu hortitt, sem kann að vera upphaf-
legur, segir Einar Arnórsson.
Loks er óskýrð nánari lýsing bardagans: en
Unnar ítrtungur hatr sungu. Ef Unnar ætti að
rita með litlum staf, þarf að ímynda sér, að það
tákni eitthvert höggvopn eða lagvopn, og F. J-
taldi það vera sverðsheiti (Lexicon poeticum
og víðar). En sú merking á ekki rétt á sér í
orðabókum og er einna helzt fengin úr mjög
„lagfærðum“ vísustúf í Orkneyingasögu, stuðn-
ingslaus í fornhandritum.1) Unnur var ein af
Ránardætrum, en um vatnaglym hennar getur
ekki verið ort í þessum stað í vísunni. Kemur
þá varla annað til mála en hér sé Óðinsnafnið
Unnr, sem þekktast er úr Grímnismálum og
náttúrlegt er að hugsa sér Unnar í ef.
!) Orkn. s., udg. ved Sigurður Nordal, Kbh. 1913—-1 '
62, sbr. F. J.: Skjaldedigtning A I, 346, B I, 318, °£
E. A. Kock: Notationes norroenæ, § 2433 og 831, Þen
norsk—isl. skaldediktn. I. 55, 161.