Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 13.11.1931, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 13.11.1931, Blaðsíða 5
-5- Ég var tiður gestur í Selinu Þá daga. Ég var eirðarlaus og var altaf með hugann hjá stúlkunni, sem ég elskaði. Ég reyni ekki að lýsa hugsunum minum, Það væri ekki til neins. Kviðiftn heltók hjarta mitt. Eini ástvinurinn sem ég átti var að berjast við dauðann. En hve taig langaði að leggjast við hlið hennar og liða með henni og hverfa með henni inn i hin Þöglu riki dauðans, ef Það ætti fyrir henni að liggja. Það var kveld eitt er ég sat i Þungum hugsimum heima á litla kvistherberginu minu. Iæknirinn hafði sagt að hún myndi varla lifa nóttina af. Ég gat ekki fengið af mér, að vera i Selinu um kvöldiðj ég Þoldi ekki lengur að horfa á Þetta dauðstrið. Það var vont veður úti, sto.rmur og regn Og alt Þetta. lagðist Þungt á hug minn og hjarta. Það var barið að dyrum. Titringur fór um mig allan. Mig grunaði að sendimaður kaani til að segja mér tiðindi, sem ég vildi sist af öllu heyra. Ég fór með hálfum hug til dyra. Það var Jón vinur minn,sem kominn var. Hann átti heima i Selinu og hafði alist upp með okkur Hrefnu. Hann gekk hægt inn. Svipur hans var grafalvarlegur. Hann settist á stól, sem stóð á miðju gólfinu og átti auð_ sjáanlega. erfitt með að koma orðum að efn- inu. - "Ég hefi miður skemtileg tiðindi að færa Þér, en ég vona. .......Hann gat ekki lokið við setninguna, Þvi ég greip fram i fyrir honum. "Ö góði Jón, vertu ekki að kvelja mig Þetta, segðu mér sannleikann af- dráttarlaust, ég Þoli enga bið". "Hrefna er skilin við. Hún fékk rænu rétt fyrir andlátið og Þá baö hún að skilá kveðju til Þin og biðja Þig um að vera ekki sorg- mæddan, Þvi Þið munduð hittast handan við gröf og dauða". Ég Þoldi ekki meira. Ég féll örmagna nðiur á stól, sdm stóð við borðið. Mér fanst hjarta mitt ætla að springa. Vindurinn rjálaði ömurlega við gluggann minn. H. Sch. Vegna Þess að teiknarar Skólablaðsins eru ekki i "funktion", koma teikningar ekki fyr en i næsta blaði. HEYEÐU MIG,.. Heyrðu mig Lára litla með lokkanna gullna. sveig: Mig Þyrstir svo dægrum að drekkja i draumanna sætu veig. Mig Þyrstir að vaka i vonum um veröld i perluskel- og byggja mér hörpu úr blænum, sem bærir mitt hugarÞel. Og syngja og dansa mig dauðann við dunandi strengja spil. Mig Þyrstir að hlæja mig hljóðan, að hugsa - og finna til. Mig Þyrstir að s/ngja Þér söngva um sæluna, Lára minj - að flögra eitthvað ;.il fjalla með fikjur - og brennivin. 0. B. DANSÆFINGAR. Dansinn hefur löngum verið eina skemtun- in, hér i skóla., sem eitthvað hefiir kveðið að. Eins og að undanförnu verður dansinn helsta skemtun nemenda á Þessum vetri. Plestir kennarar og allir nemendur, eru sammála um Það, að nemendur Þurfi að lyfta sér upp eftir að Þeir hafa setið á beinhörð- um bekkjum við erfitt nám, alla vikuna út. Við höfum Þvi tekið Þann kost, að á laugar- dögum, eða daginn fyrir mánaðarfri, hafa verið haldnar dansæfingar. Yfirleitt hafa. Þær verið vel sóttar og hlotið almenna hylli i skólanum. Eins og kunnugt er byrja feer sjaldan fyr en kl. 9^ og standa til kl„ 12. Þetta eru flestir óánægðir með, enda ekki að ástæðulausu. Það er nú einu sinni svo, að jafnt hjer i skóla og annarsstaðar byrja dansleikir eða dansæfingar ekki fyr en á Þessum tima, jafn- vel Þótt auglýst sje að byrja eigi fyr. Reyndar er Þetta leiðinleg óstundvisi, og nemendum sjálfum fyrir verstu, Þar sem Þessi takmarkaði timi virðist allfljótur að liöa. Ein helsta ástgeðan fyrir Þvi,að dansæfingar Þessar mega ekki standa lengur en til kl.12, er sú, að foreldrar margra nemenda hafa kvartað ýfir Þvi, hvað blessuð börnin kaanu

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.