Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 31.01.1932, Side 1

Skólablaðið - 31.01.1932, Side 1
 f/y ýinsi 2. fbl. 31. janúar 1932. 7. árg. skOlalífis. Eitt af hinum mestu Þjóðarmeinum og eitur alls heilbrigðs skólalifs er stjórnmála of- stopi. Það er engin ný bóla, að hjer i skóla sjeu mismunandi skoðanir a stjórnmálum, en Það er fáheyrt, og alveg nýtt hjá okkur, að bohin sje fram tillaga á almennum skólafundi, er felur i sjer, að Menntaskólinn skuli láta samúð sina i ljósi með noldcrum kommúnistum, sem fyrir Þrjósku sina. höfðu lent i nokkrum smáskæriom við lögregluna. Þetta sýnir greini- lega, hvaða andi er rikjandi hjer innan skóla okkar. Það hefði verið mjög eðlilegt og sjálfsagt, að skóli, sem studdur væri af sérstökijm stjórnmálaflokki, hefði sent flokksbiasðrum sin\jm samúðarskeyti, ef Þeir hefðu lent i ' j Þjarki við lögregluna og hlotið meiðsl af,- ! en skóli sem kostaður er af rikinu og sem á að vera hlutlaus i allri stjórnmálabaráttu, hefur ekki nokkra ástæðu til Þess, að fylkja sjer i samúðarskyni undir merki kommúnista eða annara stjórnmálaflokka. Við vitum Það mjög vel, nemendur Þessa skóla, að við get_ um að miklu leyti talist verkamenn, við Þurfum flestir að vinna. fyrir okkur á sumrin, og margir að leggja erfiði á okkur við kenslu eða Önnur störf i fritimum okkar á vetrum. Þessvegna erum við háðir Þvi kaupi, sem aðr- ir verkamenn hafa og berjast fyrir. Við vit_ | um Það lika., að Það kaup sem við höfum yfir sumarið, hrekkur sjaldan til fyrir útgjöldum j vetrarins. Þetta er okkur flestum mjög ljóst j og virðist ekki Þurfa frekari skýringar. En I Þá er Það sú spurning, sem vakna.r hjá okkur, | hvort við eigum aö láta skólann gangast fyr- ! if bættum kjör\jm verkalýðsins og okkar. Jeg j er fullviss um Það, að i skólanum okkar er enginn sá nemandi til, sem hefði á móti bætt_j um kjörum almennings. Það er aðeins i miinni kommúnista og annara æsingamanna, sem skóla- piltar, er aðhyllast el^ki kenningar 'Þeirra, eru nefndir auðvaldsborgarar og verklýðs- kúgarar eða öðrum álika nöfnum. Jeg álit að heppilegast verði fyrir skólann, að láta öll afskifti af stjórnmálum og verklýðshreyfingu liggja fyrir utan stjarfssvið sitt. Þeir nem- endur, sem ætla sjer að gerast starfandi i Þágu verkalýðsins, meðan Þeir eru við nám hjer í skóla, ættu að starfa innan vjebanda Þeirra. f jelaga, sem virma að bættum kjörum verkalýðs og niðurrifi auðvaldsskipulagsins. k Þeim vettvang munu Þeir njóta sin best og - Þar hafa tillögur Þeirra bestan og frjósam- astan jarðveg, Við vitum Það, að æskan er heit, en hún hlevpur af sjer hornin. Við vit- ,um Það, að ef skólirm okkar á að taka. Þátt i "pólitiskum" hreyfingum, hvort heldur i sam- úðarskyni eða öðru, Þá eyðileggjum við hið frjálsa og skemtilega skólalif, Þá. blásum við að Þeim neista, sem aldrei hefur brugðist, Þar sem stjórnmálabaráttan rikir. Við megum ékki láta minningar skólaáranna. geyma hatur og óvild út af skiftum skoöunum. Minningar skóla- áranna verða hjá mörgum okkar minningar um skemtilegasta hluta æfinna, Þótt margir okkar hafi yfir Þann tima átt erfiðar stundir. Hjer i skólanum keppum við hð hinu sama markij að öðlast mentun til Þess>að geta orð- ið nytsamir menn i Þjóðf jelag.inu. Við vitum Það vel, að við höfum áJcveðið starf hjer innan skólans, á Þvi starfssviði eigum við að starfa, við höfum lika ýms áhuga- mál önnur en námið, Þar á meðal eru Þessi log- andi stjórnmél, sem ýmsir nemendur verða eins og blásnir belgir af. Hversvegna geta. Þeir ekki starfað að Þeim áhugamálum sinum utan skólans, er Þeir vita að illdeilur og óÞarfa leiðindi hljótast af Þeim? Við.eigum að vernda Menntaskólann fyrir öllum "pólitiskum" af- skiftum, við eigum að starfa sameiginlega og berja.st gegn öllum pólitiskum höftum á skóla- __

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.