Skólablaðið - 09.04.1932, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 09.04.1932, Blaðsíða 1
'^•A /v \/\-.l Utgefendur: Nemendur Menntaskólans í Reyk;javík. S.tbl. 9. apríl 1932. T 7. Arg. SAGAN UM LITLA MANNINN,. SEM VILDI VERÐA STCR. Til er gamalt æfintýri, sera hefur sömu fyrirsögn og Þetta greinarkorn. Sjálf fyrir- sögnin segir ekki svo litið um efnið. Sögu- hetjan er mjög litill maður, sem á Þá ósk eina, að verða stór. Venjulegast er Þetta heilbrigð löngun, en Þarna stóö svo á, að engir hæfileikar fylgdu. Hugur vesalings mannsins gat ekkert framleitt, nema Þessa einu ósk. Þrátt fyrir Það tókst honum,sökum heimsku mannanna, a.ð komast i ýms embætti, og við hvert spor upp á við belgdi hann sig út, og spurði með Þjósti: "Er ég nú ekki orðihn stór?". En Þá. komu ýmsar verur, svo sem skynsemin, manngæzkan og heiöarleikinn, og mældu hann, en aldrei náði hann máli. Hann varð altaf lítill. Mér Þótti litið til Þessarar sögu koma, Þegar ég las hana sem barn. En siðustu vet- urna hef ég séð hana. leikna i aðalatriðum, Þessvegna viðurkenni ég nú Þá mannÞekkingu, sem bak við hana liggur. Betri persónugerf- ing litla mannsins, en Birgir Einarsson, inspect. scholae, hygg ég að verði talsvert torfundin. Ég skal nú skýra Þetta nokkru nánar. Blrgir hefur birt i Skólablaðinu nokkur kvæði, bæði s. 1. ár og i vetur. Yrkisefni hans er einkum draugar og bindindismenn á vin. Og undir kvæði, sem hann lét i Skóla- blaðið i vetur, setti hann nafn sitt, að viðhættum titlinum: Inspect. scholaej Það er ekki ósvipað Þvi, Þegar litli maðurinn blés sig út við hvert embætti, og spurði: "Er ég nú ekki orðinn stór?" En kæmi nú bókmenntasagan og mældi Birgi sem skáld, efast ég um, að kvarða hennar væri skift svo nákvæmt niður, aö Þetta "skáld" væri tækt á hann. Þá er að athuga "trúnaðarstöðuna", sem Þessi maður situr i. En mér leikur grunur á Þvi, að hefði heiðarleiki komið og 'mælt Birgi Einarsson, Þegar hann lýsti sig sjálfan réttkjörinn inspect. scholae, eftir að marg- reynt var, að meirihluti nemanda fylgdi honum ekki, Þá hefði hann ekki verið stærri eftir en áður. I grein i siðasta nr. Skólablaðsins fer Þessi litli maður á stúfana með grein sem nefnd er "Skólalifið". En hefði rökvisin eða sannsöglin lagt mælikvarða sinn á höfund hennar, Þykir mér ótrúlegt, a.ð Þar hefði farið betur en áður. Ástæðan til Þess að inspectorinn lét ljós sitt skina i Þessari grein, var tillaga, sem borin var upp á skólafundi 22. jan. s. 1. Kvöldinu áður fór hópur margra verkamanna i friðsamlegri kröfugöngu Þangað sem bæjar- stjórn Reykjavikur sat á rökstólum og krafð- ist Þess, að bærinn léti byrja á atvinnu- bótum. Fyrir Þessa fifldirfsku, að biðja um að lofa sér að Þræla, var vopnaðri lögreglu sigaö á Þá, og sumir barðir til óbóta.Sjón- arvottur úr hópi nemanda. sagði frá Þessum atburði á skólafundi, og á fundinum kom fram tillaga, undirrituð af 6 nemöndum úr 5 bekkj- ardeildum skólans, Þar á meðal scriba scholaris og fyrverandi og núverandi for- setum "Pramtióarinnar". Þarna var farið fram á Það, að almennur fundur Menntaskólanem- anda lýsti yfir samúð sinni með Þessum ungu verkamönnum, og óbeit á valdhöfum Þeim, er Þannig beittu valdi sinu. 5 nemendur tb'luðu með tillögunni, en inspect. einn á móti. Eftir vafninga og undarlegar atkvæðagreiðslur, Þar sem inspect. misbeitti valdi sinu sem fundarstjóri, var tillagan felld, með ör- litlum atkvæðamun. - Um Þetta á greinin i siðasta nr. Skólablaðsins að fjalla. En sá er gallinn á, að ein stór hugsana- villa gengur i gegnum alla greinina. Það kem- ur fyrir hvað eftir annað, að ómögulegt er

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.