Skólablaðið - 09.04.1932, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 09.04.1932, Blaðsíða 2
-2- annað aö sjá, en aö Menntaskólinn sem stofn- un, hafi átt að senda Þessa samúðaryfirlýsi ingu. Ég tek dæmi: "---alveg nýtt, að borin sé fram tillaga, er felur i sér, að Mennta- skólinn skuli láta samúð sina i ljósi (l ) með nokkru kommúnistum", eða "--skóli, sem kostaður er af ríkinu, hefur ekki nokkra ástæðu til að fylkja sér undir merki kommún- ista", "---spurning sem vaknar hjá okkur, hvort við eigum að láta skólann gangast fyr- ir bættum kjörum verkalýðsins," o. s. f rv. Þétta eru hin aumlegustu hugsanabrengl. Þegar talað er um Menntaskólann á Þenna hátt er ekki hægt að skilja Það öðruvisi en'svo, að átt sé við alla. rikisstofnunina með Þessu nafni. Og Það kemur fyrir, að stofn- unin sem slik, sendir samúðarskeyti, oft- astnær til einstakra manna, en Þau eru Þá undirrituð af rektor fyrir hönd stofnunar- innar. En i tillögunni, sem áður var getiö, var ekki komið nálægt Þessu, enda hefði Það verið óhugsandi. Þar var ekki farið fram á neitt annað, en að almennur fundur nemanda Tf sem a.m. k. sumir geta talizt til verka- manna, sendu ÞeBSum bræðrum sinum, sem órétti höfðu verið beittir, vott samúðar. Það sem inspectorinn talar um "anda" i skólanum, "heilbrigt skólalif", að við meg- um ekki"eyðileggja hið frjálsa og skemmti- lega skólalif," "—-ekki megi láta minning- ar skóla'ranna geyma hatur og óvild út af skiftum skoðunum,"_ allt Þetta kom mér kunn- uglega fyrir sjðnir. Þó ekki úr Þessum skóla. En ég hafði nýlokið við lestur ræðu eftir Sigurð Guðmundsson, skólastjóra á Akureyri, og Þar er "andinn" svo likur, að Þessi grein Birgis virðist aðeins veikt bergmál, ef báðar ritsmiðarnar eru lesnar samtimis, meir að segja sömu orðin viðhöfð. Þessi skólastjóri, sem hefir sýnt sig sem ósvifnasta og Þrællundaðasta Þý islenzkrar borgarastéttar tii Þess að kæfa frjálsa hugs un i skálum, hefur eignast sér verðugan lærisvein. Hann heitir Birgir ELnarsson,Jón- assonar, fyrv. sýslumanns i Barðastrandar- sýslu. En tæplega Þarf að óttast, að Þessi andi" skólastjorans á Akureyri nái að festa rsetur hér i Menntaskólanum i Rvik. Sú er von min, að her muni alltaf finn- ast menn, sem eiga hugsjónir, og Þora að berjast fyrir Þeim, Þótt Þeir baki sér með Þvi "óvild af skiftum skoðunum". Og mér finnst Þessi hugmynd, að skólinn eigi að vera friðsælt hreiður, Þar sem fulltrúar borgarstéttarinnar geti ungað út hverskonar sálardrepandi skoðunum, alls ekki sfocmmtileg. Hvar er Þá sá eldmóður, sem gefur æskumanninum Þrótt umfram eldri menn, ef ekki er heilbrigt, fyrst og fremst að hafa skoaðnir á menningar- málum strax i skóla, og Þá að berjast fyrir Þeim? Og minningarnar sem störf i Þágu mik- illa hugsjóna, t. d. eins og baráttan fyrir bættum kjörum fátæklinga, held ég að verði mönnum dýrmætari arfur frá skólaárum, en hugsunin um Þær dansæfingar og Þá rósemd,sem virðist eina hugsjón inspect. scholae. Birgir segir ennfremur i greininni, að kommúnistar kalli skólapilta, sem séu á móti ^Þeim, auðvaldsborgara og verkalýðskúgara.' j Þetta. hef ég aldrei heyrt. En. ég hef opinber- ¦ lega kallað Birgi fulltrúa, og Þó lélegan j fulltrúa smáborgarastéttarinnar islenzku, og jhann hefur baxað við að gera sig verðugan ! Þeirrar nafnbótar. Enn má geta Þess,að snemma i i greininni viðurkennir hann, hvað margir nem- endur séu háðir kjb'rum verkalýðsins, en i lok greinarinnar segir hann, að "okkur (nemöndum) komi alls ekki við áform og sigrar stjórn- málaflokká. Hann virðist ekki hafa grun um samband verklýðsmála og stjórnmála, og er Það eftir öðru hjá honum. Ég vil taka Það fram, að Þessi grein á ekkert skylt við persónulega gremju frá minni hlið. Persónulega hefur Birgir aldrei gert Það minnsta á hluta minn, og hann er sæmilega kurteis i framkomu. Og hann er allt of nálægt Þvi að vera núll, til Þess að vert sé að gera mikið veður út af honum. Reynslan er sú, að hafi hann barizt á móti máli hér i vetur, hefur Það altaf aflað málinu, sem hann vildi feigt, fylgis. Hann reyndi að drepa bindind- ismálið hér i skóla. Það tókst ekki betur en svo, að nú starfar hér bindindisfélag, með ca. 1/3 nemanáa. Hann hefur talið Það skyldu sina>að hreyta úr sér ónotum i hvert sinn,sem hann heyrir kommúnisma nefndan, og Það er oft hér i skóla. En aldrei hafa fleiri nem- endur Menntaskólans i Reykjavik verið skipu- lagsbundnir undir merkjum kommúnista, en einmitt nú. Það er engin tilvilj\on, að nú skuli bera meira á stjórnmálaskoðunum, og Þá einkun komm- únisma, meðal skólanemanda, en vant er. Tim- arnir, sem við lifum á, eru alvarlegir. I aðalriti sinu, "Untergang des Abendlandes" segir hinn spaki maður Oswald Spengler,Þessi eftirtektarverðu orð: "Wenn unter dem Eindruck dieses Buches sich Menschen der neuen Generation der Technik statt der Lyrik,der Marine statt der Malerei, der Politik statt der Erkenntniskritik zuwenden, so tun sie,was ich wUnsche, und man kann ihnen

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.