Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 09.04.1932, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 09.04.1932, Blaðsíða 5
-5- B E T L KLukkan var sex um morguninn. Vindurinn gnauöaði Þunglamalega, Þegar hann Þaut fram- hjá götuhornunum, eins og hann væri í vondu skapi yfir Því, hve fá.um rigningardropum hann gat Þeytt áfram, en vildi Þó ekki hætta Þvi að himininn var alskýiaður, og hver vrssi nema Þaö kæni rigningj I úthverfi bæjarins eru margir stórir, kaldir og óvistlegir timburhjallar, sem verkamenn búa í„ 1 einu af Þessum húsum log- aði Þennan morgun, eins og svo marga aðra, dauf ljóstýra í homherbergi einu á. efstu hæðinni. Hún kastaði birtu um stórt og óvistlegt herbergi. Loftið i Þvi var allt skellótt, Þvi að málningin var upp úr Þvi hingað og Þangað, og veggfóðrið, sem að visu aidrei hafói verið vandað, var skitugt j og rifið. I Þessu herbergi stóðu tvö stór líúm, og á milli Þeirra var litil vagga. Við i einn veggin stóð kommóða, og yfir henni hékk mynd af Jesú Kristi með útbreiddan faðminn, og fyrir neðan Þessi Þekkta áíetr- un: "Komið til min allir Þér, sem erfiði og Þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvildj " Á miðju gólfi var stóit ómálað borð, og stóðu við Það Þrir baklausir stólar. 1 öðru rúminu svaf húsmóðirin með tvo krakka tii fbta, en i hinu húsbóndinn, sömuleiðis með tvo anga til fóta sér. I vöggunni svaf litil og veikluleg telpa. Af Þessari sjö manna fjölskyldu var aðeins húsbóndinn vak- andi. Hann starði hugsandi út i loftið, og fram i huga hans brutust myndir - myndir eýr.idar og örbirgðar. Ilann sá konuna sina tærast upp dag fra degi af skorti.' Kann sá börnin sin, litil og veikluleg, biðja um skó, föt, góöan ma.t, og alltaf fá sama svariö; Þegar pabbi fær vinnu. Þeim var alls ! varnað, að Þvi að. pabbi Þeirra var bara atvinnulaus verkama.ðurj Stundu siðar kom konan fram i eldhúsið, (stofan og eldhúsið er eins og menn vita kappnóg handa sjo manna verkamannaf jölskylduj) til Þess að hita. kaffið. Hún var grönn og veikluleg,og yfir andliti hennar var kæru- leysislegur hörkusvipur. Þaó hefur mikið verið skrifað um konuna. Skáldin hafa reist henni minnisvarða í kvæðxmi sínum,og lista- mennirnir hafa skapað ódauðleg listaverk með konunni sem fyrirmynd. Sn hve mörg Þeirra j lýsa konu, sem hvorki er töfrandi fögur, né klædd í skrautleg föt, heldur bara verkamannaj- kona, sem vinnur baki brotnu fyrir heimili sitt? pá eða engin. Stuttu siðar kemur húsbóndinn fram í eld- húsið. Hann er með annan skóinn sinn i hend- inni. "Geturðu ekki gefið mér bréfpjötlu í skó- inn minn,- Það er gat á. sólanum?" "Jú". "Ef ég verð ekki kominn klukkan tíu, Þá sendirðu Nonna með kaffi til mín. Ég ætla að fara niður eftir,- Það kom kolaskip i g£t. " "Ég skal gera Það". Niðri á uppfyllingunni stóðu verkamenn- irnir. Þeir mynduðu stóran hnapp i skjóli við nokkrar járnplötur, sem stóðu upp á endann, studdar af nokkrum plönkum. Þeir töluðu litið en börðu sér Þvi meir. Verkamaðurinn okkar gekk inn i hópinn. "Er hann kominn?" Það Þurfti ekki aö spyrja um, hver hann væri. Auðvitað var Það verkst jórinn.1 "O-nei, hann sefur vist ennÞá". "Eruð Þiö búnir að bxða lengi?" "Siðaux snemma i morgun". Verkstjórinn hafði sérstöðu á meðal Þeirra og til Þess lágu gildar orsakir. 1 fyrsta lag fékk hann tuttugu aurum - tuttugu - meira um timann en Þeir. 1 öðru lagi umgekkst hann daglega atvinnuveitenduma, og fékk meira að segja stundum að heimsækja. Þáj Og i Þriðja lagi var Það hann,sem réði Þvi, hverjii* fengu að vinna. Og Þess vegna leit hann jafn- mikið niður a, verkamennina og atvinnuveit- endurnir á hann sjálfan. Loksins kom"hann". "Jæja, Þá er bezt að byrja, ekkert Þýðir a.ð standa svona eins og rolur.' Komd Þú, og Þú og Þú Um leið og hann sagði Þetta, benti hann á hina útvöldu. Þegar hann kom.að verkamanninum, sem átti heima i stóra kass- anum, leit hann snöggvast á hann, en hélt svo áfram. Hinn gekk i veg fyrir hann. "Get ég ekki fengiö vinnu?J" "Ef Þú hefur augu i hausnum, Þá sérðu liklega,að ég benti ekki á. ÞigJ " "En ég má til að fá vinnuj" "Getur vel verið _ Þú færð hana bara ekki hérj " "En konan mín,- bömin min ég-" "Mér er andskotans sama.; Ef Þú hefur hrúg- að niður krökkxim,- ja, Þá Þú um Það. Slikt hefðir Þú átt að athuga. á.ður. Skárra er Það nú andsk., . vinnubetliðj" "Betlið?: "Já andsk... betliðj"

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.