Skólablaðið - 09.04.1932, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 09.04.1932, Blaðsíða 8
-8- hjer. Nú er svo ástatt hjer;, aö aðeins einn stuttur bragliður stendur railli stuðianna, svo um Það er alls ekki hægt að deila, að hjer er eins stutt millá. stuöla og unt er, Hafi "Ritdómarinn" i einfeldni sinni átt við siðari stuðul og höfuðstaf, Þá rekur að Þvi sama, Þar stendur höfuðstafur i fyrsta áhersluátkvæði eins og vera ber. Af Þessu, sera er algjörlega ótvirætt, verður að álykta, að "Ritdómarinn" hefur annaðhvort i Þessu ±x tilfelli verið eitthvað gruggaður og sjeð tvöfalt eða Þrefait, sem er Þó harla ólik- legt, Þareð um Þennan mann er að ræöa, eða að öðrum kosti hlýtur hann, i hinura ógur- lega bæxlagangi sinum, aö hafa helt ein- hverju andlegu "Produkti" frá. sinu eigin brjósti, milli Þessara gildu og góðu stuðla. Getur Þvi enginn búist við, að kvæði fái mik- ið gildi i augum Þessa "Ritdómara."J , ef mik- ið af slikri "fæðu" bætist milli stuðlanna,, 3?á kemur 1. ljólina 3. eriniis, Þar stendur siða.ri stuðull i svo sterku áherzluatkvæði} aö ekki verður of langt milli stuðla i Þeirri ljóðlinu. Þarna eru Þá i faum orðum Þessir ógurlegu rimgallar reknir heim á fæðingarstofnunina meö litilli fyrirhoí'n., Hinn æruverðugi ritdómari.'.' nefnir i einfeidni sinni, að "sem að" sje i staðinn fyrir "sem" á 2 eða 3 stöðum. Kallar hann Það hinu virðulega nafni "hortitt". Reyndin verður sú, að "sem að" er $ tveim stöðum, hið Þriðja "sem að" mun vera andleg"fæða" frá "Ritdcmaranum";, eins og fyr hefurátt sjer stað. Á báðum Þessum stöðum er Þetta. sett til Þess að ljóðlinurn- ar hafi fulla lengd i samræmi við aðrar ljóðlinur. Eru Þá taldir allir Þeir "rim- gallar", sem "RLtdómarinn" hefur komið fram með. Hafa Þeir einnig ura leiö verið hraktir skýrt og greinilega.. Guttormur gerir sig all hlægilegan er hann segir, að rimgallar finnist aðeins meðal leirskálda. Eins og allir sjá gæti C-uttormur samið héilar bækur með Þvi að "ritdaema"verk beztu skálda Þjóðarinnar, hvað Þr heldur hinna lakari, er hánn getur útbúið slika lokleysu úr einu smá grinkvæði. Auðvitað mundu skáldhæfileikar.'.' hans koma jaft til greina Þar og i "Ritdcminum"i og mundu Þá öll skáld út frá.hans sjónarmiði hljóta leirskálda titil. Plestir munu nú vera farn- ir að sjá hvilikur ritdómari er hjer á ferð- um, en eftir er nú ritdómur um efni kvæðis- ins og smávegis um höfund Þess. Mun Það nú einnig tekið til meöferðar. Á fyrstu linunum, er viðkoma efnismeðferð- inni er svo helst að skila, að fyrir hug- skctssjónum Gutta hafi staðið háfleygt og göfugt bindindis-kvæði, en Þar sem kvæði mitt var, sá hann sundurskornar tætlur af Þessari draumsjón sinni, Þvi hann talar um að Það væri"sjerstök list að slita Það meira i sundur"'. 0, jæja karlinní , jeg fer nú að halda að Þú mundir gera lukku, sem miðill,að minnsta kosti mundi jeg ekki vjefengja hæfi- leika Þina fyrir "kúnstugum" ofsjónum, Satt að segja finst mjer nú "Ritdómarinn" vera farinn að gerast all viðtækur. Ekki einu sinni efni kvæðisins má höfundur Þess ráða, nei, "RLtdómarinn" er kaldur og ákveðinn og segir, að ekki- megi ræða um önnur efni i sam- bandi við áfengi, ef um afengi sje að ræðai og Það jafnvel Þótt i gamni sje. Jeg verð nú að segja Það, að hver meðalgreindur maður, sem talar af slikri blákaldri alvöru og Guttormur, myndi hafa slept Þessari erki-vitleysu,- að minsta kosti i "Ritdómi", sem á ekki að telj- ast hlægilega samtvinnuð vitleysa, eða annaö ' verra. Hann er Þarna að "ritdæma" kvæði, Þótt ýmsum finnist nú hlægilegt að svo skuli vera. Samkvæmt hans eigin orðum ætti hann Þá ekki að hafa leyfi til að koma með illgjarnar og pérsónulegar sneiðar til höfundar kvæðisins. Geta menn Þvi sjeð hvað Gutti má ætlast til mikils af b'ðrum, er hann getur ekki annað en hlaupið yfir takmörk Þau, er hann sjálfur setur sjer og öðrum i Þessum fáránlega "Ritdómi" sinum. Hvað viðvikur dómi Þeim, er Gutti hefur felt yfir"draugnum, sem er laus við hetjuÞor", verð jeg að taka Þetta fram: Það hefur löngum koraið i ljós, að innan fjelags- skapar er kennir sig við "Goodtemplars" eða, sem hjer i skóla heldur sjer fyrir utan Þá reglu og nefnir sig aðeins "Bindindisfjelag", ¦hefur jafnan borið .ákaflega mikið á draugnum, Þ. e.a.s. ekki ef til vill jafn mögnuöum og okkur Jóhanni, en t.d. var "Ritdómarinn" alveg "typiskur" draugur i Þeim skilningi innan bindindisstarfseminnar áður en hann skrifaði Þennan opinberunar "Dóm" sinn. Með honum hefur hann kastað cllum siikum ummælum af sjer. Jeg vil meira að segja ganga svo langt að segja, að hann "húki ekki" heldur "hamist eins og postuli við bindindismái", og vona jeg að Það komi betur heim við hans eigin útskýringu á postulunum. Annars Þakka jeg Guttormi, sem hefur reynt að ormjeta Þetta. hógværa grinkvæði og höfund Þess, fyrir Þann óvænta heiður, að gera raig foringja i liði

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.