Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1934, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.03.1934, Blaðsíða 3
-3- Þar að auki fsnnst honum hsnn eiginlega ekki mega trúa neinu illu á Jónas, Því a<? hingað til hafði hann nú verið Jónasarmeður, ekki vegna Þess að hann hefði neitt vit a stjórn- máliam eða slíku. Þeð viðurkenndi hann. Honum fannst Það allt of umfangsmikið og torskilið fyrir sig. En einhverjum varð að fylgja og Því skyldi Þa ekki vera eins gott að vera Jónasarmc?ður eins og eitthvað annað. Vindurinn Þaut við gluggann. Sveinn fór að hugsa um heyið. Mikil björg yrði Það í búi hans, heyið, sem nú la á engjunum, ef honum heppneðist að ná Því heim, áður en allt fylltist af vatni. En nú leit út fyrir rign- ingu, og eftir einn rigningardag yrðu allar engjarnar í einu flóði, og engin von að heyið næðist, og hvemig færi nú fyrir honum ef hann missti Þetta hey, Þá yrði hann auðvitað að fækka enn af sínum fáa fénaði, og hafði honum Þó veizt fullerfitt að borga vexti og afborganir af skuldum sínum með af- urðura búsins hingað til, hann hafði orðið að neita sér og fjölskyldu sinni um allt nema brýnustu lífsÞarfir, hann hafði aldrei haft ráð á að taka kaupafólk til Þess að geta heyjað meira og aukic bú sitt. Wei, hann hafði aldrei haft efni á Því. Það heimtaði svo mikið kaup, að hann sá ekki nokkur ráð til Þess. Blöðin sögðu, að Það væru helvítis bolsarnir í Reykjavík, sem ættu sök á Þessu háa kaupi. Ef Þetta var satt, hlutu?'Þoð að vera aldeilis voðagripir, Þessir bolsor. Sott, já, au©vitað hlaut Það að vera satt. Af einhverju stafaði Þetta háa kaup. ó, Þess- ir andskotans bolsar, snýkjudýr á Þjóðarlík- amanvim, sem unnu ekkert handarvik annað en að spenna kaupið upp úr öliu valdi, til Þess að gera sveitabændunum íkleift að taka kaupafólk og auka heyskap sinn og búið. Hann kreppti hnefana og svitnaði-. Voðaleg- ar myndir svifu fyrir augum hans í náttmyrkr- inu. Krepp*’ - bolsar - dauði og djöfull - og heyjð -é engjunum, Vindurinn Þaut og regnið lamdi á gluggann. Þungt, ömurlegt og dularfullt - eins og kreppen. Þórarinn Guðneson. ATVINNULEYSI. 1 öllum auðvaldsheiminum geysar atvinnu- leysið meðal verkalýðsins og fer sífellt vaxandi, eftir Því sem kreppan skerpist. Þetta er ein af fylgjum borgaralega Þjóðfé- lagsins. Einn Þátturinn í Þeirri vxðtæku bölvun, sem auðvaldið leiðir yfir verkalýðinn. En að svo stöddu ætla ég ekki að gera at- vinnuleysið almennt að umræðuefni, heldur aðeins að svo miklu leyti, sem Það kemur nið- ur á okkur, nemendum Menntaskólans. En mér er Það ljóst að Þar tala ég ekki til okkar allra, ekki til Þeirra nemenda, sem eru af yfirstétt- inni, og Þxirfa Því ekki að vinna til Þess að öðlost lífsviðurværi, Heldur sný ég mér fyrst og fremst til Þeirra nemanda, sem eru af verka- lýðsstltt. Það er ekki hægt að loka augunum fyrir Því, að ennÞá er stéttarmismunur ...innan Þessa skóia. En Það er jafn augljóst, að skólinn miðar alltaf meira og meira að Því að verða hreinn yfirstéttarskóli, Þar sem verkalýðs- æskan, og öll vinnandi alÞýðú-æska, hefir engan aðgang að. Þetta á Þjóðfélagslegar rætur sínar í Þeirri vaxandi neyð, sem er meðal verkalýðs- ins, og Þar er atvinnuleysið stór Þáttur, sem verður ennÞa tilfinnanlegra fyrir hina fátæku verkalýðsæsku, vegno tilhögunarinnar á ýmsum sviðum, sem beint viðkemixr skólanum. T,d, : Dýrar kennslubækur, algjörlega ófull- œegjandi heimavistir, langur skólatími (8-9 mánuðir), lítill húsaleigu- og námsstyrkur o.s. frv. Allt Þetta kemur eingöngu hart niður á verkalýðs- og vinnandi alÞýðu-æsku, sem hefir beinlínis ekki efni á Því að aækja Þennan skóla, (svipað er ásatt með aðra slcóla). Okkur er sagt, að borgaralega lýðræðið veiti öllum jafnan rétt til menntunar, en hvaða gegn er að Því fyrir bláfátækan verkamann, að hefa "rétt" til Þess að vera Menntaskóla- kennarijí svo ekki sé nú hugseð hærra), ef hann ekki hefir efni á Því eð læra að draga til stafs? Anatole Prance bregður upp glöggri spegilmynd af borgaralega jafnrétt’— inum í Þessum orðum: "Hið borgaralega lýðræði bannar jafnt háum sem lágum að sofa undir brún- um í París, en bæði ríkir og fátækir hafo rétt til Þess að verða hungurmorða". "Prjálsir menn í frjálsu landi" segja borgararnir. En borgarastéttin lítur með velÞóknun á Þessar efleiðinger af skipulagi sínu, sem

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.