Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.12.1935, Blaðsíða 2
fögur og innileg vinátta, sem hélzt allt til dauöadags. Hann kom Hórazi í sátt viö Oktavianus, sem fékk miklar nœtur á honum og sýndi honum Þann heiður aö bjóða honum aö veröa einkaritari sinn. En Hóraz skor- aöist kurteislega en fast undan. Þótti honum, sem Þaö myndi skeröa frjálsrsöi sitt um of. Kaus hann heldur aö dvelja á búgaröi Þeim hinum \mdirfagra, sem Maecenas hafði gefið honirni í Sabxnalandi. Var Þar fagurt land, frjósamt og friðsælt. Var Þaö einkijm róin og kyrrðin, sem Þar ríkti, sem heillaöi hann. Hann kunni ekki viö sig í Róm, Þótti Þar of ónæðissamt, enda dvaldi hann lengstum á búgaröinum, Þar orti hann mest af ljóðum sínum og ljóöabréfum,- Þangaö heimsóttu hann vinir hans og ást- meyjar. En frægð hans óx eftir Því sem hann eltist, A aldarhátiö Rómaborgar fól Ágústus keisari honum að yrkja hátiðars- ljóöin, og orti Þá Hóraz Carmen seculare, mikiö kvæöi og ágætt, sem nú nýlega hefir veriö Þýtt á íslenzku af sr. Friðrik Friö- rikssyni. Heilsa Hórazar tók að bila nokkuð, er árin færðust yfir hann, og gerðist hann einkar feitlaginn. Tók hann Þó öllu með jafnaöargeöi. Gomall varð hann ekki. Hann dó 27. nóv. árið 8 f. Kr. , 57 ára að aldri, Maecenas var Þá dáinn skömmu áöur, og hafði Horaz oftlega óskaö Þess, að hann Þyrfti ékki aö lifa lengi eftir dauöa Maecenasar, vinar síns og velunnara,- Kvæði hans komu út í Þessari röð: 1. bók satirann8 ca. 35 f. Kr. , 2. bók Þeirra og Epodurnar áriö 20, Carmen saeculare áriö 17i 4. bók odanna áriö 13 og 2. bók bréf- anna um sama leyti. í Satírunum og bréfunum tekur Horaz upp aftur hina Þjóðemislegu rómversku skáldsképartegund, sem upptök sín átt hjá Luciliusi í lok annarar aldar, en Þessi tegund skaldskapar var Þá næstum útdauö í Róm. LuciliUG var sjálfur rómverksur ridd- ari, og í crausti til Þeirrar aöstöðu sinn- ar talaöi hann frjálslega og opinskatt um allt og alla, ekki sízt um stjómmál, En ættsmæö Horazar og valdaleysi olli Því, aö hann gat tæplega leyft sér slíkt. Satirur hans eru siðferöislegs efnis. Hann hendir gaman að löstum samborgara sinna, oft og einatt meö persónulegum tilvitnunum, en ræðst sjaldan á nokkurn alÞekktan mann í ádeiluskyni, oft og einatt er líka alls engin ádeila í Satirum hans, hann segir Þs meö glensi og gamni frá atvikum úr eigin lífi. 1. bók bréfanna er mest raunveruleg bréf í ljóðum. í 2. bók Þeirre ræðir hann einkum bókmenntaleg efni, hann ber hinum eldri skáld- um á brýn skort á viröingu fyrir forminu. En allsstaöar bendir hann á hinar grísku bók- menntir sem fyrirmynd sína. Epodur Horazar eru rHdeilukvæöi, sem aö miklu leyti fjalla um stjórnmál. Á síöustu tímum lýðveldisins haföi verið ort feiknin öll af slíku og aðallega lxkt eftir hinum nýrri grísku (alexandriskaJskáldskap. Hóraz tók sér aftur klassiska fyrirmynd, Þar sem var Archilochos, sem uppi var um 700 f. Kr. 1 ódum sínum sáir Hórrz sömuleiðis hinni lesbisku ljóöagerö (Alkaios og Sappho um 600 f. Kr. ) í rómverskan jaröveg. Þetta var nýtt fyrir Þann tíma, En Hóraz er engan veginn frumlegur, og sennilega eru flest eða öll beztu kvæöi hans stælingar. Þó er all-erfitt aö dana um Þetta, Þar sem vér höfum ekki fyr- irmyndirnar. Þar sem alveg víst er, aö hann er sjálfur og einn aö verki, er honum hætt við að veröa dáli'ið stiröur og Þurr, en hiö ytra form er ávalt afar fágaö Hann er orö- hagur maöur afar, hann segir Þýða hugsun og feegilega í enn Þýðeri oröum og Þægilegri. Persónuleiki Hórazar kemur miklu greini- legar fram i Satírum hans og bréfunum, heldur en í Odunum. Hann er ef til vill sá Rómverji, annar en Cicero, sem vér Þekkjum bezt. Hóraz var hvorki háfleygur andi né stórbrotinn. En hann er gagnmenntaöur og smekkvís ágætismaöur. Hann getur veriö Þurr nokkuö og vanafastur, en hann er venjulega aldrei smekklaus eða klunnalegur. Hann var afar umgangsÞýöur maöur, en bak við tilláts- semi hans var samt festa og sjálfstraust. Það, hvernig hann minnist fööur síns (Sat. 1,6) og er hann segir Maecenasi (Epist. 1,7), að hann vilji heldur afsala sér öllum ytri gæö- um lífsins en aö missa frelsið, ber vott um alvörugefni, sem xxx djúpsett var í lúnderni hans, Þótt ekki finnist manni Þaö í fljótu bragði, Því aö Hóraz var augnabliksiins maöur', hann var mjög bráður,rauk upp, en varð fljótt góöur aftur. Hann var fullur af glensi og gamansömum hugmyndum, er hann var í góöu skapi, en hann var líka stundum önuglir og haföi al.lt á hornum sér. Hann var nautnamaður talsveröur, hann hafði gaman af víni og góö- um mat, enda var Þá munaöaröld meö Rómverjum. En engu aö síöur haföi hann ávalt opin augun fyrir göllum sínum. Hann er all-hvikull í ástamálum,- astmeyjar hans eru margar, og hann yrkir mikiö til Þeirra, en hann kvænist aldrei. Og er maður les ástakvæöi hans, finnst

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.