Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 4
-4- er viðkemur kommúnisma.- H.Þ., í hverju birtist hinn Þrælslegi hugsunarháttur kommúnismans? Birtist hann í Því, að . kommúnistar vilja bxæðralag og frelsi? Birt- ist hann í Því, að kommúnistar vilja berja niður Þó glæpamenn og Þrjóta, sem stela frá fátækum verkamönnum arðinum af vinnu Þeirra? Birtist hann í Því, að kommúnistar vilja afnema skipulag Þessara glæpamanna, sem lifa á vinnu Þeirra fátæku? Birtist hann í Því, að kommúnistar vilja ryðja úr vegi öll\jm hömlum á framÞróun vísinda og lista, að Þeir vilja styðja vísindi og listir af fremsta megni?- Er Þetta Þrælslegur hugs- unarhéttur? H. J. VERflLAUNASAMCEPBTI SKÓLABLAÐSIWS. Þeir Jakob Jóh. Smári og Sveinbjöm Sig- urjónsson hafa dæmt um sögar Þœr, sem ritnefndinni bárust, Niðurstaða Þeirra var sú, að engin saga reer 1. verðl. , en tvær hljóta 2. verðl. og ein 3. verðl. Sögumar "Tunglsljós" og "Bamaskapur", hljóta 2. verðl, , en "Hlátur" 3. verðl. Hér birtast sögumar: TUNGLSLJÖS. Tunglsljós, Þetta undarlega fyrirbrigði, sem fær menn til að stanza og glápa eins og bjána upp í loftið og fjörgar menn svo, að menn langar helzt til að hlaupa og syngja, jafnvel Þótt maður sé .vita loglaus. Og í kvöld er logn og örlítið frost og - tunglsljós. En tunglið hverfur líklega bráðum bak við skýin, sem svífa hægt úr suðvestri í éttina til Þess. Þau eru svo merkilega framhleypin stundum Þessi ský, einkum Þegar allir óska Þeim norður og niður. Þau ganga á götunni ein, alein, spölkom hvort frá öðru. Það er annars skrítið, að Þau skuli ganga Þama ein, að engir aðrir skuli vera úti í Þessari veðurblíðu. En Það er ef til vill ekki von - klukkan er Þrjú. Þau eru að koma af dansleik. Samtalið er sundurlaust og efnið í Því ekkert. "Ef ég væri eins og Þú, myndi ég aldrei dansa nema tangó", segir hún, "Dansa ég svo illa, eða hvað?" "Nei, nei. En Þú dansar tangó svo vel. Hún hlær og lítur á hann kímilega,- Hann veit svo ósköp vel, að hann dansar engu betur en aðrir. Hún bara segir Þetta til að segja eitthvað. Þögn. Svo verður henni rétt snöggvast litið upp í tunglið; Það er eins og hún ætli að segja eitthvað, stillti sig. Loks: "Lxttu á tmgl- ið, hvað Það gónir bjánalega á okkur. Þykist Það kannske sjá eitthvað merkilegt?" "Hvað ætti Það svo sem að sjá. Við erum ekki öðruvísi en annað ungt fólk, sem fylg- ist heim af dansleik", segir hann kæruleysis- lega og brosir, rétt eins og hann bæti við í huganum: "En hversvegna má Það ekki horfa á okkur ?" Svo hætta Þau að tala um tunglið. Hvað eiga Þau líka að vera að skipta sér af jafn nauðaómerkilegri hnattmynd, sem ekki Þekkir lífið nema af sjón, Þau, sem eru ung og hugsa um lífið. "Þú dansaðir égætlega. í kvöld. Hvar hef- irðu armars lært að dansa?" Hún brosir af ánægju. - Svo að honum finnst hún dansa veli - "Eg veit Það ekki. Víst bara allsstaðar og hvergi". Þögn. Tunglið hefir skýrst um leið og skyjabakk- inn hækkar. Það er eins og skuggar Þess skýr- ist og Það bregði um leið fyrir sig gleiðu glotti. "Hvemig ætli færi fyrir tunglinu, ef eng- ir skuggar væru til?" segir hún allt í einu. "Og ætli glottið færi ekki af Því", svar- ar hann drsant. H/em f jandann vill hún allt- af vera að tala um tunglið, Þetta andstyggi- lega andlit, sem glottir að alsaklausu fólki? Hún er kannske skotin í Því J ? .' Þögn. "Hvað ætli margir hafi verið Þama í kvöld?" "ó, ég veit Það ekki; ætli Það hafi ekki verið á fimmta hundrað. Annars hugsa ég aldrei um annað en að skemmta mér, Þegar ég dansa, aldrei um Það, hve margir eru í kring". Þau eru nú farin að nalgast húsið, sem hún býr í. Öðru hvoru færast Þau eins og ósjálfrátt hvort að öðru, og Þa er eins og bæði vilji segja eitthvað, gera eitthvað -

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.