Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.03.1936, Blaðsíða 8
-8- rúm sjslfur. 3?sð vissu allir. Ég glápti,- glápti bsrs og glspti. ' Æg msn, sð Þsð skreið einhver skollinn niður eftir bskinu s mér. Hsnn kitlaði mig svo djöfullega. Og svo hló ég,- hló og hló. Veiztu, hvað Það getur verið gott að hlæja? Kannt Þú að hlæja eins og ég? Ég hafði ekki vitað hvað Það var fyrr en Þá. Ég gleymdi öllu,- bara hló,- hló, og Það vor svo gott. Og ég hefi ekki gleymt Þvx. Ég geri Það oft ennÞá. í Þögninni, Þegar ég er búinn að fara með kvæðin, Þa hlæ ég, og Þs finn ég ekki til Þagnarinnar. Kannt Þú Það? Viltu hlæja fyi>- ir mig? Mér var farið að líða illa. Ég stóð upp. "Eg get ekki hlegið", sagði ég "nema ég hafi eitthvað til að hlæja að". "Ha, ha, hefurðu ekki nóg til Þess að hlæja að? Sérðu ekki, hvað allir eru skrítnir? ÞÚ ert svona skrítinn lxka.Pinnst Þér ekki vatnið skrítið? Og fjöllin? Bara allt, bókstaflega allt". Það fór hrollur um mig. Mér fannst mað- ixrinn orðinn svo undarlegur. Ég snéri mér undan og skundaði á brott. En hann kallaði á eftir mér: "Þú kannt ekki að hlæja eins og ég. ÞÚ veizt ekki hvað Það er gott", Og svo hló hann, hló og hló. Ég Þorði ekki að líta við. Ég hljóp burtu.- Síðan hefi ég aldrei gengið einn inn að Kleppi. Orri Orrason. DAGAR OG NÆTUR LÍflA... Dagar og nætur líða tilbreytingarlaust, eins og læk\ir, sem rennur hægt út í gljúpan' sandinn. Ég sé draumsýnir daga og nætur og er Því sjaldan glaður. Ég sé heiminn dansa, ég sé heiminn gráta, ég sé heiminn berjast um gleði og sorg, Ég sé hann breytast, dökkna, verða að kolsvörtu húmi, Þar sem hundruð púka stela ljósgeislum lífsins. Og rauður vilji minn reynir að brjótost gegnum biksvart myrkrið, en hann verður að engu, engu í ómælisdjúpi mannlegrar fávizkúj mannleg augu fá aldrei séð grimmdina, sem geislar af honum, Þegar hann hverfur í hyldýpi hugsananna. • Þeir, sem hugsa mikið, sjá ætíð bezt skuggahliðar heimsins. Þeir verða sorgbitnir og sálir Þeirra. myrkar, eins og umhverfið, sem Þeir lifo og hrærast í. A. L. LITLI - MENHTÓ. Nú er uppi á döfinni hér í skóla eitt hið mesta menningar- og framfaramál, sem ég minn- ist að hafi nokkurntíma verið hreyft hér. En Það er bygging á skála handa Menntaskólanum. Þetta mál hefir verið rett hér, bæði af hr. Lúðvík G-uðmundssyni skólastjóra Gagnfræða skólans á Isafirði og rektor Palma Hannessyni Það virðist Því ekki Þurfa frekari skýringar við. Sú nauðsyn sem slíkur skáli er fyrir jafn fjölmennan skóla og Þennan, liggur alveg í augum uppi. Það sem næst liggur Þá fyrir er að athuga fjárhagshlið Þessa máls.- Hektor hefur frætt okkur á að fyrir he^idji. séu 10-11 Þúsund krón- ur, sem verja mætti}' Þesserar byggingar. Þá lætur nærri að Það vanti 4-5 Þúsund krónur til Þess að skálinn geti komist upp og hægt sé að hefjast handa strox á næsta vori. Það hvílir Þá á nemendum sjálfum sð aflo

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.