Saga - 1980, Side 355
RITFREGNIR
341
hans, sósíalismanum, eða öllu heldur á þessum árum, kommúnism-
anum, og þátttöku hans sjálfs í atburðum. Sama gildir um deilur
og átök kommúnista og jafnaðarmanna innan verkalýðshreyfingar-
innar, einkum þær deilur, sem spruttu vegna einræðisvalds alþýðu-
flokksmanna innan Alþýðusambands íslands og leiddu víða til stofn-
unar klofningsfélaga alþýðuflokksmanna, þar sem þeir urðu undir 1
verkalýðsfélögum. Frásögn Tryggva af stjórnmála- og stéttabar-
áttunni getur því vitaskuld ekki talist hlutlæg sagnfræðileg heimild.
Hana ber að skoða í ljósi þess lifsviðhorfs sem að baki hennar býr
og þeim skoðanaágreiningi er upp kom innan verkalýðshreyfingar-
innar og stundum leiddi til tímabundinnar samstöðu sjálfstæðis-
manna og kommúnista.
1 lýsingum Tryggva af þessum atburðum hverfur frásögnin að
nokkru frá honum sjálfum og fjölskyldu hans, kjörum hans og hög-
ura. Þess í stað beinist hún að baráttu og átökum fjöldans og að
kjörum verkafólks á Akureyri. Naumast hafa stéttaátök í annan
tíma verið jafn hörð á íslandi sem á fjórða áratugnum og lýsing-
ar Tryggva, með þeim fyrii’vörum sem fyrr er getið, því sagnfræð-
ingum forvitnileg og fróðleg lesning. Á hinn bóginn finnst mér
Tryggva takast síður upp að tengja almenn kjör og hagi fólks í
verkalýðsbaráttunni sjálfri og átökum henni tengdum, en honum
tekst í þriðja bindi minninganna, Fyrir sunnan. Frásögnin er ein-
att of bundin við viðhorf verkalýðsforystunnar og atburði verka-
iýðsbaráttunnar til að túlka jafnvel og Tryggvi gerir í síðasta bindi
sögu sinnar hver áhrif kjör og aðstæður hins almenna verkamanns
höfðu á viðhorf hans og baráttuvilja. Engu að siður gefur bókin
g°ða mynd af vaxandi stéttarvitund verkamanna í stækkandi bæjar-
samfélagi, af stéttaskiptingu og baráttu launafólks fyrir bættum
hjörum. 1 gegnum frásögnina af meginviðburðum þessara um-
hrotatíma fylgjumst við með Tryggva og starfi hans í verkalýðs-
hreyfingunni, þar sem honum voru falin æ ábyrgðarmeiri verkefni.
Sá hiuti bókarinnar, sem fjallar um styrjaldarárin, hernámið og
arin eftir stríð þangað til Tryggvi flyst til Reykjavíkur, veitir
innsýn í þær félagslegu breytingar sem fylgdu í kjölfar hernámsins.
Átvinna varð næg, þar sem áð.ur hafði verið erfitt um vinnu, kaup-
S.iald hækkaði en um leið ruddu sér til rúms áhrif annarrar menn-
^ngar, sem erfitt reyndist að sporna við. Frekari áhrif hernámsins,
'nngöngunnar í Nato og varnarsamningsins við Bandaríkin fléttast
SVo ríkulega inn í síðasta bindi æviminninganna.
Árið 1947 fluttist Tryggvi til Eeykjavíkur með fjölskyldu sína.
ettvangur síðasta bindis æviminninganna, Fyrir sunnan, er því
V°rkalýðs- og stjórnmálabaráttan í höfuðborginni, auk þess sem all-
^akvæmlega er fjallað um aðbúnað og kjör verkamanna á þeim