Saga - 1982, Page 153
GJÖRNINGAVEÐRIÐ 1884
151
byrðingnum. Landtakan var allgóð og ,,Ansgar“ barst hátt upp.
Hann veltist því lítið í fjörunni, en samt kom að honum nokkur
Hki. Síðar var þó hægt að þétta hann að fullu, og tvö norsk gufu-
skip drógu hann á flot og trúlega til Akureyrar, þar sem hann
hefur fengið viðgerð.
5. Skonert ,,ANSGARIUS“ frá Stafangri
Skipstjórinn, P. Thilö, mætti fyrir rétti og gaf skýrslu um
árekstur við ,,Rap“ frá Haugasundi áður en rokið mikla skall á.
Við þann árekstur urðu nokkrar skemmdir á skansklæðningu og
byrðingi. Nánar verður minnst á þennan árekstur í grein um
galeas ,,Rap.“
,,Ansgarius“ lá enn við Hrísey í rokinu mikla. Þá slitnaði
önnur akkerisfestin og var þá reiðinn felldur i skyndi. Skipið hékk
1 þeirri einu festi sem eftir var, en trúlega hefur verið sett út varp-
akker til viðbótar, þó ekki sé frá því skýrt.
6. Galeas ,,BALTIC“ frá Haugasundi
Skipið fór á rek og lenti þá í árekstri. Við hann urðu verulegar
skemmdir á byrðingi. Til þess að forðast frekara tjón ákvað skip-
stjórinn, I. Storhaug, að höggva reiðann af skipinu. Annað er
ekki um ,,Baltic“ vitað.
7. Jakt „ELEN“ frá Haugasundi
Ekkert er um þetta skip vitað nema að það rak upp í fjöru og
brotnaði þar mikið og eyðilagðist. Skipstjórinn getur ekki um
hvaða ráðstafanir hann gerði til að forðast strand, en vafalaust
hefur eitthvað verið gert.
Á uppboði 24. september var flakið slegið Jakob Havsteen
konsúl fyrir 60 krónur.
8. Jakt,, ELISABETH'‘ frá Haugasundi
Þetta skip er í sumum heimildum talið frá Storöen. Skipstjóri
Var Jens Olsen. Skipið lenti í árekstri við ,,Venus“ frá Hauga-