Saga - 1992, Page 254
252
GUNNLAUGUR ÁSTGEIRSSON
ingum, sem þess æskja, tækifæri að skipa sæti á framboðslista, því að
þannig er vöxtur, virðing og viðgangur lýðræðisins best tryggður.
2.0. Flokksþing er æðsta vald í málefnum flokksins. Skal það haldið
eftir þörfum og eigi sjaldnar en ár hvert. Markar það stefnu flokksins
til eins árs í senn.
2.1 Á flokksþingi hafa þeir einir atkvæðisrétt, sem styðja markmið
og stefnuskrá flokksins en að öðru leyti er þingið galopið.
4.0. Miðstjórnarmenn kallast hásetar og kjósa þeir stýrimann úr
eigin röðum, sem hefur yfirumsjón með allri starfsemi flokksins.
1 stjórn flokksfélagsins í Reykjaneskjördæmi var aðeins kjörinn
Benóný Ægisson, en þar sem hann starfaði ekki í flokknum, tók Ei-
ríkur Brynjólfsson sæti hans og sat í miðstjórn sem fulltrúi flokksfé-
lags þessa og var þar með lokið starfsemi þess.
í stjóm flokksfélagsins í Suðurlandskjördæmi voru kosnir Sig-
mundur Stefánsson, formaður, Einar Örn Stefánsson, Örn Lýðsson
og Björn Marteinsson. Daginn eftir sagði Sigmundur af sér for-
mennskunni af persónulegum ástæðum, og tók Einar Örn við því
embætti og sæti í miðstjórn. Fleira segir ekki af starfsemi þessa félags.
í stjórn flokksfélagsins í Reykjavík voru kosnir Hannes Jón Hann-
esson formaður, sem að kosningunni lokinni baðst undan þessu emb-
ætti og kom hann ekki frekar við sögu flokksins, við sæti hans, Guð-
ur Guðmundsson, framkvæmdastjóri flokksins, við sæti hans, Guð-
rún Agnarsdóttir, Pétur Jónasson, Jörgen Ingi Hansen, Guðlaugur
Porbergsson og Guðrún Þorbjarnardóttir. Varamaður Einar Ólafs-
son. Petta félag starfaði ekki frekar en hin að neinni sjálfstæðri starf-
semi.
Miðstjórn Framboðsflokksins var því endanlega þannig skipuð:
Stýrimaður: Gunnlaugur Ástgeirsson. Hásetar: Rúnar Ármann
Arthúrsson, Baldur Kristjánsson og Stefán Halldórsson (allir kosnir
beint), Eiríkur Brynjólfsson, Einar Örn Stefánsson og Hallgrímur
Guðmundsson (fulltrúar flokksfélaganna).
Eftir fundinn 10. maí verður endanlega til sá hópur sem myndaði
kjarna Framboðsflokksins og stóð að þeim aðgerðum sem hafðar voru
uppi. Auk miðstjórnarinnar voru í þessum hópi nokkrir af efstu
mönnum framboðslistanna og má þar nefna Sigurð Jóhannsson, Ástu
R. Jóhannesdóttur, Helga Torfason, Vilhjálm H. Vilhjálmsson, Jörgen