Alþýðublaðið - 14.10.1923, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.10.1923, Blaðsíða 1
1923 Sunnadaginn 14. október. 239. tólublaó. BæjarstiórnarkosDingiQ 1 Hafnarfirði. Kosning á einum manni í bæj- arstjórn Hafnarf j arðar fer fram á morgun; kosið í stað Stein- gríms Torfasonar, sem úr hefir gengið. Verður kosið milli tveggja iista, sem fram hafa komið: A-lista, og er á honum Bjarni Snæbjörnsson læknir. B-lista, með Guðmundi Jónas- syni verkstjóra. Er B-listinn borinn fram af verkamönnum, en A-listinn af fáeinum burgeisum hér. pessi kosning er ekki vanda- söm fyrir Hafnfirðing’á, enda eru úrslit hennar fyrir framviss. B-listinn ' (Guðm. Jónasson) á sem sé alveg eindregið fylgi alls þorra bæjarmanna, og á hann því vísa kosningu. Hafnfirðingar þekkja vel dugnað, einbeitni og festu Guð- mundar, vita kunnugleik hans á málum bæjarins og högum og háttum almennings. þeir þekkja líka áhuga hans, að hvaða starfi sem hann gengur. Bezt vitni ber honum þar starf hans í bindind- ismálinu; rækt hans og einlægni við það mál. Skyldi alþýðu manna í Hafn- arfirði ekki vera það líka holl- ara, að kjósa mann úr sínum hópi til þess að vinna að áhuga- málum sínum, heldur en full- trúaefni þeirra „borgara", sem gera Óskar Sæmundsson að tals- manni sínum? því skal þó ekki neitað, að maðurinn á A-listanum, Bjarni læknir Snæbjörnsson, sé góður og gegn maður. Og Hafnfirðing- ar virða til fulls við Bjarna þá lipurð, sem hann sýnir í læknis- störfum sínum, þó þeir ekki k 'ósi hann fyrir bæjarfulltrúa. Og sannast að segja eru allir undrandi yfir því, að Bjarni skyldi leiðast út í það, að verða í kjöri. það er aðallega tvent, sem fyrir fram gerir það að verkum, að Bj arni verður ekki kosinn: Hið fyrra er það, að bæjarbú- ar vilja hafa hann óskiftan við læknisstörfin. Sjúkdómar og slys gera ekki boð á undan sér. Hversu mikilsverð mál sem bíð.a úrslita á bæjarstjórnarfundum eða í nefndum, þá verða þau að þo'ka, ef kallað er í lækninn. Og við, sem þekkjum Bjarna, vit- um,- að ekki mundi á honurri standa að gegna sinni eiginlegu köllun. En á sama tíma geta úr- slit hinna mikilvægustu bæjar- mála oltið á einu atkvæði. At- kvæði þess mannsins, sem em- bættis- og skyldustörfin kölluðu burt. Og egginn kann tveim herrum að þjóna. Síðara átriðið er annars eðl- is, en það gerir þó ef til vill enn þá meira í þá átt, að fæla menn frá því, að kjósa Bjarna. Og það er það, hverjir standa að kosn- ingu hans. En það er sú „klíka“ manna í Hafnarfirði, sem óholl- ust hefir verið almenningi fyrr og síðar. Og kórónan á þessu öllu er þó það, að þessi klíka skuli lúta svo lágt, að hafa ann- að eins gerpi og „ritstjóra“ „Borgarans“, fyrir málssvara sinn. Og það er leitt, að mætir menn eins og Bj arni læknir skuli fá á sig óorð af samneyti við slíkan félagsskap. það þýðir ekkert íyrir vélrit- aða snepilinn að vera að telja fram mál, sem B. S. muni beita sér fyrir. í verklegum efnum, eins og t. d. vatnsveitu og hafn- argerð er Guðm. Jónasson ekki JQOOtXXE] g U i LocaaaLíka bezts fi r—Reyktítr mest | ólíklegri til dáða og fram- kvæmda. Og í spítalamálinu ef- ast ég ekki um, að Bjarni lækn- ir mundi veita bænum þá að- stoð, sem hann gæti, þó ekki verði hann kosinn bæjarfulltrúi. Hann er þá ekki sá maður, sem ég ætla. J>að er hlálegt, þegar snepill- inn fer að bera hina „miklu vinnuþörf almennings“ fyrir brjósti. Úr hans herbúðum hef- ir aldrei verið lagt gott til þeirra mála. En fyrir aðstandendur snepilsins gæti það verið dálítið óþægilegt, ef farið væri að rifja upp afskifti „klíkunnar“ í þéss- um efnum. Gæti þá svo farið, að menn færu að rifja upp ís- töku-vinnuna í fyrra og ,,Ýmis“- hneykslið fr^ í sumar. Nei; það þýða engar blekking- ar við Hafnfirðinga í þessum efnum. þeir vita vel, hvernig þeir eiga að haga atkvæði sínu á morgun. Og maðurinn á B- listanum verður áreiðanlega kosinn með yfirgnæfandi meiri hluta. Og þá gera Hafnfirðingar skyldu sína, og fá góðan full- trúa. Hafnfirðingur. »Borgarinn< ætlar að berjast á móti því, sem hann kallar »stéttarfg<, en h^nn byrjar þó á því, að skifta mönnum í tvo flokka : borgara og kommúnista. Skyldi hún ekki verða fámenn sveitin sú, sem s’Bpar sér undir merki gjaldþrota-<borgarans< Ó<kars Sæmundssonar? Hraunbúú

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.