Saga - 1999, Page 151
VINNUAFLSSKORTUR OG ERLENT VERKAFÓLK Á ÍSLANDI1896-1906 149
1903, eftir að Alþingi hafði samþykkt lög og þingsályktunartillögu
til stuðnings málefninu. Klokken 12 var alþýðlegt síðdegisblað sem
kom fyrst út árið 1902 og vakti mikla athygli með óvenjulegu inni-
haldi. „Fabelagtige historier og mangeartede barokke páhit sat op
med naiv ligefremhed og gameret med illustrationer i samme tone,"
segir um innihald þess í yfirlitsriti um dönsk dagblöð.33
Klokken 12 sagði, eftir að heyrst hafði af samþykktum Alþingis,
að sagan væri nú að endurtaka sig, því Finnar á flótta undan rang-
látri stjórn Rússa myndu leita hælis á Islandi, rétt eins og land-
námsmennirnir hefðu á sínum tíma flúið undan Haraldi hárfagra
til að varðveita frelsi sitt. Til kosta hugmyndarinnar taldist að
Finnarnir glötuðust ekki Skandinavíu, þeir myndu áfram búa
meðal fólks sem stæði þeim nærri að skyldleika og menningu.
Blaðið hafði bæði samband við Kaupmannahafnarbúana Valtý
Guðmundsson og Þórarinn E. Tulinius kaupmann og birti nokkr-
ar greinar um máhð þar sem lýst var skilmerkilega tillögum Al-
þingis og fjallað almennt um kosti íslands.34
Verkafólk frá Færeyjwn og Noregi
Innflutningur erlendra verkamanna og sjómanna var framan af
nrun óumdeildari meðal þeirra sem fjölluðu um fólksekluna á Is-
landi heldur en landnám í sveitunum. Hermann Jónasson, ritstjóri
Búnaðarritsins, sem var einn af fyrstu mönnum til að nefna mögu-
leika á flutningum útlendinga til landsins sagði að í fyrstu yrði
einkum hægt að fá þá til að vinna í kauptúnum, við fiskveiðar,
vegabætur, jarðabætur og ýmsan iðnað.35
Reynslan af straumi Norðmanna og Færeyinga til Austfjarða, og
hagur Austfirðinga af honum, hefur á efa haft sitt að segja um að
menn aðhylltust þessa leið. Skapti Jósepsson, ritstjóri Austra, lýsti
árið 1896 vonum um að fastar skipaferðir milli Austfjarða og Nor-
egs myndu laða þaðan fiskimenn sem kynnu að vilja setjast að og
33 Jette D. Sollinge og Niels Thomsen, De danske aviser 1634-1989, bls. 204.
34 Klokken 12, 5. september 1903, 9. september 1903, 12. september 1903. -
Framhaldsgrein birtist degi síðar. Klokken 12,13. september 1903. - Klokken 12,
20. september 1903.
35 BúnaÖarritiö 11. árg. (1897), bls. 38. (neðanmálsgrein).