Saga - 1999, Page 187
ÞJÓÐIR OG KYNÞÆTTIR Á FYRSTU ÖLDUM ÍSLANDSBYGGÐAR 185
um. Þrátt fyrir engilsaxneskt nafn gæti kona sem kom til Noregs
frá Bretlandseyjum hafa verið af keltneskum uppruna.11 Hvort
sem Ljúfvina/Leofwine er sannsöguleg eða ekki er hún táknræn
fyrir „fraktflutninga á konum" frá heimi Kelta og Engilsaxa til
Norðurlanda sem eflaust áttu sér stað á víkingaöld, enda þótt
ferðin í hina áttina hafi verið tíðari og þar hafi fleiri karlar komið
við sögu en konur. Noregur varð því fyrir kynblöndun germansks
°g keltnesks fólks eins og Bretlandseyjar. En útlitsbreytingar á
fólki á hvorumtveggja staðnum urðu ekki áberandi þar sem fáir
Keltar komu til Norðurlanda og útlit norrænna manna sem komu
til Bretlandseyja var ekki mjög frábrugðið yfirbragði Engilsaxa.
Hins vegar varð mikil kynblöndun á íslandi. Þar nam land fólk
frá ýmsum stöðum í Noregi, nokkrir annars staðar frá á Norður-
löndum auk Kelta og Engilsaxa frá Englandi, írlandi, Skotlandi og
smærri eyjum í Norður-Atlantshafi. Hið ónumda ísland varð að
suðupotti þar sem ljósir og norrænir landnámsmenn runnu sam-
an við landnema frá hinum keltneska heimi, sem norrænir menn
nefndu Vesturlönd.12 Eflaust voru sumir Keltanna hreinrækt-
aðir en fleiri höfðu í sér norrænt blóð, þar sem fyrstu víkingarnir
höfðu fáar konur í sínum röðum og höfðu eignast börn með og
kvaenst ónefndum keltneskum konum. íslendingar miðalda voru
afkvæmi þessarar flóknu og langvinnu þróunar.13
Voru Keltarnir dökkir? Tacitus nefnir Engla meðal germanskra
ættbálka (40. kafli) en vissi lítið um Kelta. Ef marka má rómverska
°g gríska sagnaritara, og sjálfsmynd írskra miðaldahöfunda, voru
Keltar og Gallar „háir vexti, vöðvamiklir, hvítir á hörund með
fjóst hár", segir Diodorus Siculus.14 Hann bætir við að þeir lýsi
hár sitt með því að þvo það úr kalkvatni, þannig að þetta útlit var
ekki að öllu leyti eðlilegt. Því endurspegla nöfn þjóðflokka sem
12 Lönd Kelta eru í vesturátt frá Noregi en hétu áfram Vesturlönd á íslandi,
þó að Keltarnir byggju í raun austan við ísland.
13 Um áhrif Kelta á íslandi sjá Gísli Sigurðsson, Gaelic Influence in Iceland,
Sayers, „Management of the Celtic Fact in Landnámabók", Hermann Páls-
son, Keltar á íslandi og Helgi Guðmundsson, Urn haf innan. Um líffræði-
legan bakgrunn íslendinga sjá Williams, „Origin and Structure of the
Icelanders".
14 Diodorus Siculus, Library of History, V, bls. 28-30. Tekið eftir The Celts,
bls. 683.