Saga - 1999, Qupperneq 190
188
JENNY JOCHENS
norsku.22 Fræðilegar ágiskanir eru á milli 14% og 40%. Tölfræðileg
nálgun dugar þó lítt á þá texta sem fyrir liggja. Eflaust voru fáar
konur í báðum hópum. Einnig eru áhrif keltneskrar, og þá einkum
írskrar, menningar á Islandi umtalsvert ágreiningsefni. Stafar það
af því að fyrstu keltnesku landnemarnir skildu eftir sig fáar leifar.
Þeir lærðu norræna tungu fljótt og aðeins nokkur keltnesk töku-
orð hafa varðveist í íslensku máli að fornu og nýju.23 Ætla mætti
að írskir landnámsmenn hefðu haldið sínum upprunalegu nöfn-
um, kannski eilítið aðlöguðum norrænu máli. Þannig væri hægt
að meta fjölda þeirra með því að kanna sérnöfn landnámsmanna.
Svo er ekki, írsk nöfn virðast hafa orðið vinsælli meðal síðari
kynslóða. T.d. er enginn landnámsmaður kallaður jafn algengum
nöfnum og Njáll eða Kormákur, þeir tóku næstum allir norræn
nöfn.24 Ekki þarf að koma á óvart að undantekningarnar finnast
meðal þeirra sem komu úr hæstu stigum þjóðfélagsins, í gegnum
ætt eða giftingu, og höfðu komið til íslands að eigin frumkvæði. I
þessum hópi eru bræðurnir Vilgarður Dofnaksson og Askell
hnokan Dofnaksson, niðjar Kjarvals írakonungs. Áskell gerðist
svo djarfur að gefa tveimur börnum sínum keltnesk nöfn, Bjólan
og Bjollok (ÍF 1, bls. 326, 367). Norskur maður er Ánn hét gekk að
eiga Grélöðu, dóttur Bjartmars jarls á írlandi, og settist að á Is-
landi. Nefndi hann son þeirra eftir móðurföður drengsins (IF b
bls. 178). Svipað er dæmið af Birni Ketilssyni. Hann eignaðist írska
konu af háum stigum er Gjaflaug hét og var sonur þeirra nefndur
eftir föður hennar, Kjallaki. Hvortveggi, faðir og sonur, var í hópi
merkustu landnámsmanna (ÍF 1, bls. 122).25
22 Sbr. tilv. nr. 14 en auk rita nefndra þar sjá Finnur Jónsson, Norsk-islandske
kultur- og sprogforhold, Bugge, Contributions to the history of the Norsemen
in Ireland, Craigie, „The Gaels in Iceland", Sobczynski, „Útlendingar a
íslandi".
23 Um gagnstætt vandamál, norræn orð í keltnesku, sjá Craigie, „Oldnor-
diske Ord" og Craigie, „Gaelic Words and Names".
24 Kormáks saga segir afa Kormáks skálds hafa heitið Kormákur, en í Egils
sögu er hann kallaður Galti, sbr. 1'F 8.1, bls. 208 og ÍF 2.80, bls. 277.
25 Um vandamál tengd Kjallaki, sbr. inngang Jakobs Benediktssonar, /F1, bls.
lxvii-lxix. Keltnesk nöfn má einnig finna meðal manna af lægri stigum
sem þó voru nógu frjálsir til að nema land eða kaupa af landnámsmönn-
um. í þessum hópi eru Án (eða Áni), Ávangur og Bekan. Hauksbók nefn-
ir fleiri Ira en aðrar Landnámugerðir, sbr. inngang Jakobs, 1F 1, bls. lxxx.