Saga - 1999, Síða 199
ÞJÓÐIR OG KYNÞÆTTIR Á FYRSTU ÖLDUM ÍSLANDSBYGGÐAR 197
þeirra komu frá Noregi en nokkrar keltneskar konur voru í hópi
hinna fyrstu. Raunar gæti fyrsta konan sem settist að á Islandi
hafa verið ónefnd keltnesk ambátt sem Garðar Svavarsson, sá sem
kannski fann ísland fyrstur, eignaðist í Suðureyjum ásamt eigin-
manni. Þegar Garðar sneri heim frá íslandi urðu hjónin og þriðji
þrællinn eftir (ÍF 1, bls. 34-36).
Líkt og með karlkynsnafnið Ljótur voru það ævinlega konur
sem komu til íslands frá keltneskum löndum, eða er ljóst að hafa
átt keltneska forfeður, sem báru kvennafnið Ljót. Gagnstætt því
sem gerist um lýsingar á körlum, þá er ekki að finna beina van-
þóknun í lýsingum á þeim. Hafa verður í huga að konum voru
ekki gefin nöfn tengd lýsingarorðinu svartur, en finna má örlitla
gagnrýni á Þorbjörgu Glúmsdóttur. Þó að Þormóður Bersason hafi
greinilega hrifist af henni, segir höfundur Fóstbræðra sögu að hún
hafi verið „eigi einkar væn". Ástæðan virtist vera að hún hafi haft
„svart hár ok brýnn, - því var hon kglluð Kolbrún" (ÍF 6.11, bls.
170). Því miður er of lítið vitað um foreldra hennar til að sýnt verði
fram á tengsl við Kelta.53 Meira má græða á hispurslausri lýsingu
á konu sem Þórgunna hét og kom frá Suðureyjum. Hún „var mik-
il kona vexti, bæði digr ok há ok holdug mjgk; svartbrún ok mjó-
eyg, jgrp á hár ok hærð mjgk" (ÍF 4.50, bls. 139). Þórgunna var á
sextugsaldri og yfirbragð hennar var afar hefðbundið fyrir Kelta.54
Ýmsir þættir valda því að dökkt yfirbragð vakti minni andúð á
keltneskum konum en körlum. Margir keltneskir karlmenn geta
hafa valdið ótta, en konur síður. Á landnámsöld voru konur líka
fáar en þó nauðsynlegar fyrir kynlíf og æxlun. Þá skiptu uppruni,
53 Kolbrún varð hvorki algengt sem viðurnafn né eiginnafn á miðöldum,
enda þótt það sé vinsælt á íslandi samtímans.
54 Afgamlar konur virðast vera litnar svipuðum augum, hvaðan sem þær
koma. í Droplaugarsona sögu er Þórdís sögð „ggmul, bæði ljót og svQrt"
(ÍF 11.10, bls. 161-62). Á sama hátt virðast ímyndaðar eða yfirnáttúrulegar
konur vera dökkar eða svartar. T.d. eru tvær flagðkonur sagðar „mjög
svartar" (Gunnars saga Keldugnúpsfífls, ÍF 14.5, bls. 358-59). Þegar hin
fagra Lopthæna, formóðir Þorkels háks (sjá nmgr. 69), breyttist vegna
galdra í hina ljótu Geirríði varð hún „[sjvört ... bæði á hár ok á hörund",
sbr. Gríms saga loðinkinna, Fornaldarsögur NorÖurlanda II, bls. 191). I þess-
um tilfellum hefur andúð á dökku útliti misst tengslin við Kelta en bein-
ist eingöngu að konum.