Norðlingur

Tölublað

Norðlingur - 17.10.1929, Blaðsíða 1

Norðlingur - 17.10.1929, Blaðsíða 1
Hvítir jakkar og buxur, a 1 I a r s t æ r ð i r ný- komið í Branns Yerslun. Páll Sigurgeirsson. Að sunnan. Reykjavík í gær. Slysavarhafjelagi Islands hefir nýlega borist 1000 króna gjöf frá Sjóvátryggingarfjelagi íslands. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, ekkja Haraldar Níelssonar, hefir ný- fega haldið hjer fyrirlestur um fund- ina í Ommnen.þar sem Krishnamurti kemur fram og talar. Hún hefir og nýlega sagt sig úr Ouðspeki- fjelaginu, þar sem hún hefir verið mikill starfsskraftur. í þessum fyr- irlestri hefir hún jafnframt gert grein fyrir úrsögn sinni, en ekki er heimildarmanni blaðsins kunnugt um þær ástæður. Grænlandsför »Gottu.« Ársæll Árnason hefir gefið út bók um »Oottu«-leiðángurinn til Grænlands. Hann hefir og jafn- franjt haldið fyrirlestra um förina, bæði hjer og í Hafnarfirði. Sauðnaut þau, sem »Ootta« kom með, eru nú geymd í sandgræðslu- girðingu í Gunnarsholti á Rangár- völlum, og munu þau eiga að verða þar í vetur. íslenska kvikmyndin, sem Leo Hansen tók hjer á landi í sumar, hefir nú verið sýnd nokkr- um sinnurn í Nýja Bíó við góða aðsókn. Pó eru mjög skíftar skoð- anir um myndina. Pykir sumum nokkuð á bresta, að hún sýni til fullnustu atviijnuvegi og lifnaðarhæíti þjóðarinnar, og- þykir mörgum kvikmynd sú, er Loftur Ouðmundsson tók, vera betri. En Hansen heldur því fram, að þetta sje besta kvikmyndin, sem hann hafi tekið, en hann hefir tekið fjölda ágætra, viðurkendra mynda. Signe Liljequist, finska söngkonan góðkunna, sem hingað kom tvisvar fyrir nokkrum árum, er nýlega komin hingað, og ætlar að syngja hjer á föstudaginn. Sennilega fer hún vestur og norð- ur um iand og heidur söngskemt- anir. Glímuflokkur Ármanns, sá, er til Þýskalands fór, leggur af stað heimleiðis í dag. Hefur flokk- urinn sýnt glímur t 25 borgum, og alstaðar upp á síðkastið við afar- mikla aðsókn og aðdáun fyrir glímunni. Hefur hún vakið því meiri athygli, sem lengra hefur lið- ið á ferðir flokksins um t-ýskaland. Nú síðast var hann í Ruhr-hjerað- inu og skoðaði vígstöðvarnar við Verdun. Ingibjörg Pálsdóttir, kona sjera Ólafs Ólafssonar frá Hjarðarholti, er nýlega látin. Var hún jörðuð í gær. Jarðarför Jóns Guðmundssonar fór fram í dag að viðstöddu fjölmenni. Trúlofun sína hafa opinberað ný- lega ungfrú Soffía Sigurðardóttir, frá Helgafelli í Svarfaðardal, og Marino S'gurðsson sjómaður. Drotningin fór ekki frá Reykjavfk fyr en kl. 4 f gær. Mun hún þvi ekki köma hingað fyr en á morgun. AKUREYRAR BÍÓ Fimtudagskv. kl. 8^2: Ný mynd! Kvikmynd í 8 þáttum, tekin af ISEPA, undir stjórn RAONAR CAVALLIUS. Aðalhlutverkin leika: Enrique Rivero, Brita Appelgren, Karin Svanström og hans Junkermann. Pessi mynd gerist í sænska strandbænum Salthöfn. Hún íjallar um erlendan krónprins, sem þar er alinn upp hjá fá- tækurn rakara. Myndin er á- hrifamikil og »spennandi« og sýnir vel baráttuna milli almúga- fólks og drarnbsamra auðmanna. Erlendar símfregnir. Reykjavík í gær. Risaloftskipið R, 101 fór reynsluflug sitt á mánu- daginn, og tókst sú för vel. Flaug það yfir Lundúnaborg, og var fögnuður borgarbúa takmarkalaus. Allsherjarverkfall hafa Arabar ákveðjð sem mótmæli gegn samkomubanni Breta við Grát- múrinn. Stærsta hengibrú, sem smíðuð hefir verið í álfunni, var vígð á mánudaginn var. Er hún bygð yfir Rín nálægt Köln.

x

Norðlingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðlingur
https://timarit.is/publication/783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.