Organistablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 2

Organistablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 2
verið jafnsælir að kveldi, þótt þeir hafi ekki komizt upp á efsta tindinn.“ „Karl Straube var áreiðanlega i tölu hinna fyrrnefndu, sem ekki gátu unnt sér hvíldar, fyrr en takmarkinu var náð. Hann gat aldrei staðið í stað’, og liann hefur aldrei unnt sér hvíldar á lífsleiðinni — sízt af öllu til þess að njóta sigra sinna í næði og makindum. Hér hefur livorttveggja hjálpazt að: eðli og upplag annars vegar og hins vegar hinar ytri aðstæSur, scm markaS hafa lífsferil þessa tónlistarmanns. Hafi hann orðiS að’ staldra við eitt andartak, þá var ])að' vegna öruðleika, sem á vegi hans voru, en hann var þá jafnan skjótráður og djarfur, þegar yfirstíga þurfti erfiðleikana, og ótrauður liélt hann áfram för sinni með eitt i huga að ná settu marki. MarkiS var liátt og gangan oft erfið, en óbilandi viljaþrek og gífurleg starfsorka vann hug á öllum torfærum. Fyrir listina fórnaði hann öllum sínum líkams- og sálarkröftum. Málefni listar- innar voru honum lieilög, fyrir þeim varð allt persónulegt að víkja.“ Líkt þessu farast Wolgast orð. Og nú þegar Karl Straube er fallin frá eftir erfitt dagsverk, gat hann hrósað sigri, því hann hafði numið ný lönd og valdið tímamótum í tónlistinni og afrekað meiru en nokkur annar maður á sviði orgelleiks í öllum heiminum. Ganga hans upp fjallið — svo við tökum aftur upp samlíkingu Wolgasts •— var um blómum ]>rýdda dali, en einnig um hrikalegra og stórbrotnara landslag en flestir dauðlegir menn fá fótað sig á. Margir hér á landi kannast við nafn Karls Straubes, en þeir munu ]>ó fleiri, sem engin deili vita á honum, sem eðlilegt er. Hingað út á hjara veraldar herast oft aðeins veikir ómar af ýmsu því stór- kostlegasta, sem gerist í listaheimi stórþjóðanna, og margt af því, sem straumhvörfum veldur, fer framhjá okkur eða berst hingað seint og síðar meir. Þegar ég minnist þessa meistara míns með fáeinum orðum, finn ég vanmátt minn til að gjöra það svo vel sem skyldi, og það því fremur, sem ég verð að sjálfsögðu að stikla stórt og fara fliótt yfir sögu. En það, sem hér fer á eftir, er byggt á ritum, sem gefin hafa verið út um Karl Straube, og svo á þeirri persónulegu viðkynningu, sem ég hef haft á lionum um margra ára skeið, viðkynningu, sem hefur verið og mun verða mér ómetanleg og ógleymanleg svo lengi sem ég lifi. 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.