Organistablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 3
Straube var ekki í tölu hinna skapandi lis'amanna, sem lá>a ef'ir sig ódauðleg listaverk í tónum. Hann hafði að vísu samið mikið af tón- verkum, óperur, symphoníur o.fl., en ekkert hefur nokkurntíma hirzt á prenti af tónverkum hans, svo að mér sé kunniigt, enda mun siálfs- krítik hans hafa verið fullmikil til hess að verkin fyndu náð fyrir hans augum, þegar til átti að taka. Hann sagðist hafa sannfærzt um það, að köllun sín væri á öðru sviði tónlis'arinnar, 01 hann vildi vera þeirri köllun trúr. En þótt hann væri ekki skapandi listamaður í þess orðs vanalegu merkingu, má þó segja um hann, að hann hafi verið skapandi listamaður í enn sjaldgæfari merkingu þess orðs. Áhrifin af hans mikla starfi sem óviðjafnanlegum kennara eru svo mikil, að þau mega teljast ómetanleg. Nemendur hans starfa víðs- vegar um allan heim, og það má fullyrða, að evangelisk kirkju- músik í Þýzkalandi og á Norðurlöndum sé undir áhrifum þessa manns að meira eða minna leyti, þar sem nemendur hans skipa organistastöður við flestar helztu kirkiur í þessum löndum. fig skal geta jsess hér t. d., að á organistamótinu, sem haldið var i Kaup- mannahöfn 1939, voru flestir af organistum þeim frá öllum Norður- löndum, sem þar spiluðu, nemendur Straubes. Þessi mikli orgelmeist- ari hefur beint hinum sterku áhrifum sínum og mikla andríki til fjölda margra nemenda. Hann hefur vakið þá til sjálfstæðrar íhug- unar og eigin rannsóknar á hinum vandasömu verkum og viðfangs- efnum, sem hvers manns híða, sem starfar í þágu listarinnar. I Þýzkalandi líktu menn Strauhe oft við eitt af mikilmennum tón- listasögunnar, en það var Franz Liszt. Lifsferill þeirra er að vísu mjög ólíkur, og mennirnir sjálfir eru einnig ólíkir, en þeim er það sameiginlegt að hafa verið afburðamenn og brautryðjendur hvor á sínu sviði. Eins og Liszt skapaði nútímatæknina á píanóinu, eins hefur Straube átt mestan þátt í að skapa nútímatæknina á orcelinu. Báðir hafa því haft hina inestu þýðingu á þessu sviði, og á báðum verður að bvggja framvegis að meira eða minna leyti. Ævistarf Sraubes skijitist í þrjá meginþætti, þ. e.: orgelmeistarann, kennar- ann og Thomaskantorinn. Karl Straube var fæddur 1873 í Berlín. Hann var kominn af músikölsku foreldri í báðar ættir. Langa-langafi hans var hljóðfæra- smiður á dögum Friðriks mikla. Langafi hans var prestur og tón- ORGANISTABI.AÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.