Organistablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 5
bann hafði auðvitað gagnstæð áhrif við það, sem ætlazt var til, því hann segist hafa hert enn meir á æfingunum, þegar hann fann, að faöir hans vildi leggja liömlur á hann. Ekki bætti það úr skák, að eitt sinn, þegar faöir hans æfði eitt mikið forspil, sem hann ætlaði að spila við' hátíðarguðsþjónustu, lék sonurinn forspilið betur að guðsþjónustunni lokinni og hafði þá aðeins Iært það á því að heyra föður sinn æfa það. Þetla varð til þess að faðirinn harðbannaði syni sínum að æfa framvegis sömu verk og liann æfði sjálfur. Snemma vaknaði áhugi Straubes fyrir stjórnmálum. Sem barn segist liann hafa orðið fyrir miklum pólitískum áhrifum á heimili sínu. Þar voru stjórnmálin ræcld af kappi frá öllum hliðunt og af eldlegum áhuga. Mikið dáðist hann að Biskmark, en þó mest af Friðriki mikla. Hann tók að lesa allt, sem hann komst yfir af bók- um um mikla stjórnmálamenn og önnur mikilmenni, og liélzt áhugi hans fyrir sögu og stjórnmálum síðan, enda þólt hann léti ekki stjórnmálin til sín laka. Hann sagðist hafa haft liið mesta gagn af söguþekkingu sinni, liann liefði lært að sjá og meta gildi tónlistar- innar í ljósi sögunnar, og sérstaklega hefði honum skilizt, að kirkju- tónlistin þýzka væri einn af sterkustu þáttunum í andlegu lífi þýzku þjóðarinnar. Eg vil bæía því hér við, að ég hef varla séð eins stórt bókasafn í eins manns eigu, eins og bókasafn Karls Straubes, og ég minnist þess varla, að hafa séð liann án þess að hann væri með bók, a. m. k. fyrstu árin mín í Leipzig, t. d. í strætisvagni, eða jafn- vel í tímunum á konservatoríinu, hann notaði hverja frístund til lestrar, hversu lítil sem hún var. Hann sagði mér eitt sinn, að einna mest hefði hann aukið þekkingu sina á járnbrautarferðalögum um alla Evrópu, þegar hann feraðist um og hélt orgeltónleika sína. Eins og frá var skýrt, hlaut Straube fyrstu tilsögn sína í orgellcik hjá föður sínum. En brátt naut hann tilsagnar annarra kennara. Föður lians fór að verða ljóst, hvað í syninum bjó, og þess vegna var nú Straube sendur í tíma til Ottos Dienels, sem var þekktur organisti í Berlín. Hjá honum lærði Straube aðeins stuttan tíma. Ilann hafði þá þegar lært talsvert, og hugðist taka tíma hjá frægasta og mest metna organleikara Berlinar, Heinrich Reimann. Reimann var mjög merkur tónlistarmaður og eftirsóttur kennari. Straube taldi sig þó tiltölulega lítið hafa lært að spila hjá honum, en taldi hins vegar rnikils virði þau andlegu áhrif, sem Reimann hafi haft á sig. Straube ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.