Organistablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 13
fór rneö einsöngshlutverkið. Gústaf lék cinnig á orgelið c-moll preludíuna og iúguna (þá stóru), eftir Bach. SiSustu tónleikarnir voru svo daginn fyrir uppstigningardag, og tók kirkjnkðrinn í Ássókn þátt í þeim tónleikum ásamt Laugarneskórnum. Á þessum tónleik- um voru m. a. fluttar kantötur eftir Buxtehude og Bach. Gústaf Jóhannes- son lék orgelverk eftir Bach og fjórir einsöngvarar komu fram á þessum tón- leikum. Annan sunnudag í aðventu stóS Jón G. Þórarinsson fyrir tónleikum í Bústaðasókn. Þar söng kirkjukórinn tvær kantötur, „In dulce jubilo" eftir Buxtehuda og „Sjá morgunstjarnan Irlikar 1)HS“ eftir liach. Jón, sem ný- lega var kominn frá námsdvöl í Þýzka- landi, lék nokkur verk á orgeliS, þar á meSal d-moll Prel. og fugu eftir Buxtehude og „Introduktion og Passac- aglia" í d-moll eftir Max Reger. Jón Stefánsson og kirkjukór hans í Langholtssókn héldu tónleika í Há- teigskirkju 22. maí, og var þar flutt m. a. kantatan „Vakna Zíons verSir kalla“ eftir Bach, og í þeim flutningi tók jiátt 14 manna ldjómsveit, sem samanstóð aSallega af nemendum tón- listarskólans, ásamt einsöngvurunum Ingveldi Hjaltested, GuSmundi GuS- jónssyni og Kristni Hallssyni. Annan páskadag kom Haukur GuS- laugsson með kirkjukór sinn ofan af Akranesi og hélt kórtónleika í Ilá- teigskirkju. f kórnum var milli 50 og 60 söngmenn og konur og því ekki um neinn venjulegan kirkjukór aS ræða á íslenzkan mælikvarða a. m. k. En ánægjulegt væri að geta brugðiS upp svo fjölmennum kór við hátíðleg tækifæri við sem flestar kirkjur, þeg- ar verkeínin kalla á. Verkefnin á þess- um tónleikum voru heldur ekki af lakari cndanum. „Laudate Dominum" (Mozart), sálmur og tilhrigSi úr „Jeru meine Freude“ (Bach), Lagri- mosa úr sálumessu í d-moll (Mozart), duett úr kantötu „Jesu der Du meine Seele“ (Bach), „Magnificat.* 1 (Buxte- hude) og „Stahat Mater“ (Pergolesi). Til aSstoSar kórnum á tónleikum þess- um var strengjakvartett, tveir einsöngv- r.rar og cemaloisti. Ánægjulegt er aS geta taliS upp nlla þessa tónleika á þessum vettvangi og vonandi verSur þar framhald á. En það skal þó haft í huga, að óhugs- andi cr, aS slíkt tónleikahald geti orðið að föstum lið innan kirkjunnar nema aS skilningur og fjárhagsaðstoS frá hendi safnaðanna verði förunautur slíks tónlistarhalds. Tveir kórar frá Helsingfors lieim- sóttu Reykjavík um mánaðarmótin maí-júní og söng annar þeirra, kirkju- kór Meilahdensafnaðar, í Dómkirkjunni 2. jún. Stjórnandi kórsins var K. Kallioniemi, organleikari M. Kotola og einsöngvari M. Salminen óperusöngv- ari. Þann 5. júlí söng í Dómkirkjunni kór nemenda frá Wells og var það óvenjulega ánægjuleg kvöldstund þeim fáu áheyrendum, sem á hlýddu. Fleiri tónleika væri ásta-Sa til að geta hér, en verður þó að híða annars tækifæris. /f. fí. LsiSrétting. I fyrsta töluhlaði fél! niður í radda- upptalningu orgels Dómkirkjunnar, að telja fram óhó-rödd 8’ í „swell“-verki orgelsins. ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.