Organistablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.08.1968, Blaðsíða 14
Útlendar fréttir. t ráði er að krefjast STEF-gjalda fyrir tónlist, sem flutt er í guðsþjón- ustum á Norðurlöndum. Alexander Borowsky, hinn heims- kunni píanóleikari, dó í Bandaríkjun- um þann 27. apríl s.l. 79 ára að aldri. Tónskáldahátíð Norðurlanda verður haldin i Stokkhólmi dagana 19.—24. september næstk., en verður hluti af 16. listahátið Stokkhólmshorgar (19. —29. september) með fjölþættum tón- og leiklistarflutningum. Nýlega er út komiu hljómplata E. Power-Biggs, þar sem hann leikur ýms klassisk orgelverk á fræg, gömul orgel, svo sem í Sviss á elzta orgel, sem enn er í notkun (Síon 1390), Silbermann- orgelið í Arlesheim o.fl. Norrænu félögin gáfu út eins og áð- ur, yfirlit um sumarskóla og námskeið á Norðurlöndum, haldin á þeirra veg- um á þessu ári. Nefnd eru nær 50 námskeið, sem fjalla um ólikustu efni, ekkert þó um tónlist. í sambandi við 4. heimsþing alkirkju- ráðsins, sem haldið var í Uppsölum 4.—19. júlí s.l. voru fundir í norræna kirkjutónlistarráðinu. Helzta mál á þeim fundum var 10. kirkjutónlistar- mótið, sem haldið verður hér í Reykja- vík í júni næsta úr. Ymsir framá- menn Ecclesia cantans, þ. e. alþjóða- samhands organleikara, voru þar mætt- ir og má búast við einhvers konar þátt- töku þeirra í mótinu. Dómkórinn í Niðarósi mun koma, einnig sænskur kór og e.t.v. danskur. Námskeið í messusöngsfræðum voru haldin með góðri þátttöku. Fluttu þar erindi organleikarar og prestar frá ýmsum þjóðum. Páll Kr. Pálsson flutti þar stutt erindi um messusöng á Is- landi og svaraði fyrirspurnum. Fjöldi kirkjutónleika var haldinn i sambandi við heimsþingiS, auk fjölda guðsþjónusta, sem voru af ólikustu gerðum, stundum margar dag hvern, en athyglisverðust var þó ný kirkju- tónlist „Uppbrottets miissa", (Skilnað- armessa), sem samin var af sænska tónskáldinu Sven-Erik Biick eftir hug- mynd Harald Göranssons og frumflutt í sænska sjónvarpinu nú fyrir skömmu. í inngangi að messunni segir: „Denna miissa.... ar ett försök att över- satta miissans budskap till modernt sprák och modern upplevelse. Massans ordning, struktur och text har för- ándrats till förmán för ökad enkelhet och konsekvens. Kör och församling ár placerade i en ring kring altaret — ett uttryck för gemenskap inför uppbrottet". — Auk tveggja presta fluttu messuna 2 organleikarar (á 2 orgel), dómkórinn i Uppsölum og einn slátthljóðfæraleikari. Karl-Birgir Blomdahl er látinn. — Hann var eitt merkasta tónskáld á Norðurlöndum. Honum voru veitt tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs (þau fyrstu er veitt voru) í Reykjavík árið 1965, fyrir óperu sína „Aniara“. Hann var fæddur 19. október 1916 í Váxsjö. Ilóf nám í Stockholms tekn- iska háskóla, en fór brátt að stunda tónlistarnám. Helzti kennari hans var Hilding Rosenberg. Blomdahl sótti þroska sinn sérstaklega til Palestrina, — Bach og Mozart voru honurn þýð- 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.