Norðurland - 02.02.1983, Blaðsíða 1

Norðurland - 02.02.1983, Blaðsíða 1
NORÐURIAND 8. árgangur Miðvikudagur 2. febrúar 1983 1. tölublað FRÁ UPPSTILLINGARNEFND Hér að neðan fylgir örstutt kynning á þátttakendum í síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins. í fyrri umferðinni hlutu alls 66 manns tilnefningar. Tveir af þeim átta sem flestar tilnefningar hlutu gáfu ekki kost á sér til síðari umferðar, þeir Ólafur R. Grímsson og Angantýr Einarsson. I þeirra stað bætast í hópinn þau Dagný Marinósdóttir og Erlingur Sigurðarson. ÞATTTAKENDUR I SIÐARI UMFERÐ Dagný Marinósdóttir Sauðanesi, N-Þingeyjarsýslu. F. 12. maí 1947. Foreldrar: Sr. Marinó Krist- insson og Þórhalla Gísladóttir. Dagný er fædd og uppal- in á Héraði, á Valþjófsstað og í Vallanesi. Hún stundaði nám við Alþýðuskólann á Eiðum og lauk þaðan Landsprófi 1964. Nám í Kennaraskóla íslands og próf þaðan 1968. Var kennari á Þórshöfn í nokkur ár en er nú aúsmóðir á Sauðanesi. Hún er gift Ágústi Guðröð- arsyni bónda á Sauðanesi og 5 barna móðir. Erlingur Sigurðarson Vanabyggð 10 c, Akureyri. F. 26. júní 1948. Foreldrar: Sigurður Þórisson og Þorgerður Benediktsdóttir. Fæddur og uppalinn á Grænavatni í Mývatnssveit. Nám við Héraðsskólann á Laugum og Menntaskólann á Akureyri. Stúdentspróf 1969. Nám í íslensku og sagni'ræði við Háskóla Islands frá 1971, B.A. próf 1976, próf í Uppeld- is- og kennslufræðum 1981. Vinnur nú að kandidatsritgerð í sagnfræði. Vann við bústörf á Græna- vatni á námsárunum auk almennrar verkamannavinnu. Stundaði kennslu á námsár- unurn í Kópavogi, Verslunar- skóla íslands og Skútustaða- skóla og fékkst við blaða- mennsku á Tímanum og Þjóð- viljanum. Var sjö sumur land- vörður í Mývatnssveit á vegum Náttúruverndarráðs. Kennari við Menntaskólann á Akur- eyri 1969-70 og síðan 1978. Erlingur var starfsmaður Alþýðubandalagsins 1977-78 og hefur unnið ýmis störf á vegum flokksins og herstöðva- andstæðinga. Hann á sæti í miðstjórn og stjórn kjördæmisráðs. Við út- gáfu Norðurlands (ritnefnd, útgáfustjórn og ritstjórn í for- föllum) frá 1978. Erlingur er kvæntur Sigríði Stefánsdóttur, kennara á Ak- ureyri og eiga þau þrjú börn. Eysteinn Sigurðsson Arnarvatni, Mývatnssveit. F. 6. október 1931. Foreldrar: Sigurður Jónsson og Hólmfríður Pétursdóttir. Eysteinn er fæddur og upp- alinn á Arnarvatni. Hann tók Landspróf frá Héraðsskólan- um á Laugum 1950 og var síðan einn vetur við búnaðar- nám og störf í Noregi eftir við- komu í Menntaskólanum á Akureyri í einn vetur. Stundaði öll venjulegsveita- störf í uppvextinum, var eina vertíð sjómaður í Vestmanna- eyjum og fjögur ár kennari og bryti á Laugum. Síðan 1959 hefur hann verið bóndi á Arnarvatni og auk þess haft atvinnu af akstri vörubifreiða. Eysteinn var einn af stofn- endum Þjóðarvarnarflokksins og starfaði þar og í Safntökum hernámsandstæðinga frá upp- hafi. Hefur starfað í stjórnum Ungmennafélagsins Mývetn- ings og Héraðssambands Suð- ur-Þingeyinga. í stjórn Land- eigendafélags Laxár og Mý- vatns frá upphafi og einn af forvígismönnum bænda í Laxárdeilunni um 1970 auk ýmissa fleiri félagsstarfa. Kona Eysteins er Halldóra Jónsdóttir og eiga þau tvær dætur. Helgi Guðmundsson Hraunholti 2, Akureyri. F. 9. október 1943. Foreldrar: Séra Guðmundur Helgason (d. 6.7.1952) og Hulda Sveinsdóttir. Fæddur á Staðastað á Snæ- fellsnesi, en fluttist með for- eldrum sínum til Neskaup- staðar í árslok 1943 og ólst þar upp. Búsettur í Skuggahlíð í Norðfjarðarhreppi og í Reykja vík og Kópavogi á árunum 1952-1970, að hann fluttist til Húsavíkur og 1971 til Akur- eyrar. Sveinsbréf í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1967. Hefur tekið virkan þátt í störfum verkalýðshreyfingar- innar frá 16 ára aldri og verið félagi í samtökum sósíalista frá sama tíma. Hefur gegnt fjölda trúnað- arstarfa fyrir Álþýðubanda- lagið og verkalýðshreyf- inguna, m.a. verið varafor- maður og formaður lðnnema- sambands íslands og fulltrúi þess í Iðnfræðsluráði. í sam- bandsstjórn Sambands bygg- ingamanna og formaður Tré- smiðafélags Akureyrar í fjögur ár, og starfsmaður þess jafn lengi. Er nú formaður Menningar- og fræðslusambands Alþýðu og hefur setið í stjórn þess frá upphafi 1969. Fulltrúi MFA í framkvæmdastjórn Fræðslu- samtaka verkalýðshreyfingar- innar á Norðurlöndum árin 1979-1982. Hefur setið í miðstjórn Alþýðubandalagsins í mörg ár, og átt hlut að útgáfu Alþýðubandalagsblaðsins og Norðurlandi. Gegnir nú starfi formanns stjórnar verkamannabústaða á Akureyri og er jafnframt starfs maður hennar. í bæjarstjórn Akureyrar fyrir Alþýðubanda- lagið frá 1978 og í bæjar- ráði frá 1982. Helgi er kvænt- ur Ragnheiði Benediktsdóttur, meinatækni og eiga þau 2 börn. Kristján Ásgeirsson Álfhóli 1, Húsavík. F. 26. júlí 1932. Foreldrar: Ásgeir Kristjánsson og Sigríður Þórðardóttir. Fæddur og uppalinn á Húsa vík og lauk þar gagnfræða- prófi 1949. Stundaði sjó- mennsku frá unglingsárum og vann við eigin útgerð á Húsa- vík frá 1953-76 að hann gerðist útgerðarstjóri Höfða hf. Hefur lengi setið í stjórn Verkalýðsfélags Húsavíkur, formaður og varaformaður í 10 ár, og í stjórn Samvinnu- félags útgerðarmanna og sjó- manna. Stjórnarformaður saumastofunnar Prýði hf. á Húsavík. Á sæti í sambands- stjórn ASÍ og VMSÍ og hefur unnið fleiri félagsstörf á vegum sjómanna og verkamanna. Kristján hefur setið í bæjar- stjórn Húsavíkur frá 1974 og bæjarráði frá sama tíma. Hann er kvæntur Erlu Helgadóttur og þriggja barna faðir. Svanfríður Jónasdóttir Sognstúni 4, Dalvík. F. 10. nóvember 1951. Foreldrar: Jónas Sigurbjörns- son og Elín Jakobsdóttir.' Svanfríður er fædd í Kefla- vík, en uppalin í Kópavogi og á Dalvík. Hún lauk kennara- prófi frá K.í. 1972 og stú- dentsprófi frá sama skóla 1973. Hefur verið við kennslu frá 1974- Forstöðumaður námsflokka tvo vetur. í stjórn Alþýðubandalagsins á Dalvík frá 1977, þar af formaður 1978-82. Var í félagsmálaráði Dalvíkur á síðasta kjörtíma- bili. En nú bæjarfulltrúi og formaður bókasafnsstrjórnar. Á sæti í miðstjórn Alþýðu- bandalagsins. Gift Jóhanni Antonssyni, og þriggja barna móðir. Soffía Guðmundsdóttir Þórunnarstræti 128, Akureyri. F. 25. janúar 1927. Foreldrar: Guðmundur S. Guðmundsson og Lára Jó- hannesdóttir. Soffía er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún lauk stúdents- prófi frá MR, stundaði tón- listarnám í Kaupmannahöfn og lauk burtfararprófi frá Konunglega Tónlistarháskól- anum þar með píanóleik sem aðalnámsgrein. Árið 1954 fluttist hún til Akureyrar og hefur kennt við Tónlistarskól- ann á Akureyri frá þeim tíma að undanskildu einu ári, er hún var við framhaldsnám í píanóleik og tónlistarfræðum við Karl Marx háskólann í Leipzig. Soffía var bæjarfulltrúi á Akureyri árin 1970-1982. Hún var formaður félagsmálaráðs Akureyrar og átti sæti í bæjar- ráði 1974-1982. Fráárinu 1974 hefur hún verið varaþingmað- ur Stefáns Jónssonar og nokkrum sinnum tekið sæti á Alþingi. Hún á sæti í mið- stjórn Alþýðubandalagsins og hefursinnt ýmsum lleiri félags- málastörfum fyrir flokkinn. Hún er nú formaður Alþýðu- bandalagsins á Akureyri. Soffía hefur ritað fjölmargar greinar í blöð og tímarit um stjórnmál, tónlist og menn- ingarmál. Þá hefur hún llutt erindaflokka í Ríkisútvarpið um tónlist og um jafnréttis- mál. Soffía hefur lengi verið í hópi þeirra, sem að útgáfu- málum sósíalista á Akureyri hafa staðið og átti sæti í ritnefnd Norðurlands. Húner gift Jóni Hafsteini Jónssyni menntaskólakennara, og eiga þau fjögur uppkomin börn. Steingrímur Jóhann Sigfússon Gunnarsstöðum, Þistilfirði. F. 4. ágúst 1955. Foreldrar: Sigfús A. Jóhanns- son og Sigríður Jóhannes- dóttir. Uppalinn á Gunnarsstöð- um. Nám við Héraðsskólann á Laugum og Menntaskólann á Akureyri, þar sem hann lauk stúdentsprófi 1976. Stundaði jarðfræðinám við Háskóla Is- lands og lauk þar B. Sc. prófi 1981 og prófi í Uppeldis- og kennslufræðum 1982. Á menntaskólaárunum var Steingrímur eitt ár skipti- nemi á Nýja-Sjálandi, en stund aði þess á milli ýmis störf til sjávar og sveita. Síðustu árin sem vörubílstjóri, jarðfræðing- ur og íþróttafréttamaður sjón- varps í hlutastarfi. Hefur unnið ýrnis félags- málastörf innan íþróttahreyf- ingarinnar og á vegum Stú- dentaráðs H. í. Á sæti í mið- stjórn Alþýðubandalagsins og laga- og skipulagsnefnd flokks ins. Kona Steingríms er Bergný Marvinsdóttir frá Selfossi. Hún lauk læknisprófi frá H.I. sl. vor, og vinnur nú sem að- stoðarlæknir á Reykjalundi.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.