Norðurland - 02.02.1983, Blaðsíða 2

Norðurland - 02.02.1983, Blaðsíða 2
NORÐURLAND Gefið út af stjórn kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmt eystra. Ábyrgðarmaður: Erlingur Sigurðarson. Aðsetur: Eiðsvallagata 18, Akureyri. Pósthólf 492, 602 Akureyri. Prentsmiðja Björns Jónssonar Kveðjuorð Félagshyggja, friður og jafiirétti Staða ríkisstjórnarinnar á Alþingi er aldeildis óviðunandi við núverandi aðstæður. Enginn öruggur meirihluti er fyrir hendi og við slík skilyrði verður ekki stjórnað. Ríkisstjórnin er því nánast starfsstjórn. Kosningar verða því að skera úr um áframhaldandi stjórnarstefnu - því fyrr, þeim mun betra. Línurnar verða að skýrast. Erfiðleika efnahagskreppunnar verður þjóðin að leysa sameiginlega, og það verður meðal annars kosið um það, hvort slíkri stefnu skuli fylgt eða stefnu „Ieíftur- sóknar" og þar með atvinnuleysis. fslenskir launþegar verða sérstaklega að gerasér Ijóst að farsælla er að starfa á grunni félagshyggju og jafn- réttis, en að karlar og konur í þessu landi skiptist ísér- hagsmunahópa þar sem hver treður skóinn af öðrum. Ekki er síður mikilvægt að menn líti víðar og gaumgæfi ástandið í skotgröfum kalda stríðsins núver- andi. Þjóðin þarf að átta sig á því að svonefnd „varnar- bandalög og varnarlið" eru í raun vígbúnaðarbanda- lög og árásarlið til alls líkleg. Viljum við frið eða ekki? Það vekur vissulega athygli nú, hversu einkynja hefur skipast á lista þeirra flokka sem staðið hafa í opnum prófkjörsslag að undanförnu. Það er nánast undan- tekning ef kona er þar í einu af fjórum efstu sætunum. Þetta er mikil breyting frá síðustu bæjar- og sveitar- stjórnakosningum og væri fróðlegt að vita ástæðurnar. Alþýðubandalagið hefur þarna nokkra sérstöðu. Hana má að einhverju leyti rekja til þeirrar umræðu um jafnréttismál sem lengi hefur farið fram í stofnunum flokksins, svo sem á landsfundum, flokksráðsfundum og í hinum ýmsu Alþýðubandalagsfélögum, svo og til starfshátta hans. Benda má á að miðstjórn flokksins er nú skipuð til jafns konum og körlum. Stjórn Alþýðu- bandalagsins á Akureyri er skipuð 4 konum og einum karli. Á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík er kona í öruggu sæti og á Suðurlandi í öðru sæti eftir forval. Tvær konur voru meðal þeirra fjögurra er flestar tilnefningar hlutu í fyrri umferð forvals Alþýðubanda- lagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Seinni umferð forvalsins er ákveðin 12. og 13. febrúkr. Allir þátttakendur eru vel hæft fólk sem vill starfa undir merki Alþýðubandalagsins, og skal engu spáð um úrslit. Þegar þau ráðast er brýnt að allir félagar og kjósendur Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjör- dæmi eystra fylki sér að baki þeim sem valist hafa til forystu og geri sigur flokksins sem stærstan í komandi Alþingiskosningum. S.Þ. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIft íbúð til sölu Til sölu er íbúðin Skarðshlíð 22f. íbúðin er fjöurra herbergja á 3. hæð í fjölbýlishúsi byggðu á vegum stjórnar verkamannabústaða og seist hún á mats- verði, samkvæmt gildandi byggingarvísitölu. Umsóknareyðublöð fást afhent á skrifstofu verka- mannabústaða að Kaupangi v/Mýraveg. Umsóknir sendist stjórn verkamannabústaða fyrir 17, febrúar nk. Akureyri, 28. janúar 1983. Stjórn verkamannabústaða. Rósberg G. Snædal f. 8. ág. 1919 d. 9. jan. 1983 Stundum erum við sátt við okkar nánustu tilveru og allt það.samferðafólk, sem við eigum að ættingjum og vinum. Og við uggum ekki að okkur og finnst að þetta ástand sé varanlegt um langa framtíð. Síðan gerist það alloft að dauðinn lætur snögglega og ó.vænt til sin taka og tilveran hefur skipt um svip, það er skarð fyrir skildi og við finnum til svíð- andi tómleikakenndar, Okkur hjónunum hafði alltaf fundist sjálfsagt að það gerðist í nokkur skipti árlega að Rósberg G... Snædal kæmi á heimili okkar sem einn af okkar bestu heimil- isvinum og ræddi við okkur um liðna daga og líðandi stund af því lífræna fjöri og einlægni, sem honum var svo eiginleg. Á meðan ekki var vík milli vina, bar fundum oft saman og hann leit inn til okkar, stundum árla dags en stundum síðla kvölds. Ævinlega heilsaði hann okkur af hlýju og fögnuði og hafði um okkur fögur orð, og þá gat okkur stundum fundist að ánægjulegt hefði verið að vera dálítið betur úr garði gerður og verðskulda þau bókstaflega. Sú stund, sem hann stóð við, var ævinlega skemmtileg sem best mátti verða. Hann hafði oftast nýjar stökur að færa, kveðnar af fimi, glettni og gáska, og nýjar urðu ti'l á stundinni og við hjálp- uðumst að við rím og hugdettur, þó að Rósberg væri raunar ekki hjálparþurfí í þeim efnum, Og hann sagði tíðindi, forn og ný og sagði frá á kjarngóðu máli, færði í stílinn og hagræddi orðum og atvikum svo að engin hætta væri á að hversdagsleikinn setti svip á umræðuefnið. Gott er nú að minnast svo góðra stunda, þó að það veki saknaðarkennd að hugsa til þess, að hér eftir gefast ekki fleiri slíkar. Þegar við komum til Akureyr- ar árið 1946, var Rósberg sá maður, sem við kynntumst einna fyrst og best af bæjarbú- um. Hann var þá ritstjóri „Verkamannsins" og sú staða þótti á þeim árum hvorki vegleg né arðvænleg og hefur að líkind- um mátt teljast til þegnskyldu- vinnu. Kynnin við Rósberg voru okkur mikils virði því að auk þess sem við nutum hans lífræna og sérstæða persónuleika, kom hann okkur fljótlega í kynni við bæjarskáldin, Heiðrek Guð- mundsson, Kristján frá Djúpa- læk, Guðmund Frímann, Sigurð Róbertsson, Davíð Áskelsson og fleiri, Þessi kynni hafa orðið okkur dýrmæt og heldur væri dauf- legra um að litast í veröld minn- inganna hefðu þessir menn og þeirra konur aldrei komið þar víð sögu. Leíðir okkar Rósbergs hafa legið nokkuð mikið saman á liðnum árum, bæði í einkamál- um og ekki síður í félagsmálum og einnig kenndi hann um skeið við Barnaskóla Akureyrar, þar sem ég var húsvörður. Kennslustarf fór honum vel úrhendi og ekki mun hann hafa þurft stríða við agavandamál, því að honum var lagið að vera félagi nemanda sinna og smá- munasemi átti hann ekki til. Rósberg var giftur Hólmfríði Magnúsdóttur, hins þjóðkunna fræðimanns á Syðra-Hóli í Húnaþingi, og konu hans, Jóhönnu Albertsdóttir. Hólmfríður er hin ágætasta kona, eins og hún á ætt til og heimili þeirra hjóna var hið geð- felldasta og þar var gott að koma sem gestur, Þau hjónin slitu samvistum fyrir allmörgum árum, Börn þeirra hafa Öll reynst hinar mætustu manneskjur og hafa erft mannkosti og margvis- lega hæfni frá foreldrum sínum, Þau eru: LEIKFELAG AKUREYRAR SÝNIR: Bréfberann frá Arles eftir Errtst Bruun Olsen í þýðingu Úlís Hjörvars. Leikstjóri: Haukur Gunnarsson Leikmynd: Svein Lund-Roland FRUMSYNING föstudag 4. feb. kl, 20,30. Önnur sýning sunnudag 6. febrúar kl, 20,30, Miðasala opin alla virka daga nema mánudaga kl. 17-19, sýningardaga kl. 17-20.30, Sími 24073. Samsýning myndlistarmannaá Akureyri í fordyri leikhússins er opnuð kl. 19.30 sýningardagana. Auglýsing um greiðslu þinggjalda 1983 á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu. Þar til álagning 1983 liggur fyrir skal hver gjald- andi greiða á hverjum gjalddaga 14% þelrra þinggjalda er honum bar að greiða á árinu 1982, Gjalddagar á árinu eru 10, hinn 1. hvers mánað- ar, nema mánuðina janúar og júlí. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu, 31, janúar 1983, KJÖRSEÐILL í síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins 12. og 13febrúar 1983- •o 5C w Dagný Marinósdóttir, húsfreyja, Sauðanesi, Langanesi. Erlingur Sigurðarson, kennari, Akureyri. Eysteinn Sigurðsson, bóndi, Arnarvatni, Mývatnssveit. Helgi Guðmundsson, trésmiður, Akureyri, Kristján Asgeirsson, útgerðarstjóri, Húsavík. Soffía Guðmundsdóttir, tónlistarkennari, Akureyri, Steingrímur J. Sigfússon, jarðfrajðingur, Gunnarsstöðum, Þistilfirði. Svanfríður Jónasdóttir, bæjarfulltrúi, Dalvík. í 6. greín í forvalsreglum Alþýðubandalagsins segir: „Kjósandí merki við fjögur nöfn á seðlinum með tölunum 1 til 4 eins og hann óskar að þeim sé raðað á framboðslistann . . ." 2 -NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.