Norðurland - 02.02.1983, Blaðsíða 4

Norðurland - 02.02.1983, Blaðsíða 4
NORÐURLAND Miðvikudagur 2. febrúar 1983 Eiðsvallagata 18, 602 Akureyri. Pósthólf 492, Sími 2-18-75 Forvalsreglur Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra Fyrri umferð forvalsins fór fram um miðjan janúar. Hér verða ekki endurbirtar þær greinar úr forvals- reglunum sem hana varða, heldur látið nægja að birta 5.-8. grein sem taka til síðari umferðar. Sérstök athygli er vakin á 6. grein. 5- gr- A kjörseðli síðara áfanga standa nöfn þeirra átta manna er flest atkvæði hlutu í fyrri áfanga forvalsins og gefa kost á sér til síðari áfanga, ásamt heimilisfangi aldri og atvinnu. Verði tveir eða fleiri jafnir til áttunda sætis í fyrri áfanga hljóta þeir allir tilnefningu til síðari áfanga. Uppstillingar- nefnd er heimilt að bæta tveim nöfnum á kjörseðil síðari áfanga forvalsins. 6. gr. Kjósandi merki við fjögur nöfn á seðlinum, með tölunum 1 til 4 eins og hann óskar að þeim sér raðað á framboðslist- ann. Aðeins teljast fyrstu fjögur sætin sé merkt við fleiri. 7. gr. Reglur um talningu atkvæða úr síðari umferð eru þessar: I fyrsta sæti er sá kjörinn er flest atkvæði hlýtur í það sæti. Séu tveireðafleirijafnirað atkvæðum ræður samanlagður fjöldi atkvæða í fyrsta og annað sæti. Sé enn jafnt skal telja þriðja sæti með og þá hið fjórða ef mað þarf. í annað til fjórða sæti er kjörinn sá er flest atkvæði fær í hvert sæti, að viðbættum þeim atkvæðum sem hann fær í efri sæti án vægis. Verði tveir eða fleiri jafnir er beitt sömu aðferð og við skipan í fyrsta sæti. 8. gr. Uppstillingarnefnd raðar í sæti á framboðslista til alþingis- kosninga að loknu forvali. Niðurstöður forvals eru ekki bindandi. Uppstillingarnefnd leggur tillögur sínar að listanum fyrir kjördæmisráð til endanlegs frágangs og samþykkis. Alþýðubandalagið á Akureyri heldur fund um Stjórnarskrár- og kjördæmamál í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, fimmtudaginn 10. feb. kl. 20.30. Stundvíslega. Framsögu hefur RAGNAR ARNALDS, fjármálaráð- herra og fulltrúi í stjórnarskrárnefnd. Fjölmennið og takið þátt i umræðum um þessi mikils- verðu mál. Stjórn ABA. Forval 12. og 13. febrúar: Hvar og hvenær? Síðari umferð forvals Alþýðubandalagsins um skipan framboðslista flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra fer fram laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. febrúar svo sem hér segir: ÓLAFSFJÖRÐUR: Laugardaginn 12. febrúar, staður og tími auglýst síðar. DALVÍK: í Bergþórshvoli, laugardaginn 12. febrúar kl. 13-17 og sunnu- daginn 13. febrúar kl. 13-15. AKUREYRI: í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, laugardaginn 12. febrúar kl. 13-16 og sunnudaginn 13. febrúar kl. 13-18. HÚSAVÍK: í Snælandi, laugardaginn 12. febrúar kl. 10-12 og 13-16. S-ÞINGEYJARSÝSLA: Að Helluhrauni 14 í Mývatnssveit, laugardaginn 12. febrúar og í Garði 3, sunnudaginn 13. febrúar, til kl. 17. Annars staðar verður farið með kjörgögn til félaga. RAUFARHÖFN: í félagsheimilinu Hnitbjörgum, laugardaginn 12. febrú- ar. Tími nánar auglýstur síðar. ÞÓRSHÖFN OG NÁGRENNI: Að Vesturvegi 5, laugardaginn 12. febrúar kl. 13-16 og sunnudaginn 13. febrúar kl. 13-14. REYKJAVÍK: Á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3 í vikunni fyrir kjördaga á skrifstofutíma kl. 9-17. Heitt verður á könnunni forvalsdagana. Unnt er að kjósa utan kjörfundar og ber þeim sem þess óska að snúa sér til uppstiliingarnefndarmanna á hverjum stað. Allar nánari upplýsingar veitir uppstiilingarnefnd: Páll Hlöðvesson, Akureyri, formaður. Ragnar Sigfússon, Gunnarsstöðum, Þistilfirði. Sigríður Stefánsdóttir, Akureyri. Ólafur Sigurðsson, Dalvík. Björn Þór Ólafsson, Ólafsfirði. Örn Jóhannsson, Húsavík. Sigurður R. Ragnarsson, Mývatnssveit. Þorsteinn Hallsson, Raufarhöfn. '------------------------. Frá stjórn Kjördæmisráðs Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu verður síðari umferð forvals Alþýðu- bandalagsins, dagana 12. og 13. febrúar. Stjórn Kjör- dæmisráðs væntir þess að hún fari vel fram í hvívetna og skorar á flokksmenn að taka þátt í henni og hafa þannig áhrif á skipan fram- boðslista flokksins við kom- andi Alþingiskosningar. Þá heitir stjórnin á aðra stuðn- ingsmenn Alþýðubandalags- ins en þá sem þegar eru flokksbundnir að stíga skref- ið alla leið í flokkinn og nýta sér það tækifæri sem nú býðst til að ráða framboðs- málurn í kjördæminu. En verurn minnug þess að „sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér“. Hinn sameiginlegi andstæðingur er gjörvaldt afturhald þessa lands. Allir þeir sem þátt taka í forvalinu er samherj- ar, sem kjósa að heyja baráttu sína undir merki og stefnu Alþýðubandalagsins og Sósíalismans. í Alþýðu- bandalaginu tíðkast ekki opinber uppboð né hjaðn- ingavíg á opnum prófkjörs- markaði. Eftir forvalið gengur upp- stillingarnefnd endanlega frá listanum og leggur hann full- skipaðan fyrir aukaþing kjördæmisráðs. Að líkindum verður sá fundur unt fyrstu helgi í mars ef ytri aðstæður leyfa. Á þinginu verður einnig mótuð stefnuskrá flokksins og tilhögun kosn- ingastarfsins og er brýnt að þau mál verði áður tekin til urnræðu í flokksfélögunum. Stjórn Kjördæmisráðs heitir á alla stuðningsmenn Alþýðubandalagsins að fylkja liði og gera sigur þess sem glæsilegastan í komandi kosningum. VIKUNNAR Bandalag um ekki neitt Næsta kostuleg flokksstofnun hefur nýlega átt sér stað. Vilmundur Gylfason, ásamt nokkrum tugum karla og kvenna hafa komið sér saman um að setjast saman í miðstjórn fyrir fyrirbæri sem kallar sig Bandalag jafnaðarmanna. Foringinn, Vilmundur Gylfason sjálfur, mætti í sjónvarpssal á dögunum og átti að svara fyrir- spurnum fréttamanna um pólitík hins nýja bandalags. Litlu nær hafa áhorfendur orðið um fyrirheitna landið sem oddvitinn boðaði, að ekki sé nú talað um úrlausnir á vandamálum nú- tímans. Menn eiga að vera ábyrgir gerða sinna, segir Vilmundur Gylfason. Frjáisir menn eiga að semja um alla hluti í „frjálsum samningum". Semdu við atvinnurekanda þinn um kaupið í næstu viku eða mánuði og gefðu skít í það sem gerist í kring um þig í launamálum. Semdu um verðtryggingu launa þinna og stofnaðu verka- lýðsfélag, með nokkrum vinnufélögum þínum og heimtaðu þinn rétt til að lifa eins og maður og skiptu þér ekki af því sem gerist á öðrum vinnustöðum, hjá öðrum dúkkuverkalýðsfélög- um. Frjálsum mönnum sæmir best að selja öðrum frjálsum mönnum vinnu sína á því verði sem um semst í það og það skiptið og slumpa á einhverja verðtryggingu launanna ef svo býður við að horfa. Ef samningar ekki takast; þá það, þú ert meira að segja frjáls af því að vinna fyrir ekki neitt, eða hunskast heim. Vilmundur Gylfason lýsir samtökum sinum sem einni heljar stórri regnhlíf, sem væntan- lega á að geta hlíft hinum ólíkustu aðilum sem undir henni vilja norpa, við slagviðrum norðurs- ins. Sjálfur heldur hann svo á regnhlífinni og rýnir út í hina pólitísku rigningu og lýsir því yfir, að hann hafi stofnað samtök um að koma á framtíðarþjóðfélaginu, þar sem þjóðin getur lifað i pólitísku góðviðri, fullkomlega laus við kerfiskalla og möppudýr nútimans. Sundurgerðin úr hugmyndafræði bandalags jafnaðarmanna er slík að með engu móti verður staðhæft að það sé bandalag um jöfnuð í þjóð- félaginu. Þvert á móti. Niðurrif verkalýðshreyf- ingarinnar í aragrúa af smáfélögum mundi ekki leiða til.annars en að skapa stórkostlega ringul- reið og mismunum í launamálum. Hitt yrði þó miklu alvarlegra að með slíku fyrirkomulagi ætti launafólk varfa nokkurn marktækan sameigin- legan málssvara gagnvart sameinuðum atvinnu rekendum því foringjanum hefur alveg láðst að reikna með þeim möguleika að samtök atvinnu- rekenda yrðu ekki leyst upp í frumeindir sínar eins og verkalýðsfélögin. Eftir stæði sú staðreynd að hinir veiku mættu bera harm sinn í hljóði á meðan þeir sterku gætu lifað í vellyst- ingum praktuglega. Draumsýn um fegurra mannlíf er mikilvægur hvati í stjórnmálabaráttu. Án slíkrar draumsýn- ar hefði verkalýðsstéttin aldrei risið úr öskustó fátæktarinnar. En á milli draumsýnar og tálvonar geta skilin verið harla óljós. Vilmundur Gylfason gaf ekki viðhlítandi svör við spurn- ingum fréttamanna um pólitísk úrlausnarefni nútímans. Framtíðarsýnina vafði hann inn í ótrúlegt málskrúð þar sem röksemdafærslan var ekki haldbetri en svo að framtíðardraum- urinn getur hvenær sem er breyst í martröð þess manns sem verður að láta sér nægja regnhlífina eina sem húsaskjól. Þjóðin hefur eignast bandalag um ekki neitt. Klói.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.