Norðurland - 18.03.1983, Blaðsíða 4

Norðurland - 18.03.1983, Blaðsíða 4
Nokkrar hagnýtar upplýsingar um orkuverð til ísal Með ýtarlegri gagnasöfnun, hef- ur iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson lagt fram svo óvéfengjanlegar sannanir um skatt-sviksamlegar aðferðir auð hringsins Alusuisse hér á landi, að ekki einu sinni mogginn þorir að mæla í móti. Með sömu vinnubrögðum hefur Hjörleifur Guttormsson sýnt fram á allar forsendur rafmagnssamnings- ins, milli Alusuisse og íslenska ríkisins, eru brostnar og breyt- inga er þörf. Þessi vinnubrögð iðnaðar- ráðherra hafa talsmenn Alusuisse á íslandi reynt að gera hlægileg, og segja m.a. að ekkert hafi verið gert í málinu nema skrifa og safna skýrslufargani. Hinu skulu menn ekki gleyma, að þegar svik Alusuisse voru dreg- in fram í dagsljósið, þá skrifuðu vinnumenn Alusuisse í Morgun blaðinu að Hjörleifur væri af pólitísku ofstæki að bera rangar sakagiftir á blásaklausa menn. Þau gögn sem iðnaðarráð- herra hefur safnað saman, liggja nú fyrir á einum stað sem „fylgi- skjöl með frumvarpi til laga um leiðréttingu á orkuverði til ÍSAL“. Þessi gögn hafa meðal annars gert það að verkum að raddir um pólitískar ofsóknir og sak- lausan auðhring hafa þagnað og enginn andmælir því lengur, að raforkuverð til auðhringsins eigi að hækka. Eftir stendur sú ásökun ál- flokkanna þriggja, að Hjörleif- ur hafi aldrei viljað semja við Alusuisse. Þessu reynir Mogg- inn, í krafti 45.000 eintaka á hverjum degi, að fá landsmenn til að trúa, og liðsauki hefur borist frá Framsókn og Kröt- um. Ein hugsanleg skýring er, að álflokkarnir geta ekki hugsað sér að Hjörleifur Guttorms- son og Alþýðubandalagið fái heiðurinn af álmálinu svokall- aða. Hvaða hugsanlegar skýr- ingar eru til fleiri? LANDSVIRKJl N — meðalheildsöluverð á raforku S.iiu.inburður á þróuu a ralyrkuverði lil I>leii'k.i altélag'iii' og ilinennínu'-u 107(1 71 72 73 74 75 76 77 7S 70 10X1) XI S2 S3 Ályktunin er svohljóðandi: Aðalfundur Verkalýðsfélags- ins Einingar, haldinn í Alþýðu- húsinu á Akureyri 13. mars 1983, samþykkir að skora á stjórn Utgerðarfélags Akureyr- inga hf. og bæjaryfirvöld að beita sér nú þegar fyrir því að bæta við skipakost félagsins, einkum með tilliti til þess mikla samdráttar, sem hefur átt sér stað á vinnumarkaðinum og allt útlit er fyrir að haldi áfram enn um sinn. Eins og kunnugt er hefur Sól- bak verið lagt, og hann af- skrifaður ónýtur. Ekki virðist skipið þó ónýtara en svo að íslendingur nokkur sem stundar óskilgreindan útveg einhvers- staðar við þann gagnmerka stað er Flórída nefnist, vildi kaupa skipið og ekki til niðurrifs. Enn er Sólbakur í Akureyr- arhöfn og alls ekki víst að hinn íslenski útgerðarmaður í vestur- heimi muni nokkurn tíma fá skipið, þar sem íslensk yfirvöld hafa annan skilning á hvað niðurrif er en vesturíslending- urinn og vilja þar af leiðandi ekki greiða úr úreldingarsjóði fyrir skip sem á að halda áfram að nota þó í fjarlægu landi sé. Stjórn Útgerðarfélagsins hugar nú að smíðum á nýju skipi en hefur áður reynt að fá keypt skip hér innan lands en ekki tekist. Innflutningur skipa er sem kunnugt er bannaður. í meirihlutasamningi bæjar- stjórnar Akureyrarerfjallað um að bæjarstjórn skapi skilyrði til þess að skip verði smíðað fyrir ÚA hjá Slippstöðinni. Vorksmiðjustaður Land Stæró (þús. tonn) Orkuveró (mill/kv?h) Eignaraðild . Alusuisse (%) Essen hýskaland 130 20,0 100 Rheinfelden Þýskaland 64 30,0 100 Straumsvik ísland 88 6,5 100 Steg Sviss 48 17,0 100 Chippis Sviss 30 17,0 100 Salzburg Austurriki 12 18,0 100 Ikisnes Noregur 72 11,5 75 New Jchnsonville Bandarikin 131 32,0 60 Lake Charles Bandarikin 33 32,0 60 Hannibal Bandarikin 236 20,0 40 Porto Marghera ítalia 30 15,0 50 Fusina ítalia 30 15,0 50 Ridiard Bay Suóur Afrika 80 17,0 22 Samtals vegið meóaltal 984 20,0 68 Raforkuverð í álverksmiðjum Alusuisse i júli 1982 Úr skýrslu starfshópa um raforkuverð til ÍSAL Alusuisse á eignaraðild að 13 álverksmiðjum í 8 löndum. Meðal orkuverð til þessara ál- verksmiðja er 20mill/kWh. Lægsta orkuverðið er hjá ÍSAL, sjá mynd. .... Að mati starfshópsins er Mill er einn þúsundasti úr bandaríkjadal kWh er kílówattstund. munur á orkuverði til almenn- ingasveitna og stóriðju orðinn óeðlilega mikill. Miðað viðeðli- lega kostnaðarskiptingu virðist raunhæft að reikna með því að stóriðja greiði orkuverð sem nemur a.m.k. 65% af verði til almenningsveitna. Samkvæmt því ætti ÍSAL að greiða nú um 20 mill/kWh. Nýr togari til Akureyrar! Vilja nýjan togara Aflabrögð Húsavíkurbáta hafa verið afar léleg - í janúar og febrúar og sex bátar hafa þegar farið til róðra í aðra landshluta. Þessir bátar eru: Sæborg 45 lestir, Kristbjörg45 lestir, Björg Jónsdóttir 70 lestir, Geiri Péturs 120 lestir, Sigþór 150 lestir. Allir þessir bátar róa frá Snæfells- nesi en auk þess rær Skálaberg 35 lestir, frá Þorlákshöfn. Báta- aflinn í janúar og febrúar 1982 var tæplega 700 tonn en var á sama tíma í ár 160 tonn. Kristján Ásgeirsson útgerðar- stjóri upplýsti Norðurland um að afli togaranna, Júlíusar, Hafsteins og Kolbeinseyjar hafi hins vegar verið svipaður og í fyrra eða 650-700 tonn. Afli smábátanna hefur hins vegar heldur glæðst undan- farna daga á Iínu og í net. Þá eru sjómenn farnir að huga að grá- sleppuveiðinni og taldi Kristján sæmilega horfa með verð fyrir hrognin í ár. Rauðmagaveiðin hefur verið sáralítil hingað til. Hinn litli afli í janúar og febrúar hefur að sjálfsögðu valdið erfiðleikum í rekstri Fiskiðjusambandsins. Hingað til hefur starfsfólkinu þó ekki verið sagt upp. Eru menn vongóðir um að ekki komi til atvinnuleysis héðan af í vor. Kristján Ásgeirsson sagði að rekstur Kolbeinseyjar sem Slipp stöðin afhenti Höfða hf. vorið 1981 hafi gendið mjög vel. Skipið hefur reynst afburða gott og vel fengsælt. Sérstaklega hefur það reynst sparneytið á eldsneyti. Áhugi er fyrir því á Húsavík að fá ný skip í stað Júlíusar Hafsteins, sem kominn ernokk- uð til ára sinna en er auk þess fullstórt. Sagði Kristján freist- andi að semja um smíði nýs skips við Slippstöðina, þó alveg sérstaklega ef gamla skipið gæti gengið uppí smíði hins nýja. Kristján situr í bæjarstjórn Húsavíkur fyrir Alþýðubanda- lagið svo talið berst að fjár- hagsáætlun bæjarsjóðs. - Hún er tilbúin hjá okkur til síðari umræðu og verður tekin til af- greiðslu í bæjarstjórn næstkom- andi fimmtudag. Það er eins hjá okkur og öðrum sveitarfélögum yfirleitt. Rekstrarkostnaður bæjarsjóðs sem hlutfall af tekjum fer sífellt hækkandi. Núna fara um 90% af tekjum til beinna rekstrar gjalda. Atvinnumál á Eyjafjarðarsvæð- inu hafa mjög verið til umræðu síðustu misserin, enda sýna tölúr um atvinnuleysisskrán- ingu að þeim sem tímabundið eru atvinnulausir hefur. heldur fjölgað. Atvinnuleysisskráning- in á Akureyri sl. mánuð svaraði til þess að um 130 manns hefðu verið atvinnulausir allan mán- uðinn. Á aðalfundi Einingar sem haldinn var á dögunum vargerð ályktun um endurnýjun skipa Útgerðarfélagsins. 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.