Norðurland - 25.03.1983, Síða 1

Norðurland - 25.03.1983, Síða 1
NORÐURIAND 8. árgangur Föstudagur 25. mars 1983 3. tölublað Gefið út af stjórn kjördæmaráðs Alþýðubandalagsins í Norð- urlandskjördæmi eystra. Ritnefnd: Helgi Guðmundsson (áb), Erlingur Sigurðarson, Þröstur Ás- mundsson, Steinar Þorsteinsson, Steingrímur J. Sigfússon. Aðsetur: Eiðsvallagata 18, Akureyri, sími 21875 Pósthólf 492, 602 Akureyri. Prentsmiðja Björns Jónssonar. Bygging Síðuskóla hefst í haust Fjárhagsáætlun Akureyrr fyrir árið 1983 var afgreidd við aðra umræðu í bæjarstjórn Akureyr- ar sl. þriðjudag. Niðurstöðu- tala rekstraráætlunar er kr. 251.706.000. Útsvör eru hæsti tekjuliðurinn uppá 117.000.000, þar næst koma fasteignaskattur 41.715.000, aðstöðugjöld 31.400.000 og jöfnunarsjóðs- gjald 28.000.00. Aðrar tekjur nema milli 60-70 milljónum. Til nýframkvæmda er varið kr. 35.575.000. Til svæðisíþrótta- húss er áætlað að veija 10.600.000 en þar af eru tilgreiðslur á skuld- um síðastliðins árs 8.600.000. Framkvæmdir við svæðis- íþróttahúsið verða þá mjög litlar á yfirstandandi ári. I verk- menntaskóiann á að verja 10.000.000, í nýbyggingu Fjórð- ungssjúkrahússins kr. 5.225.000 og í nýjan skóla í Síðuhverfi kr. 4.000.000. Ástandið í skólamálum í Síðuhverfi hefur verið mjög slæmt. Hafa nemendur úr hverf- inu verið fluttir í skóla í öðrum hverfum bæjarins. Framkvæmd- ir munu hefjast í haust og er reiknað með að kennsla geti hafist í skólanum að ári. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins höfðu áður gert harða atlögu að meirihlutanum í því skyni að_ fá fasteignaskatta lækkaða. Á það var ekki fallist. Þá lýstu fulltrúar flokksins andstöðu sinni við áætlaðar lán- tökur og töldu þær of miklar. Sátu þeir að lokum hjá við at- kvæðagreiðslu um fjárhagsáætl- unina. Þess má geta til gamans að Tryggvi Pálsson fyrrverandi varabæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins skammaði bæjarfull- trúa fyrir ótta við lántökur til framkvæmda á fjölmennum at- vinnumálafundi bygginga- manna sl. miðvikudag, svo ekki eru þeir sjálfstæðismenn á einu máii í þessu efni. Fjárhagsáætlunin var af- greidd með 7 atkvæðum, sex atkvæðum meirihlutans og at- kvæði bæjarfulltrúa Alþýðu- flokksins Freys Ofeigssonar. Helgi Guðmundsson bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins ræddi á bæjarstjórnarfundin- um það erfiða efnahagsástand sem áætlunin er gerð við. Bókun sem hann lagði fram á fundinum er birt á bls. 7. Hafnarstræti á Akureyri hefur verið gert að göngugötu. Framkvæmdum verður haldið áfram á yfirstandandi ári. „Brennt barn forðast eldinn“ Steingrímur Sig- fússon um kosn- ingayfirlýsingu íhaldsins bls. 2 „Prúðu leikararnir" Einar Kristjáns- son skrifar Pistil vikunnar. Baksíða Jauðsyn á betra samstarfi neyt- bls. 2 „Þetta verða örlagaríkustu kosningar um áratuga skeið“ Viðtal við Svavar Gests- son í opnu. „Vildi fá að lifa þann dag að framleiðslustétt- irnar væru metnar að verðleikum" Rætt við Svan- fríði Jónasdóttur bls. 2 ___________________/ Lífsstefna - Umræöa um efnahagsmál undir þröngu sjónarhorni og með tilheyrandi talnaflóði, leiðir til þess að minna en skyldi er fjallað um stjórnmáiin, mannlífspólitíkina og hugsjónirnar sem þó skipta mönnum í flokka. Það er enn brýnna en áður að undirstrika þetta þegar reynt er að Islá striki yfir þá staðreynd að djúpstæður ágreiningur ríkir milli allra flokka hægra megin í stjórnmálum og hins vegar Alþýðubandalagsins um sjálfstæðismál, af- stöðuna til NATO og hvert skuli vera framlag íslands til baráttunnar fyrir friði. Það er full ástæða til að benda rækilega á þennan grundvailarágreining í islenskum stjórnmálum, einkum ungu fólki og nýjum kjósendum. Frá því ísland gerðist aðili að NATO hefur þjóðin í raun afsalað sér rétti sínum og skyldu til að fylgja sjálf- stæðri utanríkisstefnu. Fylgismenn NATO sækja sín steingeldu rök í flugmóðurskip kalda stríðsins, sem | skipti heiminum í tvennt og gerði smáþjóðirnar að tagl- Ihnýtingum stórveldanna. Aldrei - í neinu sem skiptir máii - hefur ísland mótað sjálfstæða stefnu. Undan- tekning er landhelgismálið, enda skal það eftirlátið les- endum að rifja upp hverjir höfðu forgöngu í því máli og við hverja var að eiga innanlands og erlendis uns sigur vannst. Afstaða íslands á alþjóðavettvangi mótast af því hvernig vindarnir blása í Washington. Það þarf andlegan ræfildóm og óheilindi til að neita þessari staðreynd. IAIþýðubandalagið eitt hefur hamrað á því að Islend- ingar sýni þann manndóm að taka utanrikismálin í eigin hendur og skipi sér á bekk með hlutlausum, friðelskandi þjóðum. Þetta táknar fyrst og fremst að herstöðvar Bandaríkjanna á íslandi verði lagðar niður og landið gangi úr hernaðarbandalaginu NATO. Þetta væri liður í þeirri alþjóðlegu „valddreifingu" sem nauðsynleg er til að slaka á spennu í heiminum. Hvað þýðir það í raun og veru fyrir smáþjóð að þola erlendar hersveitir í landi sínu áratugum saman? Sam- rýmist það fullveldi einnar þjóðar að leyfa í landi sínu erlendar hersveitir, sem eru í raun úrslita valdaaðili ef forráðamönnum þeirra sýnist svo? Ef um aðra væri að ræða en okkur sjálfa, vefðist ekki fyrir okkur að svara þessu neitandi. En sjálfsblekking natosinna leyfir þeim ekki að hugsa þessa hugsun til enda. dnnur hlið er á þessu máli sem snýr að framtíðinni. Það er sú hætta að herstöðvar NATO á íslandi eitri svo dauðastefna út frá sér að þær lami eða brjóti smám saman niður sjálfstæðisvilja og þrótt þjóðarinnar til fullveldis. Ekki þarf neina óvenjulega skarp skyggni til að sjá fyrir slíkar afleiðingar iangvarandi hersetu. Natosinnar taka því á sig meiri ábyrgð en þeirgeta risiðundir. Óafvitandi vega þeir að því sem mest er um vert: sjálfsvirðingu og þjóð- legu stolti íslendinga. Þetta er sú dauðastefna her- stöðvasinna sem snýr innávið. Alþýðubandalagið lítur því á baráttu sína sem lifandi framhald hinnar gömlu sjálfstæðisbaráttu. Eins og hin gamla er hin nýja sjálf- stæðisbarátta ekki einungis mál skynseminnar heldur einnig hjartans mál og það Ijær henni sinn sérstaka lit og hita. Um allan heim teigir sig herstöðvanet Bandaríkjanna. Tilgangurinn með þessum hrikalega vopnabúnaði er ekki fyrst og fremst að stemma stigu við árás á Banda- ríkin. Hlutverk hernaðarmaskínunnar er ekki síst að tryggja völd og stöðu auðhringa og festa í sessi fallvalta kúgara og forréttindastéttir. Ekki vegna undirróðurs „heimskommúnismans", heldur vegna félagslegs órétt- lætis og ójöfnuðar í þessum löndum. Það eru „banda- menn“ okkar í NATO sem fjármagna og stjórna þessum herferðum gegn fátæku og réttlausu fólki. Svona „bandamenn" viljum við ekki hafa. Þess vegna hafnar Alþýðubandalagið aðiid íslands að NATO. Síðustu misseri hefur friðarbaráttan átt sívaxandi fylgi að fagna á Vesturlöndum. Á íslandi hefur Alþýðubanda- lagið haft forgöngu um að kynna málstað hennar. En fleiri hafa lagt baráttunni lið og eygja í henni vonina um að mannkyni auðnist að snúa af braut dauðastefnunn- ar. Allir verða að gera sér Ijóst að framlag íslendinga til friðarbaráttunnar getur einungis verið að taka til í okkar eigin garði. Það þýðir nákvæmlega: úrsögn úr NATO og brottför hersins. Það á að vera framlag okkar til að rjúfa vítahring hernaðarstefnunnar. Þakkarvert er þegar fólk talar um nauðsyn friðar og afvopnunar, eins og ýmsir aðilar hafa gert. Meira er um vert að taka til höndum og losa sitt eigið land úr neti hernaðarbandalaga og vígbúnaðarkapphlaups. Að því mun Alþýðubandalagið vinna. Því fleiri sem fylkja sér um þessa stefnu, þeim mun árangursríkari verður barátta Alþýðubandalagsins. Þ. Á.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.