Norðurland - 25.03.1983, Blaðsíða 2

Norðurland - 25.03.1983, Blaðsíða 2
Landbúnaður er undirstaða mikilvægs iðnaðar Fréttir af ráðstefnu um landbúnaðarmál, sem haldin var á Akureyri um sl. helgi Um síðustu helgi gekkst Alþýðu- bandalagið fyrir ráðstefnu um landbúnaðarmál sem haldin var á Akureyri. Það er ætlunin að skýra hér frá gangi ráðstefn- unnar og reifa nokkuð af því markverðasta sem þar kom fram í máli frummælenda og annarra ræðumanna að mati undirritaðs. Ræðum einstakra frummælenda verða ekki gerð sérstök skil, heldur fjallað um nokkra málaflokka sem fyrir- ferðamiklir voru í umræðunni. Hér verður þó engann veginn um tæmandi upptaldningu að ræða. Ráðstefnan var vel sótt og komu yfir 40 manns víða að af landinu. Nokkur bið varð á því að ráðstefnan gæti hafist en þegar ráðstefnugestir af Suður- Vestur og Austurlandi voru mættir til leiks á föstudags- kvöldið setti Ragnar Arnalds fjármálaráðherra ráðstefnuna og bauð gesti velkomna. Ráð- herrann drap síðan á nokkur veigamikil atriði hvað varðar stöðu landbúnaðarins í dag og kom m.a. inn á rekstrarvanda Áburðarverksmiðju ríkisins og þá gífurlegu verðhækkun á áburði sem við blasir verði ekkert að gert. Hann ræddi síðan möguleika til lausnar þessum vanda og sagði fullan skilning innan ríkisstjórnarinn- ar á mikilvægi málsins fyrir bændur. Að lokinni setningarræðu hófst flutningur framsöguerinda og voru flutt þrjú erindi á föstu- dagskvöld, ásamt með fyrir- spurnum og stuttum umræðum. Að morgni laugardags hófst ráðstefnan aftur og stóð linnu- lítið til kvölds. Flutt voru sjö framsöguerindi og síðan voru almennar umræður. I lokin voru kynnt drög að ályktun ráðstefn- unnar og skipuð nefnd til að ganga endanlega frá henni. Að því loknu var ráðstefnunni slitið og hélt hver til síns heima eftir því sem ferðir og veðurguðir leyfðu. Markaðsmál og nýjar búgreinar. Talsverðar umræður urðu um markaðsmál landbúnaðarins og kom fram að þar væru ýmsir möguleikar lítt eða ekki reyndir. Möguleikar í útflutningi væru bundnir við að verðleggja ís- lenska framleiðslu sem sérstak- lega voru í hæsta gæðaflokki. Skýrt var frá tilraun sem gerð var í haust með að flytja út unnið kjöt í vönduðum pakkningum og virðast þar vera möguleik- ar sem huga þarf betur að. Þá var og rætt um möguleikana á að vinna úr framleiðslunni út á framleiðslusvæðunum og styrkja þannig atvinnulífið í dreifbýl- inu. Nokkuð var rætt um nýjar bú- greinar og kom fram í máli framsögumanns Jóns Árnason- ar ráðunauts að á sviði loðdýra- ræktar fælust verulegir mögu- leikar. Þar gefst og kjörið tæki- færi til að skipuleggja nýja atvinnugrein frá grunni, ef rétt verður á málum haldið. Leyfum til loðdýraræktar þarf að úthluta með tilliti til þess hvar og í hve miklu magni hráefni til fóðurframleiðslu fell- ur til. Lögð var áhersla á það að nýjar búgreinar ættu fyrst og fremst að styrkja þá byggð sem fyrir er. Einnig gefst með tilkomu nýrra búgreina tækifæri til að færa framleiðslugreinar milli svæða til betra samræmis við landkosti en nú er. Forsenda alls þessa er stjórnun og heildar- skipulagning landbúnaðarins með sérstöku tilliti til landkosta, landverndar og byggjajafnvæg- is. Efla þarf innlenda fóður- framleiðslu. Lögð var sérstök áhersla á eflingu innlendrar fóðurfram- leiðslu, heimaöflun og sjálfs- nægtabúskap. Stórlega má bæta heyverkun með bættri meðferð, súgþurkun og/eða votheysverk- un, heyköglum o.fl. Ymislegt sem varðar bætta meðferð bú- stofns heyrir og undir þetta og sýnt var með dæmum fram á sambandið milli vetrarfóðrun- ar og beitarálags í sumarhög- um. Fjallað var um úrvinnslu- iðnað sem byggir á hráefnum frá landbúnaði og sérstakir fulltrú- ar iðnaðardeildar sambandsins skýrðu frá rekstri þess fyrirtæk- is og framtíðarhorfum á því sviði. Kom fram að meðaukinni fullvinslu á sumum sviðum geta verksmiðjurnar bæði aukið veru lega verðmæti framleiðslunnar og fjölgað starfsfólki. Fram kom að full þörf væri á því að efla tengsl bænda, sem fram- leiðenda hráefnis, og iðnaðar- ins. Rætt var um kynbætur og ræktun í því sambandi og nauðsyn á bættri hráefnismeð- ferð. Af hálfu bænda kom hinsvegar fram að hið lága verð sem fæst fyrir til að mynda ull og gærur er ekki hvetjandi hvað þetta varðar. Þá var nokkuð fjallað um launamál bænda og þess fólks sem starfar við úrvinnslu á land- búnaðarafurðum. Varað var sérstaklega við afleiðingum af því að þessar stéttir festust í sessi sem lágtekjuhópar. Samstarf bænda og neytenda er of lítið. Eulltrúi neytenda og sá sem í framsögu flutti þeirra viðhorf til landbúnaðarins var Jóhannes Gunnarsson varaformaður neytendasamtakanna. Kom fram að samstarf milli þessara aðila, þ.e. neytenda og bænda mætti vera meira. Eyða þarf þeirri tortryggni sem stundum gætir í viðskiptum þessara aðila og gagnrýni og ábendingar má ekki misskilja sem árásir. Aukin fjölbreytni í framleiðslu, eink- um og sér í lagi hjá mjólkuriðn- aðinum, hefur verið vel tekið af neytendum og ber að halda áfram á þeirri braut á öðrum sviðum einnig. Enn fremur var réttilega bent á að aðgerðir til styrktar landbúnaði sem stuðlað gætu að lægri framleiðslukostn- aði er í þágu neytenda ekki síður en bænda sjálfra. Rætt var um fræðslumál land- búnaðarins, rannsóknarstarf- semi og fjárveitingar til slíkra hluta og þarf þar, sem og á fleiri sviðum að gera betur. Verðmyndunarkerfi land- búnaðarins var tekið til umfjöll- unar og skoðaðir voru hinir einstöku rekstrarliðir visitölu- búsins og til samanburðar tekin dæmi úr búreikningum. Hlut- verk sexmannanefndar var rætt og möguleikarnir á að einfalda þetta kerfi. Þá var og rætt um gamalt og nýtt baráttumál Alþýðubandalagsins um beina samninga bænda við ríkisvaldið um kaup sín og kjör. Minnka þarf þörfina fyrir útflutningsuppbætur. Talsverðar umræður urðu um útflutningsuppbætur. Töldu sumir svonefnda 10%regluvera áunnin réttindi úr kjarabaráttu bænda og að ekki ætti að hrófla við henni. Aðrir bentu á að hér væri um miklar fjárhæðir að ræða og voru framlög til bygg^ ingasjóða tekin til samanburðar í því sambandi. Voru menn sammála um að stefna bæri að því að minnka þörfina fyrir útflutningsbætur með endur- skipulagðri og efldri markaðs- starfsemi, sem skila mundi hærra verði á útflutningsfram- leiðslunni, með því að lækka framleiðslukostnað með auk- inni fjölbreytni í úrvinnslu og þar með væntanlega aukinni neyslu innanlands svo og öðrum tiltækum ráðum. Þá var og bent á að með skipulagningu og lækkuðum tilkostnaði má í mörgum tilfellum draga nokkuð úr framleiðslu án þess að tekjur búanna lækki. Menn voru sammála um að engan veginn bæri að afskrifa landbúnað sem útfiutningsatvinnuveg. Varað við samdrætti. Að síðustu var varað sterk- lega við þeim samdráttarhug- myndum sem mjög er nú haldið á lofti. Öflugur landbúnaður er undirstaða mikilvægs iðnaðar (í landinu) og getur orðið það í vaxandi mæli í framtíðinni. Þá er og blómlegur landbúnaður hornsteinn þeirrar stefnu að halda byggð sem víðast í land- inu. Skoða ber málefni land- búnaðarins og þeirra þjónustu og iðngreina, sem á honum byggjast, í heild og meta þýð- ingu hans fyrir þjóðarbúskap- inn út frá því. Andi sóknar og framfarahugs ríkti á ráðstefnunni og flestir létu í Ijósi þá skoðun að land- búnaðurinn hefði öll skilyrði til að verða áfram sá undirstöðu- atvinnuvegur á íslandi sem verið hefur ef haldið verður á málum af skynsemi. TEYGÐUR LOPINN - Yfirlýsing um ekki neitt! Því er ekki að leyna að maður beið með nokkrum spenningi eftir því að Sjálfstæðisflokkur- inn gerði heyrum kunna kosn- ingayfirlýsingu sína. Minnug- ur stríðsfyrirsagnarinnar á for- síðu Morgunblaðsins fyrir kosningarnar 1979, hvar stóð „LEIFTURSÓKN GEGN VERÐBÓLGU", náði ég mér í miðvikudagsmoggann og sett- ist niður. En viti menn! á forsíðu er talað um Franz Josef Strauss suður í Bæjaralandi, um enn einn eltingaleikinn við óþekktan kafbát í sænska skerjagarðinum, o.s.frv. en ekki minnst einu orði á kosn- ingayfirlýsingu. Ja öðruvísi mér áður brá. Nema hvað, ég tók að fletta blaðinu og inni í miðju fann ég loksins kosningayfirlýsingu undir yfirskriftinni „Frá upp- lausn til ábyrgðar", og þar sem hér er augljóslega átt við ástandið innan Sjálfstæðis- flokksins þóttist ég hafa fundið það sem ég leitaði að. Og því- lík lesning. Teygður er lopinn fram og aftur með óljósu orða- lagi, talað um athugun hér og endurskoðun þar. Sumt á að einfalda annað að efla, einu á að marka ákveðinn ramma, - hvaða ramma? Annað á að binda við ákveðnar þarfir, - hvaða þarfir? Af og til er talað um íþyngjandi umsvif hins opinbera eða eitthvað í þá áttina, en í hinu orðinu er opin- berum aðilum ætlað að gera þetta og hitt. Sagt er að brennt barn forist eldinn og það á greinilega við hér. í stað stríðsyfirlýsingar eins og síðast, er nú valin sú leið að segja sem minnst í sem flestum orðum og auk þess er ekkert verið að hampa lang- hundinum, sem út af fyrir sig sýnir nokkra skynsemi. Það eina sem eftir stóð hjá mér að loknum lestri plaggsins var að íhaldið vill afnema tekju skatt svo hátekjufólk með t.d. 8000 kr. í verðbætur ofaná laun sín (á sama tíma og verka- maður fær 1000 kr.) fái þessar 8000 kr. í sinn vasa í stað þess að greiða 4000-5000 kr. til baka í gegn um tekjuskatt og útsvar til jöfnunar inn í þjóð- félagið. Þetta er kveðja flokks „allra stétta" til þeirra sem minna ber úr býtum í þjóð- félaginu. St. J. Sigf. 2 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.