Norðurland - 25.03.1983, Síða 3

Norðurland - 25.03.1983, Síða 3
„Vildi fá að lifa þann dag að framleiðslustétt- irnar væru metnar að verðleikum, því að á starfi þeirra byggist afkoma þjóðfélagsins,“- segir Svanfr iður Jónasdóttir, sem skipar 2. sætið á lista Alþýðubandalagsins Svanfríður Jónasdóttir, bæjarfulltrúi, kennari og húsmóðir á Daivík skipar annað sætið á lista Alþýðubandalagsins við komandi Alþingiskosningar. Hún er 31 árs að aldri, gift Jóhanni Antonssyni, framkvæmdastjóra Söltunarfélags Dalvíkur, og þriggja barna móðir. Til að kynnast Svanfríði ögn nánar átti NORÐURLAND við hana tal á dögunum og var hún fyrst spurð út í ætt sína og uppruna. Ég er fædd í Keflavík, en þaðan var faðir minn, Jónas Sigurbjörnsson. Móðir mín kom hins vegar að norðan - frá Dalvík - og var í hópi þess fólks sem fór suður á vertíð. Sá hópur var stór í þá daga, segir Svan- fríður. - Fyrstu árin átti ég heima í Keflavík, en faðir minn dó 1955 og eftir það ólst ég upp í Kópa- vogi hjá móður minni, Elínu Jakobsdóttur, og fósturföður, Oddi Brynjólfssyni. Ég var iíka mikið á Dalvík hjá afa mínum og ömmu þar, þeim Jakob Helgasyni og Svanfríði Bjarna- dóttur. Eftir gagnfræðapróf fór ég í Kennaraskólann og lauk þaðan kennaraprófi 1972 og stúdentsprófi árið eftir. Haustið 1974 flutti égsvo til Dalvíkur til að kenna, en hafði þá búið í Luxumburg í hálft annað ár. Við kennslu á Dalvík hef ég svo verið síðan. - En hversvegna gerist þú sósíalisti og ferð að taka opin- berlega þátt í pólitík? - Það má líklega segja að lengi búi að fyrstu gerð. Afi var sósíalisti og las gjarnan upphátt úr Þjóðviljanum fyrir okkur ömmu á morgnana, og þar öðlaðist ég e.t.v. mín fyrstu kynni af stjórnmálum. En að gamni slepptu, þá held égaðallt umhverfi mitt hafi beinlínis boðið upp á að taka þá afstöðu og tileinka mér þær skoðanir sem ég gerði. Við erum 5 systkinin, ég elst, og foreldrar mínir þurftu aldeilis að halda á spöðunum á þeim árum til að endar næðu saman, og við syst- kynin vorum ekki ýkja gömul þegar við vorum farin að vinna drjúgt. Ég var 12 ára fyrsta sumarið sem ég vann í frysti- húsi, það var á Dalvík, og þau áttu eftir að verða fleiri, bæði í Kópavogi og í Vestmannaeyj- um. Á skólaárunum vann ég líka mikið á Kópavogshælinu, bæði í sumarfríum og öðrum leyfum, eins og t.d. um jól. Þar eru e.t.v. saman komnir þeir varnarlaus- ustu í samfélaginu, og holl lífs- reynsla að kynnast aðstæðum þeirra. - Þú telur með öðrum orðum að uppruni þinn, stéttarstaða og vinna hafi gert þig að sósíal- ista? - Já, en auðvitað á ýmislegt fleira stóran þátt í því hvernig viðhorf manns mótast, reynsla manns á fleiri sviðum, kynni af mönnum og^ málefnum, lestur og fleira. Ég hef t.d. verið hernámsandstæðingur frá því að ég man eftir mér, og fór á ungum aldri til móts við Kefla- víkurgöngur. Þaðhlýturaðvera rökrétt fyrir þá sem þannig eru sinnaðir að ganga til liðs við Alþýðubandalagið, þótt mönn- um kunni að þykja miða hægt í baráttunni fyrir brottför hers- ins. Vígbúnaðarkapphlaup stór veldanna og hernaðarbanda- laga þeirra er ægileg staðreynd og við sem einu sinni þóttumst vera hlutlaus þjóð erum sam- ábyrg þeirri vitfirringu með þátttöku okkar í NATO og á meðan við lánum landið undir herstöð. Ég er fædd 1951, sama árið og herinn kom hingað hið síðara sinn, svo að ég man landið ekki herlaust, en ég ætla sannarlega að vona, að mér auðnist að lifa þann dag að svo verði og þjóðin standi utan hernaðarbandalaga sem hlut- laus, frjáls og fullvalda. - Það eru þá hugsjónir að baki þessu líka hjá þér, en ekki aðeins hörð hagsmunabarátta? - Vissulega, þó það nú væri. Þar vildi ég taka undir með Jónasi frá Hriflu á sínum yngri og róttækari árum, sem betra er að minnast, að sá tími kæmi, að menn tækju afstöðu af hugsjón sem mæti meir framtíðarheill samfélagslega en stundargengi einstaklingsins, en ekki bara með tilliti til eigin þjóðfélags- stöðu. Því eru góðu heilli fleiri sósíalistar en öreigar einir. - En hvað með jafnréttis- málin? - Þau vil ég nú líta á breiðari grunni, en nú er tíðast byggt á þegar talað er um jafnrétti. Þá tekur það til fleiri þátta en mis- réttis kynjanna eins og ég kem kannski að síðar, þar sem ég vil ekki að hið stéttarlega misrétti gleymist, eða það sem fer eftir búsetu manna. En svo ég snúi mér að jafnréttisbaráttu kvenna, þá finnst mér oft gaman að heyra frá öðrum konum hvenær ver- öldin laukst upp fyrir þeim og það er eins og sumar haldi að umræðan um þessi mál sé alveg ný. Það er langt í frá og að svo sé, og þar eiga sósíalistar drýgstan hlut að máli, enda hlýtur jafnrétti kynjanna að vera ein af stoðunum undir al- hliða baráttu þeirra fyrir jöfn- uði þegna samfélagsins. Ég man vel þegar augu mín lukust upp svo að um munaði. Það var við lestur greina eftir Betty Friedam, sem hétu „Þjóð- sagan um konun“ og Soffía Guðmundsdóttir hafði þýtt. Þær birtust svo í Samvinnunni í ritstjórnartíð Sigurðar A. Magnússonar um 1970. Þessar greinar voru ákaflega vekjandi og mér sérlega minnisstæðar af áðurgreindum ástæðum. Það er því engin ný bóla, að málefni kvenna séu til umræðu hjá sósíalistum og hlutur þeirra kvenna sem voru þar í farar- broddi eins og Soffíu Guð- mundsdóttur og fleiri má ekki gleymast, eins og mér hefur stundum fundist vilja brenna við. Hitt er svo annað mál að vissulega hafa afskipti kvenna af stjórnmálum verið lítil, þótt Alþýðubandalagið hafi haft þar nokkra sérstöðu. - En eru þá ekki kvenna- framboð lausnin? - Kvennaframboð eru sam- tímaástand - það segja þær sjálfar. Ég tel hins vegar að þau séu ekki spor í rétta átt, þó að málefnið sé gott, er hörmulegt ef það veldur klofningi í röðum jafnréttissinna í stað þess að breikka víglínuna. Óþolinmæði hugsjónafólks er vissulega skilj- anleg, en það er slæmt ef hún verður jafnvel til að minnka áhrif þeirra sem hafa áhuga á að vinna að framgangi málefn- anna. Eins og ég sagði virðast flokkarnir hafa mismikinn áhuga á að virkja konur í starfi, en síðasta áratuginn hefur verið nokkur hreyfing á þeim málum, með hliðarsporum þó. Það hafa áður komið fram „eins máls framboð“, og mér virðist það því miður gilda um kvennaframboðin núna. Ég get nefnt Bændaflokkinn og Þjóð- varnarflokkinn, þótt af öðru - tagi væru, auk þeirra sem ekki fengu viðlíka hljómgrunn í upp- hafi og þeir. En stemmingin fyrir framboðum af þessu tagi hjaðnaði fljótt og þeir sem höfðu veitt þeim brautargengi fundu hugsjónum sínum farveg innan þeirra stjórnmálaflokka sem fyrir voru. - En eru þá ekki til nein sérstök kvennamál? - Nei, í rauninni eru engin kvennamál til og allt hlýtur að varða bæði karla og konur þar sem hagsmunir þeirra hljóta að fara saman. Hins vegar hafa ýmis mál verið flokkuð sem kvennamál, t.d. málefni barna og ýmsilegt það sem lýtur að félagsmálum, vegna þess að það hefur gjarnan komið í hlut kvenna að bera þau fram, af því að þau hafa brunnið heitar á þeim. Hins vegar greinir konur mikið á innan þessara mála- flokka rétt eins og í öðrum málum. Þar kemur til sá grund- vallarágreiningur manna sem snýst um samfélagslega ábyrgð. - Nú ert þú í framboði til Alþingis. Hvers vegna? - Ég fór iiú ekki að skipta mér af pólitík af því að ég stefni í framboð, heldur af því að hafi menn áhuga á að eitthvað nái fram að ganga eiga þeir ekki að bíða eftir að aðrir geri það fyrir þá. Vilji þeir breyta einhverju til bóta, verður að gera þá kröfu til þeirra að þeir leggi hönd á plóginn sjálfir. Mér er engan veginn sama hvers konar þjóð- félagi við lifum í, ekki síst eftir að ég eignaðist börn. Það er ekki nóg að ala börnin upp heima og skila þeim svo út í eitthvert þjóðfélag. Ég fór því að taka þátt í pólitísku starfi í þeirri von að sjá eitthvað af hugðarefnum mínum skila sér þar. Framboð á lista til Alþing- is kemur svo í framhaldi af því, ég hlýt að álíta að þeir sem hafa valið mig til þess, telji skoðanir sínar fara saman við mínar í því sem mestu skiptir, og vilji fela mér að túlka þær á opinberum vettvangi. Við verðum að minnast þess að lífinu á jörðinni lýkur ekki með dauða okkar sem nú lifum. Það heldur vonandi áfram og nýjar kynslóðir taka við. Okkur ber því að skila landinu í hendur barna okkar ekki bara jafn- góðu, heldur betra en við tókum við því. Ég er hrædd við þá sóun og neysluhyggju sem nú virðist vera að verðaallsráðandi. Þvíer haldið að okkur að lífshamingj- an aukist eftir því sem neyslan er meiri og hægt sé að kaupa hana í glansandi neytendaumbúðum. Ég held að það sé drýgri upp- spretta ánægju að vera gerandi og taka þátt í ýmsu. - Er þetta ekki afurhalds- raus, eða ertu að boða blessun kreppunar? - Þvert á móti - miklu fremur að reyna að benda mönnum á að lífshættir okkar kunni að vera ávísun á kreppu og neyð. Við getum ekki haldið svona áfram að hrifsa allt til okkar og láta sem afkomendum okkar komi það ekki við. Það er dapurlegt að hugsa til þess að menn setji sér það markmið að bæta kjörin, en gleymi iðulega að spyrja til hvers. Vill það launafólk sem berst fyrir bætt- um kjörum taka gagnrýnis- laust upp þá hætti sem það hefur talið einkenni spilltrar yfirstéttar, eða vill það fá sín viðhorf metin jafngild eða betri. Uppeldið má ekki fara fram í gerviheimi enskrar yfirstéttar í sjónvarpsþáttum eða Ewing- anna í Dallas, sem eru nærtæk dæmi. Einn liður þessarar neyslu- hyggju sem ég nefndi er auð- lindasóunin, og því tel ég þær hugmyndir um stóriðju á ís- landi sem hæst er hampað vera spor aftur á bak. Með því er ég ekki að gagnrýna að við notum okkur fossaflið, heldur til hvers stóriðjugreifarnir vilja nota það. Heimurinn frelsast ekki í gulli og stáli né áli, og ísland er enginn sérstakur afkimi í heim- inum. Þeir auðhringar sem hér vilja hasla sér völl stunda misk- unnarlausa rányrkju í þriðja heiminum, auk þeirra háska- legu taka sem þeir geta haft á landsmönnum og arðrænt þá miskunnarlaust, eins og álmálið ætti að sanna þeim sem það vilja skilja í stað þess að fljóta sofandi að feigðarósi með glýju i augum. Hér er allt of mikið lagt upp úr einkaneyslunni en samneysl- an fordæmd. Við verjum minna fé til sameiginlegra þarfa, en gert er í nálægum löndum, en landið krefst þess að því væri öfugt farið. Þar sem við erum svo fá sem raun ber vitni í jafn stóru landi hlýtur slíkt að vera undirstaða þess að halda land- inu í byggð. - En er það ekki áhugamál allra flokka? - Það get ég ekki séð, a.m.k. ekki ef menn athuga hvað felst í landauðnarstefnu þess útibús Sjálfstæðisflokksins sem heitir Verslunarráð íslands. Þar er ljósasta tilræðið við dreifbýlið sem gert hefur verið, og ætti að nægja að benda á afleiðingar þess að skera niður sameigin- lega sjóði landsmanna til að jafna kjör manna og aðstöðu t.d. eftir búsetu. Það er gegn þessu sem ég vil rísa - að dreif- býlisfólki sé innrætt að það þurfi að biðjast afsökunar á tilveru sinni. Launabilið stað- festir þetta, því lengra sem menn fara frá frumframleiðslunni, þeim mun hærri eru laun þeirra. Mér finnst sem skólamenntun- in sé ofmetin til peninga og mismetin, þar sem peningavitið og millifærslustörf hvers konar eru hærra skrifuð, en t.d. störf að uppeldismálum. Áróðurinn gegn landbúnaðinum og sjávar- útveginum, sem dunið hefur á okkur að undanförnu gerir þessar greinar að óhreinu börn- unum hennar Evu. Ég vildi hins vegar fá að lifa þann dag að framleiðslustéttirnar á íslandi væru metnar að verðleikum og að viðurkennt væri á boði en ekki bara í orði að á starfi þeirra byggist öll afkoma þjóðfélags- ins. - Óttast þú ekki að vera talin „ung og reynslulaus“ og eiga því ekkert erindi í stjórnmálastarf? - Reynsla er afar afstætt hugtak. Ég hef auðvitað ekki sömu reynslu og roskinn at- vinnupólitíkus af hinu „sterka kyni“, en ég hef að sjálfsögðu mína eigin reynslu. Út frá henni hef ég svo dregið mína ályktanir af þeirri þekkingu sem ég hef alfað mér eða hefur komið til mín á þeim rúmu 30 árum sem lífshlaupið spannar. Ég held að þetta sé ekki verri reynsla en hver önnur. - Nú ert þú þriggja barna móðir og ekkert þeirra upp- komið. Er þá við hæfi að vera að streða í stjórnmálum? - Frá því ég lauk námi hef ég alltaf unnið meira eða minna utan heimilis og auk þess sinnt áhugamálum mínum eftir að- stæðum meðfram heimilisstörf- unum. Svo vill nú þannig til að við erum tvö um heimilið og barnauppeldið, ogaðsjálfsögðu er það vantraustsyfirlýsing á manninn minn ef börnin eru talin vanrækt þótt ég sé í fram- boði. Sem móðir og uppalandi vil ég gjarnan hafa áhrif á það samfélag sem synir mínir alast upp í og leggja mitt af mörkum í baráttunni fyrir réttlátu þjóð- félagi. Þannig tel ég mig vinna framtíð þeirra gagn. - Hver eru svo stóru málin í þessari kosningabaráttu? - Þau hljóta að vera þau sömu og ævinlega, þótt áherslu- atriðin séu misjöfn frá einum tíma til annars og ýmis dægur- mál skyggi e.t.v. á. Baráttan gegn hernum, fyrir jafnrétti kynja, stétta og milli lands- hluta og fyrir efnahagslegu sjálfstæði íslands, hlýturaðsitja í fyrirrúmi, auk kröfunnar um bættar aðstæður þeirra sem minnst mega sín. - Nú hefur komið fram að þú sért í baráttusætinu. Telur þú sjálf að svo sé? - Vissulega væri gaman að líta svo á, en tvö ný framboð í kjördæminu geta breytt þeirri mynd töluvert. Ég óttast jafnvel að fyrsta sætið á listanum geti verið í hætt, og vissulega yrði það hörmulegt ef þessi nýju framboð yrðu til að tryggja íhaldinu og framsókn 5 eða 6 þingsæti. Hafa menn hugsað þá hugsun til enda ef jafnréttis- sinnar og vinstri menn dreifa atkvæðum sínum með þeim afleiðingum? Ég hlýt því að heita á fólk að tryggja Stein- grími J. Sigfússyni góða kosn- KOSNINGASKRIFSTOFA Alþýðubandaiagsins á Dalvík verður til húsa í Skátahúsinu við Mímisveg. Skrifstofan tekur til starfa laugardaginn 2. apríl kl. 14.00 og verður opin fyrst um sinn þriðjudags- og fimmtudags- kvöld, svo og laugardaga. Kosningastjóri er Jóhann Antonsson. Alþýðubandalagið á Dalvík. NORÐURLAND- 3

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.