Norðurland - 25.03.1983, Síða 4

Norðurland - 25.03.1983, Síða 4
Rætt við Svavar Gestsson, félags- og tryggingamálaráðherra og formann Alþýðubandalagsins um hann sjálfan, pólitíkina fyrr og nú, og síðast en ekki síst komandi kosningar Ljosin á símanum hjá Sæunni, ritara félagsmálaráðherra, gióðu og blikkuðu eins og meðal geimferðastjórnstöð. Hún stóð og talaði við einhvrn fréttamann úti í bæ, sem vildi ná í ráðherra, en hann var hins vegar að tala við einhvern enn annan og sá þriðji beið á línunni, þannig að Ijóst mátti heita að fréttamaðurinn yrði að bíða. Og það sem verra var þó, - það kom bersýnilega í minn hlut að bíða þar til þeir allir væru búnir að tala nægju sína. Enda var klukkutíminn minn orðinn að þrjátíu og fimm minútum þegar ég loks komst að. En það var allt í lagi. Svavar átti tíma hjá tannlækni klukkan fjögur og ég hafði það á tilfinningunni að það myndi ekki valda honum sárum þjáningum þótt smáfrestur yrði á þeirri heimsókn. Eg skildi það vel, en spurði hvort hann fengi ekki smá-aukameðferð með handknúna bornum hjá tannlækn- inum, vegna skoðana sinna á tekjuöflun þeirrar stéttar. Hann gaf lítið út á það. Hins vegar fengi hann yfir sig ítarlegan fyrirlestur um málefni tannlækna, bágar tekjur og aðra erfiðleika, þegar búið væri að troða munninn á honum fullan af bómull svo hann gæti með engu móti svarað fyrir sig. Og hló. Eg hafði einhvers staðar iesið eða heyrt að Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra, tryggingarmálaráðherra og for- maður Alþýðubandalagsins væri ættaður úr Dölum vestur, þannig að fyrsta spurningin lá í augum uppi: - Hvernig stendur á því, að ungur sveinn úr Dölunum lætur heillast af sósíalisma? - Ég var nú ekki lengi í Dölun- um, satt að segja. Ég var þar í fjögur ár samfleytt, - kom þangað tíu ára og fór 13 ára, til náms suður í Reykjavík. Leigði hér herbergi á Laufásvegi 65 á 110 krónur á mánuði þrettán ára gamall; þannig að ég var ekki lengi þar vestra. Síðar held ég að það hafi fyrst og fremst verið kynni mín af sósíal- istum í þeim skólum sem ég gekk í, og seinna við Einar Olgeirsson og Samtök hernámsandstæðinga, sem réðu úrslitum um það að ég gekk til liðs við Sósíalistaflokkinn og Æsku- lýðsfylkinguna. Annað komi ekki til álita þá, að mínu mati. - Þrettán ára strákur ferðu til Reykjavíkur úr Dölunum, - en hvaðan kemurðu þá ugphaflega? - Ur Reykjavík. Eg er fæddur vestur á landi og var þar til þriggja Thor Jensen og Sveini Björnssyni á kvöldin. - Síðan gerist þú blaðamaður og ritstjóri á Þjóðviljanum. Hvernig stendur á að þú hoppar þar inn? - Það var í beinu framhaldi af þvi að ég hafði verið virkur félagi í Æskulýðsfylkingunni og vantaði sumarvinnu vorið 1964, þegar ég lauk stúdentsprófi. Ég hafði kynnst mjög vel framkvæmdastjóra Sósíal- istaflokksins, Kjartani Olafssyni, og ég man ekki betur en hann hefði milligöngu um að ég var ráðinn á Þjóðviljann á þeim tíma. Ég byrjaði í erlendum fréttum en hafði þar skamma viðdvöl og fór í innlendar fréttir. Síðan ætlaði ég reyndar að fara í háskólanám, eins og aðrir ungir menn sem höfðu lokið mennta- skólanámi. Ég lét innritast í lög- fræðideild Háskólans og var þar innritaður í tvo vetur. Mér leiddist það hins vegar ákaílega og nennti afleysingaritstjóri sumarið 1968. Skrifaði meðal annars flestalla leiðara blaðsins eftir innrásina í Tékkóslóvakíu. En við þá atburði vildi ég ekki fara aftur út. Síðan varð ég svo að segja inn- lyksa á Þjóðviljanum. Ég sem sagt var þar alveg samfleytt frá 1. júlí 1968 til 1. september 1978, að ég lenti hér í stjórnarráðinu. - Þingmaður og ráðherra nánast á sama degi, ef ég man rétt. - Ég varð þingmaður 25. júní 1978, eftir að við urðum fyrir þeim mikla missi sem það var okkar hreyfingu þegar Magnús Kjartans- son veiktist mjög alvarlega. Þá var ég settur í þetta sæti. Það var mjög erfitt að taka ákvörðun um að fara í sæti Magnúsar. Tók mig satt að segja marga mánuði að sætta mig við að fara í framboð í þetta sæti. Bæði undi ég mér vel á Þjóðviljanum og hef alltaf saknað hans; að fá ekki að Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra. við á árunum þar á undan og erum að berjast við enn þann dag í dag. Það var auðvitað ekkert einfalt fyrir mig að setjast þarna inn. Ég var algerlega ókunnugur stjórnkerfinu, hafði varla komið í Arnarhvol áður en ég varð ráðherra. Ég fann, að fólki fannst það mjög skrítið að fá þennan strák þarna inn í ráðuneyt- ið-, Eg held að ég hafi lært ýmislegt á þeirri dvöl sem ég hafði í viðskipta- ráðuneytinu og kynntist mjög vel þessu verslunarkerfi sem hér ríkir. Lagði mig satt að segja töluvert fram um að það, enda hafði ég gaman af verkefninu. Og ég held að þeir forráðamenn verslunarinnar í landinu, sem gerðu sér náttúrlega minna en enga von um mig; láti - Er þetta spurningin um að vinna bakvið fundina? - Já, ekki úr ræðustóli eingöngu, heldur fyrst og fremst bakvið fundi. Ég hélt til dæmis fundi með ráðherr- um og sendiherrum EFTA-land- anna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Og í gegnum þau kynni gátum við unnið okkar landi þann sess, að þessir menn treystust ekki að ganga gegn óskum okkar þegar bær komu fram. - Heldurðu að þú hafir gert ein- hverjar breytingar í viðskiptaráðu- neytinu á þessum tíma? - Já, ég held það. Ég held að það sem skiptir langsamlega mestu máli, sé að á þessum tíma var gengið Þetta verða örlagaríkustu k eða fjögurra ára aldurs. Var svo hér í Reykjavík og bjó þar mjög víða; á Langholtsveginum, Skipasundinu, Tómasarhaganum, og herskála- kamp eða braggahverfi, þar til ég flutti vestur með pabba, sem stofnaði nýbýli vestur í Dölum. Faðir minn hafði áður verið lög- regluþjónn hér í Reykjavík og það fyrsta sem ég heyrði af kommún- istum hér í þessu byggðarlagi, var að hann hefði komist í kast við þá í slagnum 30. mars. Þá var ég tæplega fimm ára að aldri. Þannjg að ég er ættaður af Vestur- landi í marga ættliði en hef verið langmestan hluta ævi minnar hér í Reykjavík og átti mína bernsku hér. - Hver eru þá fyrstu kynnin og afskiptin af pólitík? - Fyrstu beinu afskiptin eru þau, að ég tók þátt í málfunda- og félags- málastarfsemi í Gagnfræðaskólan- um við Vonarstræti og þar komst ég í kynni við róttæka skólafélaga mína. Reyndar komst ég i kynni við róttækt fólk strax fyrsta veturinn sem ég var í gagnfræðaskóla, 13 eða 14 ára, eins og til dæmis Atla Magnússon, sem nú er starfsmaður á Tímanum. Við lásum saman Bréf til Láru og vorum allra manna róttækastir. Vorum í stríði við séra Árelíus, eða hann átti a.m.k. í tals- verðum vandræðum með okkur í kristnifræðitímum á þessum árum. Síðan gekk ég í Æskulýðsfylk- inguna 1960, 18. janúar. Eg hafði áður komið lítillega við í Framsókn- arflokknum, í nokkra daga. Pabbi var framsóknarmaður á þeim árum og öll mín föðurfjölskylda, en ég stoppaði þar mjög skamma stund. Svo fór ég í Samtök hernámsand- stæðinga. Ég hef alltaf verið mjög áhuga- samur um pólitík, alveg frá því ég var barn. - Það hefur þá verið framsóknar- pólitík til að byrja með? - Ekki bara það. Eg var í námi eftir að ég kom vestur í Dali, hjá fullorðinni konu sem heitir Stein- unn Þorkelsdóttir og er móðir Frið- jóns Þórðarsonar ráðherra. Ég var hjá henni í einn eða tvo vetur og hún var að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokks- maður eða studdi íhaldiðeinarðlega og ákveðið. Þann tíma sem ég var þar, tíu og ellefu ár, var ég auðvitað harður stuðningsmaður Sjálfstæðis- flokksins. Enda var ég svæfður með því ekki; var aldrei námsmaður. Mér leiddist alltaf í skóla og það lá alveg beint við fyrir mig að vera í þessu félagsmála- og pólitíska vafstri, því þar kunni ég vel við mig og fannst gaman að starfa. - Latur í skóla segirðu? Mogginn segir að þú sért útskrifaður náms- maður úr ríki Eiríks rauða Honnecer, Austur-Þýskalandi. - Já, já, ég er einn af þeim. Ég var þarna í Austur-Þýskalandi í eitt ár, 1967-68 og mér er engin launung á vera við skrif á hverjum degi eins og ég var um langt árabil. Svo var það líka sú hugsun að taka við þeim byrðum sem á herðar Magnúsar Kjartanssonar höfðu verið lagðar. Það var miklu meira verk en svo að ég sæi fram úr því þrjátíu og þriggja ára gamall, eins og ég var þá. Ég reyndi ýmislegt til að losa mig við þetta. Reyndi til dæmis að fá Svövu Jakobsdóttur í fyrsta sætið, og Eðvarð Sigurðsson, og eitt og annað fleira reyndi ég í þá veru, en þeim hver sem vill, hafi verið tiltölu- lega sáttir við, að þeir fengu tiltölu- lega skýr svör við sínum spurning- um í ráðuneytinu, bæði já og nei eftir atvikum. Og það er reynsla mín, eftir að hafa verið hér í stjórn- arráðinu í nokkuð mörg ár, að menn vilji fá neiið hreint og skýrt frekar en að láta draga sig langtímum saman á óljósum svörum. - Nú var Fríverslunarbandalagið á þínu verksviði sem viðskiptaráðherra og þú sóttir þar ýmsa fundi. Hver voru kynni þín af þeirri samkundu? - Ég get ekki neitað því, að mér þótti það mjög spaugilegt, að ég skyldi vera um tíma formaður Ráðherranefndar EFTA. Það var ég í um það bil hálft ár og kynntist þeim mönnum sem þar voru mjög vel. Ég reyndi að leggja mig fram um að vinna eins vel og ég gat og vera þó á verðbergi gagnvart því að ekki væri verið að láta mig gera sam- þykktir, standa að samþykktum, eða flytja ræður sem voru kannski meira og minna þvert á mína sjónarmið. Heldur reyndi ég að passa ákaflega vel allar samþykktir til dæmis EFTA-ráðsins þennan tíma sem ég sat þar, og ég held að það sé hægt að kemba þær nokkuð vel án þess menn finni þardæmi um að EFTA-ráðið hafi lagst gegn þeim almennu samfélagsviðhorfum sem ég hef. En hinu er ekki að neita, að þetta var nokkuð sérkennilegt. Og það athyglisverðasta var kannski það að þarna gat maður náð dálitlum árangri. Ég kynntist öllum ráðherr- um EFTA-landanna persónulega, embættismönnum, öllum sendi- herrunum niðri í Genf. Þegar við lögðum af stað í þessa vinstri stjórn ’78, sem var um margt skrítin, þá ætluðum við að leggja á aðlðgunargjald eða framlengja að- lögunartíma íslands að EFTA. Menn í viðskiptaráðuneytinu á þeim tíma töldu að það væri gjör- samlega óframkvæmanlegt. Niðurstaðan varð þveröfug. Við náðum þessu fram og ekki í trássi við EFTA, heldur með samþykki þess. Þannig að reynsla mín er sú, að ef mál íslands er flutt af einhverjum þrótti og krafti á þessum vettvangi, þá sé hægt að fá stuðning við þau sjónarmið sem við höfum. frá viðamikilli könnun á vinnu- brögðum innflutningsverslunar- innar, þar sem fram kom að inn- flutningur til íslands er 20% dýrari en til annarra Norðurlanda. Og við settum í gang verulega framhalds- vinnu við að reyna að tryggj að þetta héldi ekki svona áfram, bæði með því að setja gjaldeyrisdeild Seðla- bankans inn í verkið og fleiri aðila. Okkur entist ekki aldur í ráðu- neytinu til að vinna málið í botn, en ég tel að þetta hafi verið mjög gagn- legt. Sömuleiðis tókst okkur á þessum tíma að setja ný lög um innflutnings- og gjaldeyrismál, sem ég held að hafi verið ákaflega góð og skynsam- leg. Ég get svo nefnt lítið dæmi eins og það, að við stórhækkuðum ferða- mannagjaldeyrinn, sem varð til þess að draga mjög verulega úr svartamarkaðsbraski með gjaldeyri, sem tíðkast hafði hér á landi um langt árabil. Þannig að það var eitt og annað sem miðaði þarna. Við fórum langt með frumvarp til laga um afborg- unarkaup, og hefðu þau betur verið sett. Núverandi viðskiptaráðherra hefur ekki sinnt því máli, því miður. Og við stöðvuðum lagaákvæði sem ríkisstjórn Geirs Hallgríms- sonar hafði sett um algerlega frjálsa verðmyndun. Þetta eru svona nokk- ur dæmi. - Eftir þetta verður þú formaður Alþýðubandalagsins og fetar þarfót- spör stjórnmálaskörunga á borð við Lúðvík og Einar Olgeirsson. Hvernig leið þér þegar þú tókst við þvi embætti? Varstu reiðubúinn, aldurs- ins vegna og reynslunnar? - Jaa, það veit ég nú ekki. Ætli það? Ætli maður sé nokkurn tíma tilbúinn til að gegna svona þýðing- armiklu trúnaðarstarfi svo vel sé? Ég efast um að nokkur maður gæti nokkurn tíma svarað þeirri spurn- ingu játandi, - að minnsta kosti myndi ég aldrei gera það. En þetta bar þannig að, að við mynduðum stjórn í ársbyrjun 1980 og Lúðvík fól mér í sambandi við þá stjórnarmyndun ýmis trúnaðarstörf fyrir sig, sem formann flokksins. Síðan leiddi þetta inn í þennan farveg; bæði vegna þess að ég var okkar efsti maður í Reykjavíkur- kjördæmi og líka vegna þess að ég var ráðherra. Þá þótti það eðlilegt „Á valdatíma núverandi ríkisstjórnar hafa nokkru sinni fyrr“. því að ég ætlaði mér að reyna að ljúka háskólanámi. Mér fannst líklegra að ég gæti lokið því við þær aðstæður sem þar voru, þar sem maður var ekki eins á kafi í pólitík og ég var orðinn hér. Ég var til dæmis kominn á framboðslista hér strax 1966 og var varaborgarfull- trúi 1966-70, þannig að ég varð að gera eitthvað til að ljúka einhverju námi; koma mér frá þessum verkum hér. Þess vegna fór ég út, og líka vegna þess að ég var kominn með fjöl- skyldu; við vorum með tvö börn hjónin, svo við ákváðum að reyna þetta. Þessi tími var aðdragandi hinna sögufrægu atburða í Prag 1968. Ég kom heim um sumarið, í lok júní, og ætlaði reyndar út aftur. En ég settist inn á Þjóðviljann og sat þar sem laun verið hxrra hlutfall af þjóðartekjum en endaði sem sagt með því að fara fram. Svo varð ég ráðherra, öllum að óvörum og þá sérstaklega mér, 1. september 1978. - Og verður ráðherra viðskipta- mála, eftir að hafa barist við verslun- arauðvaldið í leiðurum Þjóðviljans árum saman. Hvernig var það? - Það lá fyrir að flokkurinn fengi fjögur ráðuneyti, viðskipta-, iðnað- ar-, samgöngu- og menntamála- ráðuneytið. Og mig langaði í við- skiptaráðuneytið af þessum ráðu- neytum. Ur því ég átti aðfara í þessi verk á annað borð, vildi ég helst fara þangað. Það fannst mörgum mjög skrýtið að ég skyldi hafa mikinn áhuga á því, en ástæðan var einfaldlega sú, að ég vildi gjarnan vera í návígi við þá sem við höfðum verið að berjast 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.