Norðurland - 25.03.1983, Blaðsíða 5

Norðurland - 25.03.1983, Blaðsíða 5
að ég færi í þetta starf og tæki að mér að vera formaður flokksins. Ég hef velt því alvarlega fyrir mér hvort nokkurt vit sé í því að for- maður flokksins sitji í ríkisstjórn með tvö mjög erfið ráðuneyti, eins og ég er með. Og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að það sé í raun og veru ekkert vit í því. Það sé ekki eðli- legt. Það sé hægt að hugsa sér að flokksformaður sem ætlar að gegna því starfi meira en að nafninu til, hafi eitt ráðuneyti, tiltólulega létt. En ekki tvö stór. Síðan fer þetta auðvitað eftir því á hvern hátt flokksforystan er að öðru leyti skipuð. Þarf flokksformaður- inn að sinna innri málum flokksins eins og fjármálum og rekstri flokks- skrifstofu frá degi til dags? Þarf hann að sinna málefnum málgagns- ins meira og minna frá degi til dags? Staðreyndin hefur verið sú, að ég hef sinnt þessu öllu talsvert mikið; að sumu leyti lagt í þetta meiri vinnu en til dæmis Lúðvík gerði. Vafalaust hefur þetta bitnað á hinni almennu pólitísku forystu, eða þá að sú viðleitni til almennrar pólitískrar forystu sem ég hef haft, hefur bitnað á hinum praktísku verkum. Þannig að ég er ekki ánægður með þennan tíma, hreint ekki. - Ber að líta á þetta sem yfir- lýsingu um vilja Svavars Gestsson- ar við myndun næstu ríkisstjórnar sem flokkurinn tekur þátt í meðan á formennsku hans stendur? - Já, ég myndi aldrei taka að mér aftur, með formennskunni, tvö svona stór ráðuneyti, aldrei. Það getur verið að maður komist yfir það, sjáðu til, og getur verið að samtók og stofnanir erlendis. Við höfum sett okkur það að vera mjóg virkir í Norðurlandaráði. Ég hef til dæmis lagt talsvert mikla vinnu í veru mína í ráðherranefnd- um ráðsins. Og þar höfum rvið kynnst vel fulltrúum vinstri flokka og sósíaldemókrataflokka á Norð- urlöndum. Einnig höfum við lagt okkur mjög fram um það að vinna vel í Evrópuráðinu á síðustu árum. Þannig að okkar alþjóðlegu tengsl hafa aukist stórlega á síðustu árum, án þess það hafi í sjálfu sér verið gerð nein samþykkt þar um. - Marx, Engels, Lenín, - þrjú stórmenni. Hver er afstaða Alþýðu- bandalagsins til kenninga þessara manna? - Alþýðubandalagið sækir sínar rætur auðvitað til hinnar róttæku verkalýðshreyfingar hér á landi, á því er ekki nokkur vafi. Og menn hika ekkert við að samþykkja það. Ég tel reyndar að Alþýðubandalag- ið eigi sínar rætur allt aftur í sjálf- stæðisbaráttuna gegn Dönum á síðustu öld. Ég held að enginn flokkur og enginn hópur hafi verið ötulli við pað en sósíalistar að sýna fram á samhengið milli verkalýðs- j baráttunnar og sjálfstæðisbarátt- unnar, einnig á síðustu öld. Ég vil í því efni nefna menn eins og til dæmis Sverrir Kristjánsson, sem er einn stærsti sagnfræðingur og ritsnillingur íslensku þjóðarinn- ar. Hann tvinnaði þetta ákaflega vel saman, baráttuna fyrir sósíalisma annars vegar og fyrir sjálfstæði íslensku þjóðarinnar á nítjándu öldinni hins vegar. Við eigum einnig rætur í Alþýðu- Það er að mínu mati sú stóra yfir- sjón hjá þeim í Sovétrikjunum að láta svo á fyrstu áratugum Sovét- ríkjanna að þar sé um að ræða þjóð- félag án andstæðna. Þar sé hin endanlega fullkomnun orðin. Slíkt stenst ekki, vegna þess að þótt Þorsteinn Erlingsson hafi sagt það, þá verður brautin aldrei brotin á enda. Við verðum alltaf að fínna ný og ný verkefni og nýjar og nýjar andstæður munu skáka til okkar nýjum og nýjum verkefnum. vinnuafl. En við skulum ekki gleyma því, að þeir sem kallaðir eru menntamenn í dag eru börn verka- manna og verkakvenna, sem börð- ust hér hörðum höndum fyrir því, í verkföllum og stjórnmálaátökum liðinna áratuga, að tryggja börnum sínum jafnrétti til menntunar. Þannig að við skulum fagna því að þjóðin er betur skólagengin og viðurkenna að það er einn megin- árangur verkalýðshreyfingarinnar að fólkið getur nú gengið í skóla í Um 80% launamanna eiga þær íbúðir sem þeir búa í. Lenín þróaði auðvitað arf Marx og Engels með sínum hætti og færði hann heim við þær aðstæður sem þá voru í Sovétríkjunum. Við höfum hins vegar engan áhuga á hinni lenínísku flokksgerð, þar sem minnihlutinn er svo að segja settur undir ofurvald meirihlutans, hvað sem gerist. Þannig að ég hef hafnað þeim sjónarmiðum, í orði og verki í okkar flokki. vaxandi mæli. Hitt er aftur annað, að milli þeirra sem eru langskólagengnir og hinna sem eru að vinna hörðum höndum við framleiðsluna frá degi til dags, getur alltaf orðið einhver spenna. En hún er minniháttar vandamál, - blæbrigði en ekki átök um grundvallaratriði að einu eða neinu leyti. Við höfum hins vegar lagt á það nákvæmlega það sama sem orðið hefur með íslenskt þjóðfélag á þessu og síðasta ári. Við hófum orðið fyrir áfalli í okkar tekjum og þá verðum við að draga saman seglin og okkar hlutverk í Alþýðubandalaginu erað tryggja að sá samdráttur komi fyrst og fremst niður á þeim sem helst geta borið hann. Nú er því ekki að neita að ég er mjög óánægður með ýmislegt sem snýr að þessari ríkisstjórn, einmitt í því efni. Hún hefur ekki fengist til að taka á innflutningsversluninni. Hún hefur ekki fengist til að taka af neinum myndugleika á verðlags- málum. Hún hefur ekki fengist til að taka á bönkunum eða peningamál- unum. Að því er varðar viðskipta- ráðuneytið, sem við vorum að tala um áðan, þá hefur hún verið ákaflega máttlaus. Og ég held að þetta hafi verið þjóðinni mjög dýrkeypt og sé ein meginástæðan fyrir verðbólgunni sem við búum við núna, og er svo þungbær sem allir þekkja sem þurfa að fara í verslanir og kaupa sér í matinn þessa dagana. - Taka á innflutningsversluninni? Erum við að tala um það sem and- stæðingar þínir myndu kalla hbft og bönn? - Akkúrat. Við erum að tala um það að draga úr innflutningi. Við erum að tala um það að vörur sem fluttar eru til landsins lúti ótvírætt íslenskum reglum og stöðlum. Segjum til dæmis innflutt hús; það sé tryggt með reglum, reglugerðar- útgáfum og óðrum hætti að þau inn- fluttu hús sem hingað koma upp- fylli íslenska staðla um veðurálag og þess háttar. osningar um áratuga skeið it %- ið ¦a i r. Si s- ;a c- 'tr t- ið ig ví s- ;li : la . I- 5? ti 1- ti ið !0 )á ( rf s. n ir: r- '¦%'• maður ljúki því, en enginn er á þessum aldri endalaust og það eru vissulega takmörk fyrir því sem menn geta boðið sér. Vinnan hefur verið gífurlega mikil, ég hef aldrei séð út úr verkum síðan 1978, varla einn einasta sólarhring. Og þannig gengur það auðvitað ekki endalaust, eða mikið lengur. Svo ég mun leggja á það áherslu að fá mikið meiri tíma til að sinna þeim verkum sem mér er trúað fyrir. - Er hugsanlegt að gera flokks- formennskuna að aðalstarfi? - Það finnst mér. Annað hvort á flokksformennskan að vera starf, og þá verulegur hluti starfs, eða þá að flokkurinn kjósi tvo eða þrjá varaformenn sem væru þá í flokks- störfum frá degi til dags en flokks- formaðurinn væri þá mest í fyrir- svari fyrir hina almennu pólitík út á við. - Er Alþýðubandalagið sambæri- legur flokkur við aðra sósíalíska flokka í Evrópu? - Alþýðubandalagið er að mörgu leyti mjög sérkennilegur flokkur. I fyrsta lagi er það svo, að Alþýðu- bandalagið er verkalýðsflokkur, og þar hefur það samleið með.fjölda sósíaldemókratískra flokka í Vest- ur-Evrópu, sem hafa átt mjög verulegan stuðning í verkalýðs- hreyfmgunni. Að hinu leytinu er Alþýðubanda- lagið flokkur þjóðfrelsisbaráttunn- ar og er þannig alveg sér á báti að óllum sósíalískum flokkum í Vest- ur-Evrópu. Af því leiðir svo aftur það að Alþýðubandalagið er fyrst og fremst and-imperíalískur flokk- ur og friðarflokkur í sinni utan- ríkispólitík. Þannig að það er líkt jafnarðarmannaflokkum Vestur- Evrópu að því er varðar verkalýðs- pólitíkina og atvinnustefnuna inn- anlands. En að því er varðar utan- ríkisstefnuna líkist Alþýðubanda- lagið meira til dæmis flokki einsog Sósíalíska þjóðarflokknum í Dan- mörku og hluta af Sósíaldemó- krataflokknum í Svíþjóð. - JV« voru tengsl við Austur- Evrópuflokka rofin eftir innrásina í Tékkóslóvakíu. Hefur komið til tals að taka slík sambönd upp á nýjan leik? - Nei, það hefur ekki komið til tals. Við höfum hins vegar á seinni árum haft vaxandi tengsl við fj'öl- marga aðila, bæði flokka og önnur flokknum frá 1916 og Alþýðusam- bandinu, Kommúnistaflokknum og Sósíalistaflokknum. En Marx og Engels lögðu auðvit- að hin fræðilega grundvöll að baráttu hinnar róttæku verkalýðs- hreyfingar á síðustu öld og það eru auðvitað engir aðrir en þröngsýnir íhaldsmenn sem ætla sér að gera lítið úr þeim fræðilega arfi sem Marx og Engels láta eftir sig. Reyndar er nú Morgunblaðið talandi tákn um það hvert stór- menni Marx hefur verið og er enn þann dag í dag. Það líður aldrei svo ár, jafnvel ekki mánuður, að Morgunblaðið geri ekki allt sem það getur til að sverta minningu þessa manns, sem náttúrlega er til marks um að Morgunblaðinu þyki nokkuð við liggja að koma á hann höggi þar sem hann liggur í gröf sinni. Draga þarf úr gjaldeyrisseyðslu og tryggja um leið samkeppnisstöðu at- vinnuveganna. Þannig að Alþýðubandalagið virðir þessi grundvallarviðhorf þeirra Marx og Engels, sem þeir settu fram á sínum tíma, sem er auð- vitað fyrst og fremst það, að heimur- inn sé stöðugri breytingu undirorp- inn og í annan stað er það áherslan á lögmál andstæðanna sem hjálpar okkur og öðrum til að sjá inn í samtímann og umhverfið og það sem veldur breytingum á þjóðfélag- inu. Það eru stöðugar andstæður, - þær eru alltaf til. - Hvaða reynslu hefur flokkurinn dregið af þeim tveimur ríkisstjórn- um sem þú hefur setið í, eftir að hafa verið nánast staðfastur stjórnarand- stöðuflokkur um margra ára skeið? - Flokkurinn hefur ekki breyst sem flokkur í grundvallar atriðum. Hitt er alveg ljóst, að Alþýðubanda- lagið hefur einsett sér að taka á, þótt móti blási. Alþýðubandalagið er ekki neinn sólskins flokkur, heldur flokkur sem er tilbúinn til að vinna að lausn vandamálanna þegar þau koma upp. Og ég held reyndar að íslensk verkalýðsstétt þurfi að eiga flokk sem _ þorir að takast á við vandann. Ég held hún hafi ekkert við flokk að gera, sem er aðeins í sóknar- og baráttuskapi þegar vel gengur. Alþýðubandalagið hefur þannig verið að styrkjast að reynslu og hæfni. Og ég er ekki í minnsta vafa um það, að þær kosningar sem nú eru framundan snúast fyrst og fremst um það, hvort það verður Alþýðubandalagið eða Sjálfstæðis- flokkurinn sem hefur fofystu á íslandi. Þarna er ekki bara spurn- ingin um það hver vinnur með hverjum, heldur hver hefur foryst- una eftir kosningar í því að móta það þjóðfélag sem hér þróast á næstu árum og áratugum. En Alþýðubandalagið hefur auð- vitað verið að taka sínum breyting- um, það er út af fyrir sig rétt. Eg held að þær séu að mörgu leyti til góðs. En ég neita því hins vegar ekki að ég hef áhyggjur af ýmsu í þeim efnum. Ég hefi til dæmis viljað að fræðslustarfið hefði verið mikið betra í flokknum en það hefur verið á liðnum árum. Svo fagna ég því alveg sérstaklega að mér finnst vera miklu meira líf í ungu fólki í kringum okkur núna, en það var til dæmis í fyrra og hitteðfyrra. Þannig að það er líf í Alþýðubandalaginu. Það er ekki staðnaður flokkur; það er lifandi flokkur. - En nú hefur því verið haldið fram, að menntamannaarmur Al- þýðubandalagsins sé að yfirtaka ftokkinn meira eðaminna, þannig að ekki sé lengur neitt plássfyrir verka- lýðinn þar inni. - Alþýðubandalagið á auðvitað að leggja á það áherslu, að vera þannig flokkur, að þar séu launa- menn í yfirgnæfandi meirihluta og þeir sem lifa af því að selja sitt áherslu, að hafa í okkar þingflokki fulltrúa úr verkalýðshreyfingunni. Og ég minni á að allar götur frá 1942 hefur formaður Dagsbrúnar verið á þingi fyrir hreyfingu sósíalista í Reykjavík. Ég tel að þessi stað- reynd sé ákveðin undirstrikun á því að Alþýðubandalagið vill vera verkalýðsflokkur, vill nálgast hinn almenna vinnandi mann og ganga fyrir hann með sín viðfangsefni. Og klofningur milli verkalýðs og menntamanna er ekki hjá okkur. Ekki klofningur, - það er áherslu- munur. - Verkalýðsflokkur, segirðu? Nú hefur Alþýðubandalagið verið gagn- rýnt fyrir að eiga þátt í kjaraskerð- ingum og eins og hugtök eins og samráð við verkalýðshreyfinguna séu innan gæsalappa hjá ráðherrum flokksins. Fxr Alþýðubandalagiðþau eftirmæli eftir þessa ríkisstjórn, að það hafi verið kjaraskerðingarflokk- ur? - Nei, það væri fjarstæða. Ég tel að hægt sé að sýna fram á það með óyggjandi rökum, að á valdatíma þessarar ríkisstjórnar hafi laun verið hærra hlutfall af hreinum þjóðartekjum en nokkru sinni fyrr. Þjóðartekjur hafa lækkað mjög mikið og dregist saman. Launin hafa dregist saman líka, en minna en þjóðartekjurnar. Það liggur fyrir í tölum sem ég hef fengið hjá Fram- kvæmdastofnun og Þjóðhagsstofn- un, að launin sem hlutfall af hreinum þjóðartekjum eru hærri en þau hafa nokkru sinni áður verið. Það er hins vegar rétt að það hefur orðið skerðing á kaupmætti launa. ef ekki hefði orðið skerðing á kaup- mættinum væru erlendar skuldir okkar ennþá hærri en þær eru núna; þá væri staða okkar gagnvart fram- tiðinni ennþá verri en hún er núna og ég held að það sé einmitt merki um það að Alþýðubandalagið sé góður og í rauninni sterkur verka- lýðsflokkur, sem hefur þor og kjark til að takast á við vandann, að þegar að sverfur í þjóðarbúinu, þá þorum við að taka á málinu og erum tilbúnir til að segja „þetta lækkar og þetta lækkar", en við gerum það effir alveg ákveðnum reglum. Ég er sannfærður um að allir þeir sem hafa haft fyrir heimili að sjá, þekkja það, að þegar samdráttur verður í tekjum verða menn að draga við sig ýmsa hluti. Og það er Hugsum okkur matvæli sem flutt eru inn. Það hefur verið mjög lítið og slælegt eftirlit með innffuttum matvælum. Við erum nú að taka upp í fyrsta sinn og reyndar eftir- lit með innfluttum húsum líka. Með þessu móti er hægt að setja hér reglur sem koma málunum í eðlilegt horf, og styrkja um leið samkeppnisstöðu okkar íslensku atvinnuvega, - draga úr gjaldeyris- eyðslu og þar með viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun. - En væri ekki nær að koma í veg fyrir að húsin séu flutt inn og láta smiða þau hér á landi? Og eins húsgbgn og innréttingar? - Það kemur mjög til greina. - Hvernig stæði það gagnvart EFTA? - Út af fyrir sig er ég sannfærður um að ef okkar mál væru kynnt fyrir Fríverslunarbandalaginu af ein- hverjum þrótti og gerð grein fyrir því þar hve miklu áfalli við hefðum orðið fyrir í okkar þjóðartekjum, sem er meira áfall en nokkur EFTA-þjóð hefur orðið fyrir um áratugaskeið, þá er ég sannfærður um að menn myndu samþykkja sérreglur fyrir ísland á þessum sviðum. En eftir því hefur aldrei verið leitað. Þannig að það er ekki nóg með að menn séu loppnir að því er varðar tök á þessum málum hér innanlands heldur hafa menn ekki haft upp- burð og einurð í sér til að bera málin upp fyrir íslands hönd í alþjóðleg- um samtökum. Þarna er auðvitað um að ræða hluti sem kannski stríða gegn reglum Fríverslunarbandalagsins, en hér er um að ræða ákvarðanir sem hugsanlega stæðu skamma stund, eitt, tvö, þrjú ár, meðan við erum að vinna okkur úr kreppunni. Ég held að það sé allt í lagi, þótt okkar húsgagnaiðnaður til dæmis hafi einhverja samkeppni erlendis frá, en við eigum ekki að láta sam- keppnina drepa okkar eigin at- vinnuvegi. - Snúum okkur að næstu framtíð. Hver verða meginmarkmið Alþýðu- bandalagsins í komandi kosningum? - Við munum setja fram tillögu urh samstarf til kjósenda, þjóðar- innar og samtaka hér í landinu. Samstarf um í fyrsta lagi íslenska atvinnustefnu, það er að segja Framhald á bls. 7. NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.