Norðurland - 25.03.1983, Qupperneq 6

Norðurland - 25.03.1983, Qupperneq 6
/ \ Slæmar horfur í byggingar- iðnaði Um sjötíu manns sóttu fund um atvinnuástand og horfur sem samtök sveina og meist- ara í byggingariðnaði boð- uðu til á Hótel KEA sl. fimmtudagskvöld. Fundinn sátu flestir bæjarfulltrúar Akureyrar og þingmenn kjör dæmisins. I inngangserindi Marinós Jónssonar frkvstj. Meistara- félags byggingamanna á Norðurlandi kom m.a. fram að fyrirsjáanlegur væri alvar- legur verkefnaskortur í bygg- ingaiðnaði, sem rekja mætti til stöðnunar í atvinnuupp- byggingu á Eyjafjarðarsvæð- inu. Guðmundur Omar Guð- mundsson formaður Tré- smiðafélagsins benti á að skráðir atvinnuleysisdagar trésmiða og múrara væru orðnir um 560 það sem af er árinu, en urðu 680 á öllu árinu 1982. Byggingamenn leituðu nú í auknum mæli út fyrir starfsgreinina, auk þess sem nemum færi ört fækk- andi. Ingólfur Jónsson form. MBN sagði tækniuppbygg- ingu og framleiðslugetu norð lenskra byggingafyrirtækja með því besta sem fyndist hérlendis. Um 60% allra bygginga á höfuðborgar- svæðinu væru á vegum opin- berra aðila, meðan slíkar framkvæmdir væru í lág- marki hér. Undanfarna mán- uði hefðu byggingafyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu sagt upp 117 starfsmönnum og hefðu 97 þegar látið af störf- um. Bygging stóriðju við Eyjafjörð væri ein þeirra leiða sem gætu breytt ástand- inu. Miklar umræður urðu á fundinum og tóku fjölmarg- ir til máls. Má þar nefna þingmennina Halldór Blöndal Lárus Jónsson og Ingvar Gíslason menntamálaráð- herra, Helga Guðmundsson bæjarfulltrúa, Sigurð Óla Brynjólfsson bæjarfulltrúa og marga starfandi menn úr Byggingariðnaðinum. Kom fram í máli manna mikill ótti um að ástandið í byggingariðnaðinum ætti enn eftir að versna og taldi Tryggvi Pálsson fram- kvæmdastjóri Smárans hf. að mörg fyrirtæki hefðu ekki örugg verkefni nema í besta falli tvo til þrjá mánuði fram í tímann. Síðastur talaði Steingrím- ur J. Sigfússon, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra og benti á að samkeppnis- iðnaður hafi fengið leiðrétt- ingu sinna mála að undan- förnu, en enn vantaði mikið uppá að hann nyti sama stuðnings stjórnvalda og í nágrannalöndunum. Stað- reynd væri að innflutt hús uppfylltu ekki kröfur inn- lendra staðla hvað snerti einangrun og raflagnir. Hann taldi laklega hafa verið staðið að verndun innlends iðnaðar gegn innflutningi. Fundarmenn virtust sam- mála um að verulegt átak þyrfti að koma til í atvinnu- málum byggðarinnar og full þörf á að beita ríkisstjórn og bæjaryfirvöld þrýstingi til að hagsmunir byggðarlagsins yrðu ekki fyrir borð bornir á næstumissiruim^^^^^^^ 6 - NORÐURLAND Iðjufélagar, Akureyri Aðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks á Akur- eyri, verður haldinn á Hótel KEA laugardaginn 9. apríl n.k. kl. 2 e.h. FUNDAREFNI: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Félagar! Mætið vel og stundvíslega. STJÓRNIN. Kvennaathvarf Laugardaginn 26. mars kl. 14 verður haldinn opinn fundur um kvennaathvarf og ofbeldi á heimilum að Hótel KEA - gildaskála. Tveir aðstandendur kvennaathvarfsins í Reykja- vík segja frá reynslunni af því starfi og sýna kvikmynd. Rætt verður um þörf og áhuga á stof nun kvenna- athvarfs á Akureyri. Jafnréttishreyfingin á Akureyri. AUGLÝSING um aðalskoðun bifreiða á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu Samkvæmt umferðalögum hefir verið ákveðiC að aðalskoðun bifreiða 1983 hefjist 5. apríl n.k og verði sem hér segir: 5. apríl A- 1 til A- 200 9. maí A-4601 til A-4800 6. apríl A- 201 til A- 400 10. maí A-4801 til A-5000 7. apríl A- 401 til A- 600 11. maí A-5001 til A-5200 8. apríl A- 601 til A- 800 13. maí A-5201 til A-5400 11. apríl A- 801 til A-1000 20. maí A-5401 til A-5600 12. apríl A-1001 til A-1200 24. mai A-5601 til A-5800 13. apríl A-1201 til A-1400 25. mai A-5801 til A-6000 14. apríl A-1401 til A-1600 26. mai A-6001 til A-6200 15. apríl A-1601 til A-1800 27. maí A-6201 til A-6400 18. apríl A-1801 til A-2000 30. mai A-6401 til A-6600 19. apríl A-2001 til A-2200 31. maí A-6601 til A-6800 20. apríl A-2201 til A-2400 1. júní A-6801 til A-7000 22. apríl A-2401 til A-2600 2. júni A-7001 til A-7200 25. april A-2601 til A-2800 3. júní A-7201 til A-7400 26. apríl A-2801 til A-3000 6. júní A-7401 til A-7600 27. apríl A-3001 til A-3200 7. júní A-7601 til A-7800 28. apríl A-3201 til A-3400 8. júni A-7801 til A-8000 29. apríl A-3401 til A-3600 9. júní A-8001 til A-8200 2. maí A-3601 til A-3800 10. júní A-8201 til A-8400 3. maí A-3801 til A-4000 13. júní A-8401 til A-8600 4. maí A-4001 til A-4200 14. júní A-8601 til A-8800 5. maí A-4201 til A-4400 15. júni A-8801 til A-9000 6. maí A-4401 til A-4600 Skoðun léttra bifhjóla fer fram 2. til 6. maí n.k. Eigendum eða umráðamönnum bifreiða ber að koma með bifreiðir sínar að skrifstofu bifreiða- eftirlitsins í lögreglustöðinni við Þórunnarstr., og verður skoðun framkvæmd þar mánudaga til föstudaga kl. 08.00 til 16.00. Festivagnar og tengivagnar skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Skoðun bifreiða á Dalvík og nágrenni fer fram við Víkurröst, Dalvík dagana 16. 17. og 19. maí n.k. kl. 08.00 til 16.00. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskírteini, sýna ber skilríki fyrir því að bifreiðagjöld fyrirárið 1983séu greidd, og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi. Hafi gjöld þessi ekki verið greidd, verðurskoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðvuð, þar til gjöldin eru greidd. Athygli skal vakin á því að skráningarnúmer skulu vera vel læsileg, og í skráningarskírteiní skal vera áritun um það að aðalljós bifreiðarinn- ar hafi verið stillt eftir 31. júlí 1982. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoð- unar á réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðarlögum og lögum um bifreiðaskatt og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga að máli. Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík, Sýslumaöurinn í Eyjafjaröarsýslu. 23. mars 1983. Tilboð - Fasteign Tilboð óskast í húseignina Brekkugötu 34, Ak- ureyri. Húsið er kjallari, hæðog ris með kvistum. Gólfflötur hverrar hæðar er ca. 110 m2. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu Iðju, Brekku- götu 34, á skrifstofutíma, sími 23621. Iðja, félag verksmiðjufólks, Akureyri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar eftir að ráða sérfræðing ó röntgen- deild sjúkrahússins. (13 1/3 eyktir). Upplýsingar um stöðuna veitir Sigurður Ólason yfirlæknir, röntgendeild, sími 96-22100. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra, eigi síðar en 31.05. 1983. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Bamagæsla Störf gæslufólks við barnaleikvelli Akureyrar- bæjar á komandi sumri eru laus til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri og sótt námskeið í uppeldisfræðum, eða hafa hald- góða reynslu í barnauppeldi. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Akureyrarbæjar. Umsóknir skal senda til leikvallanefndar, skrif- stofu Akureyrarbæjar, fyrir 11. apríl n.k. Nánari upplýsingar um störfin gefur umsjónar- maður leikvalla í síma 21281, milli 10-12 f.h. Leikvallanefnd. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Barnaleikvellir Starf eftirlitsmanns leikvalla á komandi sumri er laust til umsóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi fóstrumenntun, eða reynslu á hliðstæðu sviði. Umsækjandi þarf að hafa bifreið til afnota. Umsóknarfrestur til 4. apríl n.k. Nánari upplýsingar um starfið gefur umsjónar- maður leikvalla í síma 21281, milli 10-12 f.h. Leikvallanefnd. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Kjörskrá Kjörskrá til alþingiskosninga, sem fram eiga að fara 23. apríl n.k. liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunni að Geislagötu 9 frá 22. mars til 8. apríl á venjulegum skrifstofutíma. Kærur vegna kjörskráningar skulu hafa borist til bæjarstjóra eigi síður en 8. apríl n.k. Menn eru hvattir til að kynnasérhvort nafn þeirraerá kjörskránni. Akureyri, 21. mars 1983. Bæjarstjóri.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.