Norðurland - 25.03.1983, Blaðsíða 7

Norðurland - 25.03.1983, Blaðsíða 7
Þetta verða örlagaríkustu kosningar um áratuga skeið Framhald af opnu. íslenska framleiðslustefnu; íslenska orkunýtingarstefnu þar sem útlend- ingum er ekki hleypt í orkulindirn- ar eins og gert var í Straumsvík á sínum tíma. Og í öðru lagi munum við leggja áherslu á alhliða átak í baráttunni gegn verðbólgunni. Þetta eru í rauninni megináherslu- þættir okkar í efnahagsmálunum. Jafnframt munum við áfram leggja fram tilteknar kröfur til jafnréttis í þjóðfélaginu, til að auka félags- leganjöfnuð. Við munum setja fram tilteknar kröfur varðandi auðlindir og umhverfi og loks varðandi utan- ríkis- og friðarmál. Þessir fimm áhersluþættir verða aðalmálin af hálfu Alþýðubanda- lagsins í þessari kosningabaráttu. Ég hel það sé alveg ótvírætt að þjóðin standi núna ákrossgötum og jafnvel frammi fyrir mikilli hættu. Ég held það sé veruleg hætta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar í því fólgin, ef hún verður fórnarlamb þeirrar markaðshyggju sem Verslunarráðið og Sjálfstæðisflokkurinn boða nú um þessar mundir. Ég óttast að ef markaðshyggjan leiðir yfir okkur það atvinnuleysi sem verið hefur í grannlöndum okkar um áraþil, þá muni það mala niður trú íslend- inga á því að hægt sé að lifa hér í þessu landi. En sú trú er einmitt meginforsenda fyrir því að þjóðin heldur enn, þrátt fyrir allt sjálfstæði sínu. Atvinnuleysi óttast ég hér á næstu árum ef íhaldið kemst til valda. Ég óttast fjöldaatvinnuleysi. Ég tel að það hafi komið í ljós í grannlöndum okkar hvílíkar mannlegar þjáningar slíkt atvinnuleysi hefur í för með sér. Menn sjá hvernig það hefur birst í vandamálum unga fólksins, unglinganna í grannlöndum okkar og Bretlandi og víðar. En ég held að þetta atyinnuleysi yrði miklu sárara hér á íslandi en nokkurs staðar annars staðar. I fyrsta lagi vegna þess að við erum svo fá, að stærð einstaklingsins er meiri og sársauki hans þar af leiðandi dýpri þegar honum er beinlínis hent út og tilkynnt að ekki séu not fyrir hann lengur. I öðru lagi er íslenskt þjóðfélag svo sérkennilega saman sett, að hér eiga um 80% launamanna þær íbúðir sem þeir búa í. Og maður sem hefur atvinnu á erfitt með að láta enda ná saman. Atvinnulaus maður getur það ekki. Það þýðir með öðrum orðum, að það verður hrun á þessum almenna íbúðamarkaði. Þessar íbúðir verða settar á nauð- ungaruppboð, og hverjir verða það sem geta keypt? Það eru auðvitað þeir sem eiga næga peninga fyrir. Þannig værum við auðvitað að mola niður þetta íslenska jafnaðar- kerfi sem við höfum verið að byggja upp á liðnum áratugum. Auðvitað myndu menn ekki þola hér atvinnu- leysi langtímum saman, en hvert væri svar íhaldsins? Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi eystra: KOSNINGASKRIFSTOFA hefur verið opnuð að Eiðsvallagötu 18, Akur- eyri, og verður opið fyrst um sinn frá kl. 13.00 og fram eftir kvöldum. Kosningastjóri er Heimir Ingimarsson og starfs- menn Geirlaug Sigurjónsdóttir og Helgi Har- aldsson. Allt stuðningsfólk Alþýðubandalagsins er hvatt til að setja sig í samband við skrifstofuna og helst líta inn. Starfið er komið í fullan gang og alltaf heitt á könnunni. Símar skrifstofunnar eru 96-21875 og 25875. Þórshöfn - Raufarhöfn og nágrenni Alþýðubandalagið boðar til almennra stjórn- málafunda í Félagsheimilinu á Þórshöfn föstu- daginn 25. mars kl. 20.30 og í Félagsheimilinu á Raufarhöfn laugardaginn 26. mars kl. 13.00. Stuttar framsöguræður og almennar umræður. Á fundina mæta Steingrímur J. Sigfússon, Svan- fríður Jónasdóttir og Heimir Ingimarsson. Allir velkomnir. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ. KOSNINGASKRIFSTOFA Alþýðubandalagsins á Húsavík verður í Snæ- landi, Árgötu 12, og verður opin frá og með 5. apríl n.k. Kosningastjóri er Snær Karlsson. Alþýðubandalagið á Húsavík. KOSNINGASKRIFSTOFA Alþýðubandalagsins á Raufarhöfn verður að Ásgötu 25. Kosningastjóri er Angantýr Einarsson. Alþýðubandalagið á Raufarhöfn. Svarið væri auðvitað að senda menn í vinnu hjá erlendum auð- hringjum sem reistu hérna álverk- smiðjur, kannski tuttugu í kringum landið, og hjá Ameríkananum, sem auðvitað færi af stað með stórfelldar framkvæmdir í Helguvík og flug- stöðinni. Þannig að ég tel að hvernig svo sem allt veltist, þá sé áhersla á íslenska leið, þjóðleg viðhorf annars vegar, andspænis markaðshyggj- unni og íhaldssjónarmiðunum hins vegar, þeir valkostir sem slagur- inn kemur til með að standa um í komandi kosningum. Verður Al- þýðubandalagið þess umkomið eftir kosningar að stöðva framsókn íhaldsaflanna? Framsóknarflokk- urinn mun ekki gera það, og Al- þýðuflokkurinn mun ekki geta gert það, því hann er í rúst. Eina hugsanlega leiðin er sú að samein- ast um Alþýðubandalagið og þeim mun grátlegra er það, ef einhverjir vinstrimenn og verkalýðssinnar hér á landi og þjóðfrelsissinnar láta sér til hugar koma að það sé einhver lausn fólgin í því að styðja framboð sem eru greinilega hrein stundar- fyrirbrigði og geta í rauninni ekki orðið til neins annars en tvístra kröftunum þegar við þurfum á öllu öðru frekar að halda. - Mig grunar að þú eigir ekki síst við Vilmund Gylfason, sem boðar nú valddreifingu og ýmsa góða hluti? Og jafnvel kvennalista? - Rétt. - Um kvennaframboðið er það að segja, að verulegur hluti af málatilbúnaði þess er kominn upp úr stefnuskrám Alþýðubandalags- ins, og auðvitað fögnum við nýjum liðsmönnumr En það verður þá að vera á hreinu að þarna sé um að ræða nýja liðsmenn, en ekki sé verið að tvístra þeim sem þegar eru sama sinnis í íslenskum stjórnmálum. Varðandi Vilmund er það hins vegar svo fráleitt sem það frekast getur verið, að líta á hann sem eitthvert endurnýjunarafl í íslensk- um stjórnmálum. I fyrsta lagi: Ekkert, ekkert í því sem Vilmundur hefur sett fram er nýrra en svo, að faðir hans skrifaði það í Helgafell árið 1946, ekkert! Menn þurfa ekki annað en lesa grein Gylfa Þ. Gíslasonar í Helgafelli 1946 til að sjá allar þær hugmyndir sem Vilmundur er með núna, og er reyndar ekki allt tekið með. Og það gengur allt út á eitt; að veikja lýðræðið og þingræðið. Vilmundur leggur nefnilega til, eins og kunnugt er, að forsætisráð- herra verði þjóðkjörinn og hann fái meira vald en forseti Frakklands og forseti Bandaríkjanna. Þannig er verið að ýta hér undir einræði; það er verið að nota upplausnina í íslenskum stjórnmálum sem mikið er talað um, til að ýta undir vísi að sterka manninum. Og Vilmundur Gylfason gengur sem sagt þetta langt, að hann ætlast til þess að settur sé upp svotil alvalda forsætis- ráðherra, við hliðina á forseta Islands og á móti Alþingi, þannig að það geti enga björg sér veitt,ef þessi maður fer fram með gerræði. Það er auðvitað svo hrikalegt, að nokkur maður skuli fytja tillögu af þessu tagi, að það tekur engu tali, og það er athyglisvert aðenginn skuli hafa svarað honum. Ástæðan er senni- lega sú, að menn hafa talið víst að það yrði ekki tekið mark á honum. Ég tel að þessi sjónarmið Vil- mundar Gylfasonar séu ákaflega hættuleg og það kæmi mér út af fyrir sig ekkert á óvart þótt hægri öflin fylktust í kringum framboð af þessu tagi, því þetta eru nákvæmlega þeirra stefnumið sem þarna er verið að kynna. En þarna er ekki verið að kynna stefnu sem getur verið aðgengileg fyrir lýðræðissinna og vinstri menn. Ég skal aðeins útskýra hlutverk forsætisráðherra, samkvæmt stefnu miðum Vilmundar. Hann hefur framkvæmdavaldið algerlega í hendi sér og það er ekki hægt að setja hann af, þannig að hann situr í fjögur ár og þingið ræður ekki að einu eða neinu leyti við hann. Bara eitt mjög lítið dæmi; hvalamálið sem upp kom nýlega. Sjávarútvegsráð- herra tekur ákvörðun, en er rekinn til baka með hana af þinginu. Þykir sjálfsagt mál, sem það er. Sam- kvæmt tillögu Vilmundar Gylfa- sonar væri þetta ekki hægt. Ráð- herrann þyrfti ekki að taka tillit til vilja þingsins. - Þú sagðir áðan aðþað værimikið að gera hjá þér. Hvernig er hinn dxmigerði dagur í lífi félagsmála- ráðherra og formanns Alþýðubanda- lagsins? - Jaa, svo mikið er víst, að hann er ekki samkvæmt nýju lögunum um vinnuvernd, það er alveg á hreinu. Ég gef sjálfum mér undan- þágu frá þeim lögum upp á hvern einasta dag. Venjulegur vinnudagur er þannig að ég er kominn til vinnu um átta- leytið á morgnana og til dæmis í dag, er ég búinn að vinna um tíuleytið í kvöld, - og þá á ég símtölin eftir. Annað kvöld (miðvikudag) er ég með fund um húsnæðismál, fimmtu- dagskvöldið er ég með fund í annarri deild Alþýðubandalagsins í Reykjavík, á föstudagskvöldið með fund á Stokkseyri, á laugardag er ráðstefna um atvinnumál í bygg- ingariðnaði, á sunnudag fundur í Ólafsvík, á þriðjudag er fundur á ísafirði. Þá eru komnir páskar. Þannig að það er eins gott fyrir menn að hafa sæmilega heilsu til að standa í þessu. Og verst er auðvitað að maður er alltof mikið fjarri fjölskyldu sinni við þessar aðstæður. - Einhver lokaorð til lesenda og annarra kjósenda? - Já, gjarnan. Éghef orðið varvið að menn telja að þær kosningarsem verða 23. apríl séu fyrri kosningar af tveimur og skipti í rauninni sára- litlu máli. I fyrsta lagi liggur ekkert fyrir um að hér verði tvennar kosningar, og ég óttast að þau öfl sem geta náð saman eftir kosningar, Framsókn- arflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn, muni setjast hér niður til fjög- urra ára. Þannig að það verði aðeins þessar kosningar til að gera upp við þessi öfl. Við skulum gera okkur grein fyrir því að ef þau vinna kosningasigur, þá munu þau ekki sleppa þeim sigri úr hendi sér eftir nokkrar vikur, það er útilokað. Við skulum gera okkur fulla grein fyrir því. Þess vegna er það, að þær kosn- ingar sem nú fara fram fela í sér ákvörðun um hvernig íslandi verð- ur stjórnaðí meginatriðum fram til aldamóta. íhalds-framsóknarstjórn sem nú tæki við völdum, gæti unnið sjálfstæði þjóðarinnar, lífskjörum og framtíðarvonum óbætanlegt tjón. Til að syna hvað ég á við, minni ég á til dæmis álverið í Straumsvík, sem var eitt af verkum þáverandi ríkisstjórnar sem sat í tíu ár. Það tjón sem þá var unnið á efnahags- lífi íslendinga hefur reynst erfitt að bæta og er auðvitað því aðeins hægt að Alþýðubandalagið komi mjög sterkt út úr þeim kosriíngum sem framundan eru. En ég vil undirstrika að ekki er víst að annað tækifæri gefist í fjögur ár og það er of seint að átta sig eftir að íhaldsöflin eru búin að hrinda hér í framkvæmd markaðs- hyggjunni, eftir að atvinnuleysið er orðið hér alls ráðandi, eftir að menn eru farnir í vinnu hjá hernum og erlendum auðhringjum í stórum stíl. Þess vegna er spurningin um það, hvort núna fáist þjóðin til að skilja, að þetta eru einhverjar örlagarík- ustu alþingiskosningar sem hér hafa farið fram um margra áratuga skeið. Við höfum aldrei fyrr í þrjátíu ár staðið frammi fyrir því, að hermangsvinna yrði hlutskipti þús- unda og tugþúsunda íslendinga. En við stöndum frammi fyrir þ.ví núna. Við stöndum að þessu Íeytinu til svipað og eftir 1950 og það má orða það þannig, að fyrstu áratugina í sögu lýðveldisins var baráttan gegn hernum, á móti Atlantshafsbanda- laginu; sjálfstæðisbarátta. Hún var á móti ameríska sjónvarpinu og á móti útfærslu hernámsins. Núna er víglína sjálfstæðisbar- áttunnar komin innar og það er erfiðara að standa vaktina og verjast núna en áður. Hún er komin inn að efnhagslegu sjálfstæði þjóð- arinnarog þar með er kannski hið stjórnarfarslega fullveldi lands- manna lítið annað en form, eftir að hið efnahagslega sjálfstæði er hrun- ið. Og ég held að það væri allra mikilvægasta verkefni Alþýðu- bandalagsins á næstu árum, að glæða aftur það sem kallað hefur verið þjóðleg vitund og þjóðleg viðhorf, virðing fyrir sögu þjóðar- innar, tungu og menningu. Ef okkur mistekst það, er til lítils barist fyrir góðum lífskjörum. hm. Ekki verði dregið úr félagslegri þjónustu Bókun fulltrúa AB í bæjarstjórn Akureyrar Sú fjárhagsáætlun, sem hér liggur fyrir til afgreiðslu, ber einkenni um það erfíða efna- hagsástand, sem nú ríkir. I fyrsta sinn, um allmargra ára skeið, er ekki um að ræða marktækar nýframkvæmdir í dagvistarmálum, né heldur umtalsverða aukningu á þjón ustu þeirri, sem veitt er á vegum Félagsmálastofnun- ar. Samhliða þessu stefnir svo í það, að tekin verði gjöld fyrir ýmsa þjónustu, sem hingað til hefur verið veitt endurgjaldslaust. Af hálfu Alþýðubandalagsins hefur verið valinn sá kostur, að fallast á að tekin verði upp gæsluvallagjöld, fremur en að eiga á hættu að uppbygg- ing og þjónusta á þessu sviði dragist saman, og að mótað- ar væru tilögur um gjöld fyrir bókaútlán Amtsbókasafns- ins. Af þessu tilefni vil ég taka fram að ég tel brýna nauðsyn bera til að gerð verði ýtar- leg úttekt á gjaldtöku bæjar- sjóðs og stofnana á hans vegum fyrir þá þjónustu sem veitt er, í því skyni að móta heildarstefnu um það hver hlutur neytandans/viðskipta vinarins í rekstrakostnaði viðkomandi stofnana eigi að vera. Alþýðubandalgið telur, að það hlé sem nú verður á upp- byggingu dagvista, megiekki standa nema þetta árið og beri brýna nauðsyn til, að hefja framkvæmdir við dag- vistina Hamrakot á næsta ári. Eins og eðlilegt er, við þær aðstæður sem nú ríkja eru verklegar framkvæmdir minni en æskilegt er. Eigi að síður er veitt verulegum fjár- munum til framkvæmda við Síðuskóla, Verkmennta- skóla og verkamannabústaði. Á hinn bóginn er nú hækkun á fjárveitingum til gatna- gerðar hlutfallslega minni en áætlað verðbólgustig. Alþýðubandalagið hefur unnið að gerð áætlunarinnar með það í huga að félagsleg þjónusta verði ekki skert og að fjárhagsstaða bæjarsjóðs haldist álíka sterk og verið hefur. Hvorutveggja hefur í meginatriðum tekist. HÚS TIL SÖLU Til sölu er 175 m2 einbýlishús úr timbri við Hraunholt í Glerárhverfi. Afhending eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 22509 á kvöldin. NORÐURLAND - 7

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.