Norðurland - 08.04.1983, Blaðsíða 1

Norðurland - 08.04.1983, Blaðsíða 1
8. árgangur Föstudagur 8. apríl 1983 4. tölublað Gefið út af stjórn kjördæmaráðs Alþýðubandalagsins í Norð- urlandskjördæmi eystra. Ritnefnd: Helgi Guðmundsson (áb), Erlingur Sigurðarson, Þröstur Ás- mundsson, Steinar Þorsteinsson, Steingrímur J. Sigfússon. Aðsetur: Eiðsvallagata 18, Akureyri, sími 21875 Pósthólf 492, 602 Akureyri. Prentsmiðja Björns Jónssonar. Nokkur orð um réttlæti og ranglæti. Helgi Guðmundsson svarar Stefáni Val- geirssyni, bls. 2. Orkuverð til ísal og heimilanna: Munurinn er átjánfaldur Aðalheiður Steingrímsdóttir skrifar: Verkalýðsbarátta - kvennabarátta bls. 2. Verkfræðingafélag íslands hélt nýlega fund um stóriðjumál í Sjallanum A Akureyri. Framsögumenn á fundinum voru þeir Ragnar Halldórsson forstjóri Isal, Knútur Otterstedt rafveitustjóri og Bjarni Guðleifsson tilraunastjóri á Möðruvöllum. Fundurinn varvelsótturen fundarboðendur voru afar uppteknir af þeim alvarlega vanda að bein útsending frá Vembley leikvanginum í London var að bresta á. Varð að skera niður umræður og hespa fundarslitin af svo að fundarmönnum gæfist kostur á að sjá Liverpool og Manchester United leiða saman hesta sína. Orkuverðið til Isal ætti að vera a.m.k. þrisvar sinnum hærra. Ragnar Halldórsson „upplýsti" fundarmenn um orkuverð sem ýmis álver yrðu að greiða. Taldi hann að álverið í Straumsvík greiddi snökktum hærra verð en önnur „útflutningsálver". Birti hann töflur um orkuverðið og samkvæmt þeim var orkuverðið til ísals 6,5 mills (eitt mill er 1/1000 úr dollar) meðan aðrir slyppu við að greiða að meðaltali nokkuð innan við 6 mills. Forstjórinn kvaðst ekki geta skýrt þann mun sem væri á upplýsingum Iðnaðarráðuneyt- isins og hans í þessu efni. Þó gæti skýringin í einhverjum tilvikum verið sú að Iðnaðar- ráðuneytið teldi með skatt- greiðslur á raforku sem hann hefði ekki með í sínum tölum. „Upplýsingar" forstjórans voru merkilegar fyrir það sem ekki var sagt. Er það til dæmis hugsanlegt að forstjóri ísals viti svo lítið um áliðnaðinn-íheimin- Samstarfsgrund- völlur Alþýðu- bandalagsins - opna. Er Nato einkamál karla? Klói skrifar pistil - baksíöa. Húsavíkurhöfn. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra hefur beitt sér fyrir margvíslegum athugunum á nýjum iðnaðarkost- um. Meðal þeirra er trjákvoðuverksmiðja, sem rætt hefur verið um að rísi á Húsavík. Undirbúningur ákvarðana um nýja framleiðslu hefur verið afar vandaður af hálfu iðnaðarráðuneytisins, einatt til lítillar gleði fyrir leslata stjórnarandstæðinga. um að hann geti ekki skýrt muninn á eigin tölum og iðnaðarráðuneytisins á raforku- verði í áliðnaði, úr því hann ekki treystir sér til að véfengja tölur ráðuneytisins? Um svipað leyti og fundurinn var haldinn kom út skýrsla sem iðnaðarráðuneytið hefur látið yinna um hagkvæmni áliðju á Islandi sem unnin er af norska álfyrirtækinu Árdal Sunndal verk. ASV telur áliðjuna hagkvæma þó að fyrirtækið greiddi nærri þrefalt hærra verð en ísal eða 17,5 mills. fyrir rafmagnið. Auk þess liggja nú fyrir upplýsingar um að fjöl- mörg álver, einkanlega í Evrópu greiða yfir 20 mills fyrir orkuna, en þeim upplýsingum sleppti Ragnar Halldórsson í sinni tölu. Það er því alveg ljóst að ísal getur greitt a.m.k. þrisvar sinnum meira fyrir orkuna en nú er. Súrálsverðið til Isal er miklu hærra en hægt er að fá á heimsmarkaði. I skýrslu ASV koma fram merkar upplýsingar um súráls- verð. Þar sem í ljós kemur að súrálsverðið (súrál er megin hráefnið sem þarf til álfram- leiðslu) sem Isal greiðir er miklu hærra en almennt gerist á heims- markaði. Ragnar Halldórsson lét hafa það eftir sér í blöðunum nýverið að álverið í Straumsvík byggi við langtímasamninga um Framhald á bls. 2. Alþýðubandalag gegn íhaldi Nú fyrir skemmstu dundu látlaust á þjóðinni gegnum útvarp, auglýsingar um kappræðufund milli þeirra stór- spekinganna Jóns Baldvins Hannibalssonar og Alberts Guðmundssonar. Það vafðist nú reyndar fyrir mörgum um hvað hægri krati eins og Jón Baldvin ætlaði að kappræða við Albert enda varð niðurstaða fundarins sú helst að sögn að þeir kumpánar mærðú mjög Viðreisn- arstjórnina sálugu og óskuðu sér einskis frekar en annarrar slíkrar. Alkunna er að Vilmundur Gylfason æöstiprestur í Bandalagi jafnaðarmanns telur gömlu viðreisn í hópi bestu ríkisstjóma og væri honum því væntanlega Ijúftað fljóta með gömlum félögum sínum inn á fjólubláar draumalendur nýs viðreisnartímabils. Þessir kærleikar allir með Natókrötum og íhaldi ættu út af fyrir sig að vera landsmönnum, og þó einkum og sér í lagi íbúum dreifbýlisins, nokkurt íhugunarefni og er þó ekki allt talið enn. Ónefndur er til sögunnar Fram- sóknarflokkurinn og gjaforðavonir hans um þessar mundir. Þeir sem nokkuð þekkja til málflutnings Framsóknar- flokksins gegn um tíðina vita að forráðamenn þess flokks hafa ætíð reynt að hagræða seglum eftir því hvernig pólitískir vindar blása þessa eða hina stundina. Fyrir kosningar hefur Framsókn ýmist sýnt á sér hægri eða vinstri vangann í samræmi við það sem vænlegt þykir til árangurs hverju sinni. Nú erástandið hjá flókkn- um þannig, því miður, að íhaldsöflin hafa undirtökin. Talað er um miðf lokk, já, já, nei, nei, gríman í herstöðva- málinu hefur verið tekin níður og eftir stendur ótýndur hermangsflokkur. Tómas nokkur Árnason lét orð að því falla á Alþingi fyrir skemmstu að Framsóknarflokkur- inn hefði fullan hug á því að Alþýðubandalagið yrði ekki aðili að næstu ríkisstjórn. Gæfuleysisspor Framsóknarflokksins í álmálinu und- ir forustu formanna sinna eru þó tvímælaiaust alvarleg- ustu bónorðin til íhaldsins til þessa. Þá er nú gleymt og Ritstjórnargrein islenshð leið / Steingrímur Jóhann Sigfússon skrifar grafið slagorðið góða „allt er betra en íhaldið" sem framsóknarmenn héldu mjög á lofti fyrir kosningar 1979 og ber allt að sama brunni. Já því miður er alvarleg hægri slagsíða á framsókn nú um stundir og það er bleikfarðaður hægri vanginn sem flokkurinn snýr nú að kjósendum. Það verður því ekki sagt að byrlega blási fyrir myndun vinstri stjómar. En sem betur fer eiga kjósendur þó einn ótvíræðan valkost. Sterk útkoma Alþýðubandalagsins er krafa um vinstri stjórn, krafa um atvinnuuppbyggingu og sókn í félagsmálum og svar þeirra sem vilja hafna niðurskurðarog samdráttarstefnu íhaldsaflanna. Kvennaframboð hefur ekki svo vitað sé lýst yfír neinu um það með hverjum það vill starfa ef til kemur. Afstaða eða öllu heldur afstöðuleysi í ýmsum mikilvægum mála- flokkum gerir kvennaframboð heldur ekki að sérlega trúverðugu afli til að veðja á gegn ásókn afturhaldsins. Alþýðubandalagið hefur lagt fram samstarfsgrund- völl sinn undir kjörorðinu „EINING UM ÍSLENSKA LEIÐ". Þar er íslensk atvinnustefna efst á blaði og grundvallarforsendur í efnahagsstefnu flokksins eru - full atvinna - verndun kaupmáttar og jafnari lífskjör. Al- þýðubandalagið boðar íslenska sókn gegn því kreppu- ástandi sem að okkur sækir og hafnar erlendri þóknun og aösendum íhaldskenningum. Alþýðubandalagið tekur heils hugar undir kröfuna um kjarnorkuvopna- laust svæði, lýsir yfir samstöðu með friðarhreyfingum og er andvígt hersetu hér á landi og hernaðarbandalög- um. Kjósendur eru hvattir til að kynna sér samstarfsgrund- völlinn. Á þeim grundvelli vill Alþýðubandalagið starfa með þeim sem vilja berjast gegn atvinnuleysi, sem vilja treysta lífskjörin og tryggja sjálfstæði þjóðarinnar. Alþýðubandalagið er ótvírætt forustuafl á vinstri væng stjórnmálanna og því einu ertreystandi til að lelða fram til sigurs stefnu félagshyggju og mannúöar. St. J. S. J

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.