Norðurland - 08.04.1983, Blaðsíða 6

Norðurland - 08.04.1983, Blaðsíða 6
Ofbeldi gagnvart konum Laugardaginn 26. mars sl. var haldinn opinn fundur um kvennaathvarf á vegum Jafn- réttishreyfingarinnar á Akur- eyri. Þær Elísabet Gunnars- dóttir og Andrea Jóhannsdóttir komu frá Reykjavík og skýrðu frá stofnun og starfsemi kvenna athvarfsins þar. Einnig sýndu þær kvikmynd frá kvennaat- hvarfi í Oslo. Fundurinn var vel sóttur og urðu miklarumræður. En hvað er kvennaathvarf? Það er húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið of- beldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Þess má geta að fyrsta athvarfið i Evrópu var stofnað í London upp úr 1970, en síðan hafa þau sprottið upp víða. Til dæmis var fyrsta athvarfið í Noregi stofnað í Oslo 1978, en nú eru þau starfrækt milli 20-30 víðsvegar um landið. Athyglisvert er að í upphafi var sú skoðun útbreidd að þörf á athvarfi væri lítil og tengdist þá einungis stórborgarlífi og/eða ofnotkun áfengis. Reynslan hef- ur þó sýnt að þörfin erekki síðri í dreifðari byggðum og tengist ekki áfengi nema í 50% tilvika. í Reykjavík hefur komið í ljós að af fjögurra mánaða reynslu- tíma liðnum hefur stöðug nýt- ing verið á athvarfinu frá fyrstu viku og hafa að jafnaði dvalið þar tvær til þrjár konur í einu. Alls hafa 45 konur og álíka mörg börn leitað til athvarfsins auk fjölda upphringinga víðs- vegar af landinu. Á þessum fundi kom fram að ástæða er til að ætla að ofbeldi gagnvart konum eigi sér stað á Akureyri ekki síður en annars staðar. í lok fundarins var ákveðið að halda þessari um- ræðu áfram og um þrjátíu manns lýstu sig reiðubúna til starfa. Þeir sem hafa áhuga á þessu máli, en ekki voru á fundinum geta snúið sér til Helgu í síma 22468 eða Arn- heiðar í síma 25784. Að lokum má minna á fjár- söfnun kvennaathvarfsins í Reykjavík. Gírónúmer þess er 44400-6. Frá yfirkjörstjórn Norður landskjördæmis eystra í Norðurlandskjördæmi eystra komu fram 6 listar til framboðs við alþingiskosningarnar 23. apríl 1983 og þannig skipaðir: A-listi Alþýðuflokkur: 1. Árni Gunnarsson alþingismaöur Gullfeigi 12, Reykjavík. 2. Hreinn Pálsson lögmaður Heiðarlundi 5d, Akureyri. 3. Arnljótur Sigurjónsson rafv.meistari Hjarðarhóli 16, Húsavík. 4. JónínaÓskarsdóttirverkakona Ægisgötu 10, Ólafsfirði. 5. Stefán Matthíasson nemi Þórunnarstræti 117, Akureyri. 6. AlfreöGíslasonnemi Hamragerði 18, Akureyri. 7. Hermann Grétar Guömundsson bóndi Akurbakka, Grenivík. 8. Hallsteinn Guömundsson fiskiðnaðarm. Aðalbraut41a, Raufarhöfn. 9. Konráö Eggertsson bifreiðastjóri Heiðargerði 20, Húsavík. 10. Jóhann Sigurösson sjómaður Hólabraut21, Hrísey. 11. Guörún Sigbjörnsdóttir tryggingafulltrúi Espilundi 4, Akureyri. 12. Jón Helgason fomaður Einingar Kambsmýri 2, Akureyri. D-listi Sjálfstæðisflokkur: 1. Lárus Jónsson alþingismaður Hrafnagilsstræti 39, Akureyri. 2. Halldór Blöndal alþingismaður Vanabyggð 6b, Akureyri. 3. Björn Dagbjartsson matvælaverkfræðingur Kúrlandi 13, Reykjavík. 4. Vigfús B. Jónsson bóndi Laxamýri, Suður-Þingeyjarsýslu. 5. Júlíus Sólnes prófessor Miðbraut 31, Seltjarnarnesi. 6. Svavar B. Magnússon framkvæmdastj. Hlíðarvegi 67, Ólafsfirði. 7. Sverrir Leósson útgerðarstjóri Aðalstræti 68, Akureyri. 8. Svanhildur Björgvinsdóttir kennari Ásvegi 2, Dalvík. 9. Guðmundur H. Frímannsson kennari Hamarstíg 31, Akureyri. 10. Björgvin Þóroddsson bóndi Garði, Þistilfirði. 11. Margrét Yngvadóttir verslunarstjóri Tjarnarlundi 9j, Akureyri. 12. Ásgrímur Hartmannsson framkv.stjóri Aðalgötu 24, Ólafsfirði. B-listi Framsóknarflokkur: 1. Ingvar Gíslason menntamálaráðherra Álfabyggð 18, Akureyri. 2. Stefán Valgeirsson alþingismaður Auðbrekku, Eyjafirði. 3. Guðmundur Bjarnason alþingismaður Garðarsbraut 79, Húsavík. 4. NíelsÁ. Lund æskulýðsfulltrúi Grænuhlíð 10, Reykjavík. 5. Valgerður Sverrisdóttir húsmóðir Lómatjöm, Grýtubakkahreppi, S.-Þing. 6. Hákon Hákonarson vélvirki Norðurbyggð 8, Akureyri. 7. Þóra Hjaltadóttir hagræðingur Ráðhústorgi 5, Akureyri. 8. Böðvar Jónsson bóndi Gautlöndum, Suður-Þingeyjarsýslu. 9. María Jóhannsdóttir húsmóðir Syðra-Álandi, Norður-Þingeyjarsýslu. 10. Kristján Ólafsson útibússtjóri Bjarkarbraut 11, Dalvík. 11. Gunnar Hilmarsson sveitarstjóri Miðási 4, Raufarhöfn. 12. Finnur Kristjánsson fyrrv. kaupfél.stjóri Ketilsbraut 23, Húsavík. G-listi Alþýðubandalag: 1. Steingrímur J. Sigfússon jarðfræðingur Gunnarsstöðum, Þistilfirði. 2. Svanfríður Jónasdóttir kennari Sognstúni 4, Dalvík. 3. Helgi Guðmundsson trésmiður Hraunholti 2, Akureyri. 4. Kristín Hjálmarsd. form. Iðju fél. vsmf. Lyngholti 1, Akureyri. 5. Kristján Ásgeirsson útgerðarstjóri Álfhóli 1, Húsavík. 6. Dagný Marinósdóttir húsfreyja Sauðanesi, Norður-Þingeyjarsýslu. 7. Erlingur Sigurðarson kennari Vanabyggð 10c, Akureyri. 8. Eysteinn Sigurðsson bóndi Arnarvatni, Mývatnssveit. 9. Aðalsteinn Baldursson verkamaður Baughóli 31 b, Húsavík. 10. Bjöm ÞórÓlafsson íþróttakennari Hlíðarvegi 61, Ólafsfirði. 11. Ingibjörg Jónasdóttir skrifstofumaður Heiðarlundi 2j, Akureyri. 12. Stefán Jónsson alþingismaður Syðra-Hóli, Fnjóskadal, S.-Þingeyjarsýslu. C-listi Bandalags jafnaðarmanna: 1. Kolbrún Jónsdóttir sjúkraliði Garðarsbraut 39, Húsavík. 2. Páll Bergsson yfirkennari Vanabyggð 2b, Akureyri. 3. Snjólaug Bragadóttir rithöfundur Ásvegi 3, Dalvík. 4. Guðbjörg Guðmannsdóttir hótelstýra Jórvík, Þórshöfn. 5. Rögnvaldur Jónsson skrifstofumaður Aðalstræti 17, Akureyri. 6. Sverrir Þórisson vélfræðingur Seljahlíð 11g, Akureyri. 7. Snædís Gunnlaugsdóttir dómarafulltrúi Kaldbak, Húsavík. 8. Albert Gunnlaugsson útgerðarmaður Dalbraut 1, Dalvík. 9. Guðmundur J. Stefánsson verslunarm. Höfðabrekku 15, Húsavík. 10. Bergur Steingrímsson verkfræðingur Tjarnarlundi 10d, Akureyri. 11. Hallgrímur Ingólfsson innanhússarkitekt Byggðavegi 132, Akureyri. 12. Jón Maríus Jónsson verkstjóri Hamarstíg 39, Akureyri. V-listi Samtaka um kvennalista: 1. Málmfríður Sigurðardóttir húsmóðir Jaðri, Reykjadal. 2. Elín Antonsdóttirverkakona Hraunholti 4, Akureyri. 3. Þorgerður Hauksdóttir kennari Hólabraut 20, Akureyri. 4. Hilda Torfadóttir kennari Laugum, Reykjadal. 5. Anna Guðjónsdóttir húsmóðir Aðalbraut 45, Raufarhöfn. 6. Hólmfríður Jónsdóttir bókavörður Vanabyggð 8b, Akureyri. 7. Jóhanna Helgadóttir húsmóðir Grundargötu 9b, Dalvík. 8. Kristbjörg Sigurðardóttir verkakona Hvoli, Húsavík. 9. Jófríður Traustadóttir fóstra Grund, Eyjafirði. 10. Þorbjörg Vilhjálmsdóttir kennari Höfðabrekku 14, Húsavík. 11. Valgerður Bjarnadóttir félagsráðgjafi Skarðshlíð 40c, Akureyri. 12. Jóhanna Á. Steingrímsdóttir bóndi Árnesi, Aðaldal. í yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra 24. mars 1983. Ragnar Steinbergsson, Jóhann Sigurjónsson, Jóhannes Jósepsson, ^Freýr Ófeigsson, Guðmundur Þór Benediktsson. 6 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.