Norðurland - 08.04.1983, Blaðsíða 8

Norðurland - 08.04.1983, Blaðsíða 8
Eiösvallagata 18, 602 Akureyri Pósthólf 492, sími 2-18-75 Framboðs- fundir Sameiginlegir fram- boðsfundir vegna Alþingiskosninganna sem fram eiga að fara laugardaginn 23. apríl 1983 verða sem hér segir: ÞÓRSHÖFN sunnudaginn 10. apríl kl. 14.00. RAUFARHÖFN sama dag kl. 20.30. HÚSAVÍK mánudaginn 11. apríl kl. 21.00. OLAFSFIRÐI þriöjudaginn 12. apríi kl. 20.30. DALVlK miövikudaginn 13. apríl kl. 20.30. AKUREYRI þriöjudaginn 19. april kl. 20.30. Fundirnir verða haldnir f fé- lagsheimilum viðkomandi staöa nema á Akureyri í Sjallanum. FRAMBJÓÐENDUR. Kveðja til Kjartans Alþýðuflokknum fylgt ég hef. Fjaðrir af húnum plokkar Kjartan, sem fyrir kattarnef koma vill málum okkar. Spinna þræði í vonarvef valdsjúkir spólurokkar. Einkaframtaksins yrkja stef auðvaldsins drullusokkar. Þessi hnyttna vísa komst á loft nú fyrir kosningarnar og er eignuð hinum lands- þekkta hagyrðingi Agli Jónassyni á Húsavík. Kosningaskrifstofur Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra Allir stuöningsmenn Alþýðu- bandalagsins eru hvattir til að hafa samband við kosningaskrifstofurnar og leggja fram krafta sína í baráttunni. Framlögum í kosningasjóðinn er veitt móttaka á skrifstofunum, en fjárþörf fer nú ört vaxandi. Kosningahappdrættið er komið í fullan gang, margir glæsilegir vinning- ar. Kaupið miða sem fyrst. Við minnum á utankjörfunda- atkvæðagreiðsluna sem fram fer hjá bæjarfógetum, sýslumönnum og hreppstjórum fram til kjördags. Með öflugu starfi er árangurinn okkar! Alþýðubandalagið. AKUREYRI: Eiðsvallagata 18. Opin alla daga kl. 13.00-22.00, símar 21875, 25875, 26296, 26297 og 26298. Kosningastjóri: Heimir Ingimarsson. Starfsmenn: Geirlaug Sigurjónsdóttir, Helgi Haraldsson. ÓLAFSFJÖRÐUR: AÐALGATA 1. Opin á kvöldin og um helgar. Kosningastjóri: Sæmundur Ólafsson. DALVÍK: SKÁTAHÚSIÐ VIÐ MÍMISVEG. Opin þriðjudags- og fimmtudagskvöld svo og laugardaga, sími 61665. Kosningastjóri: Jóhann Antonsson. HÚSAVÍK: SNÆLAND, ÁRGÖTU 12. Opin virka daga 20.00-23.30, laugardaga og sunnudaga 13.00-16.00, sími 41857. Kosningastjóri: Snær Karlsson. KÓPASKER: AKURGERÐI 7. Opin kvöld og helgar, sími 52151. Kosningastjóri: Baldur Guömundsson. RAUFARHÖFN: ÁSGATA 25. Opin kvöld og helgar, sími 51125. Kosningastjóri: Angantýr Einarsson. ÞÓRSHÖFN: VESTURVEGUR 5. Opin alla daga, sími 81125. Kosningastjóri: Arnþór Karlsson. PISTILL VIKUNNAR Stofnaöur hefur veriö nýr stjórnmálaflokkur, Samtök um kvennalista sem bjóöa fram í þrem kjördæmum. Nýjum flokksbrotum og flokkum fylgir alltaf viss spenningur. Þetta á aö sjálf- sögöu sérstaklega viö þegar rétt kynferði er skilyröi fyrir því að flokksfélagi geti talist gjald- gengur til framboðs. Eins og skiljanlegt er hefur þjóóin fylgst af kostgæfni meö tiltektum hins nýja flokks, ekki Sist vegna þess aö nú skal vannýttur reynslu- heimur kvenna verða grundvöllur stjórnmála- baráttunnar. Hin mjuku verðmæti og umhyggja fyrir lifinu skulu leidd til öndvegis, aö ekki sé nú minnst á svo sjálfsagöa hluti eins og heiðar- leika og ný vinnubrögð í pólitiskum efnum. Orðum eins og hrossakaupum og atkvæða- smölun skal útrýmt úr orðabókinni og oddvitar hlns nýja flokks, boðberar kaerleika og um- h ygg ju fyrir I íf i nu bjóðast til að leiða þjóð sína ú t úr eyðímörkínni til hins fyrirheitna lands, þar sem bardagaglöö karlrembusvín fái harla litlu ráðið. Eins og allir vita hafa pungrottur veraldar- innar ekki setið auöum höndum undanfarnar aldir. Með sameiginlegan reynsluheim að bakí hafa þeír dundað sér við að murka lífið hver úr öðrum f hverri stórstyrjöldinni annarri hroða- legrl. Þess utan er almennur skepnuskapur þeirra í garð þeirra sem minna mega sín löngu alkunnur og umhyggjan fyrir bðrnum og gamal- mennum af skornum skammti. Dagvistir, f»ð- ingarorlof og umhyggja fyrir sjúkum og las- burða er ekki þeirra mál. Þau eru mál kvenna. NATO - EINKAMAL KARLA? Af brýnni nauðsyn hefur því verið stofnað- ur stjórnmálaflokkur til þess að leiða baráttuna fyrir framgangi þessara mála fram tii sigurs. Það er þess vegna hreint ekki vonum fy rr sem reynsluheimur kvenna er leiddur til öndvegis i hugmyndafræði stjórnmálaflokks á íslandi, því að eins og allir vita eru reynsluheimarnir bara tveir, heimur karla sem öllu hafa ráðið og heimur kvenna sem settar hafa verið til hliðar. Karlahlunkarnir hafa reynst ótrúlega slyngir í því að búa sér til imyndaðar ástæður til ágrein- ings sín i milli allt i því skyni að vllla um fyrirsak- lausum sálum. Þannig hafa þeir þrátt fyrir hinn sameiginlega reynsluheim sinn ákveðiö að verða mismunandi auðugir, hafa a.m.k. blæ- mun á þjóðfélagslegri stöðu sinni og siðast en ekki sist hefur þeim hugkvæmst að búa sér til pólitísk ágreiningsmál, fyrst og fremst til þess að hafa eitthvað að rísla sér við. Hvergi i verðldinni hefur snílldarverk karl- anna lukkast eins frábærlega vel og hér á landi. Þannig hafa þeir af ótrúlegum fláttskap misbeitt pólitísku valdi sinu tii þess að koma upp ein- hverju fullkomnasta heilbrigðiskerfi sem fyrir- finnst í veröldinni, kerlingar þessarra manna verða allra kvenna elstar og hvergi á byggðu bóli komast jafn mörg börn til manns eins og hér, jafnvel þó að umhyggjan fyrir börnum og gamalmennum séu f yrst og fremst kvenna mál, komi körlum ekki við. Það lýsir vel fáheyrðri kænsku þessa liðs að þorri karlanna hefur unnið árum saman, sextiu til áttatíu tíma á vlku hverri, sumir þeirra hafa meira að segja verið svo ósvífnir að koma ekki heim til sín i marga mánuði á árí hverju, heldur skvompast út í ball- arhafi, allt tii þess að geta iátið konurnar vinna tvöfalda vinnu og loka þær ínni f eigin reynslu- heimi. Á dögunum fengum við svo alveg glænýjan vitnisburð um makalausa snilld karlkynsins, því að i Ijós er komið að þann 30. mars 1949 bjuggu þeir til ágreining sin f milli; gerðu deilurnar um aðiidina að Nato að einkamáli sinu sem stjórn- málasamtökum kvenna i nútímanum kemur ekki við, eins og sést af eftirfarandi tilvitnun: „Við ákváðum á fundi okkar að taka ekki þessu boði Samtaka herstöðvaandstæðinga (boði um að Þórhildur Þorleifsdóttir fulltrúi kvennalistans talaöi á útifundi við Alþingishús- ið 30. mars si. innsk Norðurl.) vegna þess að þetta hefur verið bitbein Alþýóubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins og þeir hafa gert þetta að sinu einkamáli. Við viljum ekki að þeir ráði þessari umræðu, heldur viljum við ráða henni sjálfar og finna nýjar leiðir í þessu máli." Já þarna er karlahlunkunum rétt list að koma sér upp privat deilum um Nato, afvopnun og friöarmál. Tóm sýndarmennska gott fólk og þvi ekki nema skiljanlegt að fulltrúi kvennalistans vilji ekki blanda sér í málið. Meðal annarra oröa: Er hugsanlegt að reynsluheimur kvenna i friðar og afvopnunar- málum séekki einn og hinn sami? Hefur einhver heyrt talað um atkvæðaveiöar með því að segja helst ekki neitt um viðkvæm mál? Klói.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.