Norðurland - 15.04.1983, Blaðsíða 1

Norðurland - 15.04.1983, Blaðsíða 1
NORÐURLAND 8. árgangur Föstudagur 15. apríl 1983 Þörf er fyrir nýtt átak í húsnæðis- málum ungs fólks Alþýðubandalagið hefur í tíð núverandi ríkisstjórn- ar lagt megin áherslu á uppbyggingu verkamanna- bústaðakerfisins. Með nýjum lög’um um Húsnæðis- stofnun ríkisins og ibúðarbyggingar á félagslegum grundvelli sem tóku gildi í ársbyrjun 1981 voru byggingasjóði verkamanna tryggðar auknar tekjur og lánshlutfallið hækkað upp í 90% af byggingar- kostnaði. í yfirstandandi kosningabaráttu hafa húsnæðis- mál m.a. verið í brennidepli. í tillögum Alþýðu- bandalagsins er gert ráð fyrir sérstöku fimm ára átaki til að efla lánakerfið fyrir ungt fólk sem er að byggja í fyrsta sinn, enda bendir nú margt til þess að miklir erfiðleikar muni skapast á næstu árum í húsnæðismálum ungs fólks verði ekki að gert, þar sem öll lán eru nú verðtryggð en lánstími annarra lána en Húsnæðismálastjórnarlána og lífeyrissjóðs lána er enn allt of stuttur. Hvað vildi Alþýðubandalagið í núverandi ríkisstjórn? 5. tölublað Gefið út af stjórn kjördæmaráðs Alþýðubandalagsins í Norð- urlandskjördæmi eystra. Ritnefnd: Helgi Guðmundsson (áb), Erlingur Sigurðarson, Þröstur Ás- mundsson, Steinar Þorsteinsson, Steingrímur J. Sigfússon. Aðsetur: Eiðsvaliagata 18, Akureyri, simi 21875 Pósthólf 492, 602 Akureyri. Prentsmiðja Björns Jónssonar. Andstæðingar Alþýðubanda- lagsins halda því nú mjög á lofti að flokkurinn hafi bók- staflega ekkert gert í hús- næðismálum á kjörtímabili núverandi ríkisstjórnar. Sjóðakerfið sé tómt, tekju- stofnar byggingasjóðanna hafi verið teknir í annað og þar fram eftir götunum. Það er að sönnu rétt að megináhersla hefur verið lögð á að leysa húsnæðis- mál þeirra sem lakast voru settir og í því efni hefur verið gert stórátak, en minni áhersla hefur veríð lögð á al- menna kerfið. En skyldi nú Alþýðubandalagið eitt bera ábyrgð á því? Svavar Gestsson félags- málaráðherra hefur gert margar tillögur um umbætur í húsnæðismálum sem hrein- lega hafa ekki náð fram að ganga vegna andstöðu stjórnarandstöðunnar og nokkurra Framsóknarmanna venjulega með Tómas Árna- son viðskiptaráðherra í broddi fylkingar. Má í því sambandi minna á tillögu Svavars um að leggja á sér- stakan skyldusparnað há- tekjufólks til að afla fjár til hækkunar lána til þeirra sem fá lán í fyrsta sinn. Þærtillög- ur fengust ekki samþykktar í þinginu. Þá hefur af hálfu Al- þýðubandalagsins marg- sinnis verið lögð áhersla á nauðsyn þess að bankar veiti Með stórauknu átaki í byggingu verkamannabústaða hefur vandi margra sem illa voru settir í húsnæðismálum verið leystur. Nú ber brýna nauðsyn til að gera nýtt átak í húsnæðismálum sérstaklega fyrir þá sem eru að komast yfir íbúð í fyrsta sinn. Mynd: Fjölbýlishús í smíðum á Húsavík. /--------■-------- langtímalán til húsbygginga eins og sést á eftirfarandi tillögu sem starfshópur á vegum félagsmálaráðuneyt- isins lagði fram. Viðskipta- ráðherra átti að sjá til þess að samningar tækjust við banka kerfið um framkvæmd henn- ar, en á borði hans mun hún enn liggja lítt eða ekki hreyfð. „Ríkisstjórnin beitti sér fyrir samkomulagi við við- skiptabanka og sparisjóði um samræmda þátttöku í fjármögnun húsnæðismála. í þessu skyni verði stofnaðir nýir húsnæðisreikningar í viðskiptabönkum og spari- sjóðum, þar sem innlán í 2-4 ár veitir rétt til 15 ára við- bótarláns við lán frá Bygg- ingarsjóði ríkisins. Upphæð láns ákvarðast af reglum sem taka mið af innlánstíma. Það fjármagn, sem bankarnirlána til lengri tíma t þessu skyni, verði heimilt að draga frá bindiskyldu viðkomandi banka hjá Seðlabanka ís- lands“. Við þurfum pólitískan styrk á Alþingi til að ná fram mannsæmandi kjörum. Viðtal við Kristínu Hjálmarsd. 3. síða Kveðja og heillaóskir í orrahríðinni frá Stefáni Jónssyni Baksíða Rætt við Hólmfríði Guðmundsdóttir og Sigrúnu Sveinbjörns- dóttir um misréttið í skólamálum 2. síða Hvað þarf Alusuisse oft að segja nei til að álflokkarnir fái heyrnina V________Opna . SAGAN ENDURTEKIN Það gildir í stjórnmálabaráttunni sem í öðrum efnisþáttum sögunnar að afdrifaríkir atburðir endurtaka sig. Tíðni endurtekninganna er misjöfn, sjónarsviðið líka, gjarnan við hæfi tímans. Nú hagaði því svo til kaldhæðni örlaganna á síðasta misseri liðins árs að sögufrægt bóndabýli á Suður- landi kom öðru sinni við merkan atburð í þjóðarsögunni þegar Eggert bóndi Haukdal á Bergþórshvoli, sem ekki þótti líklegur til stórræða fremur en arfasátan forðum, brá trúnaði við Gunnar vin sinn Thoroddsen og eyðilagði stjórn hans á úrslitastundu. Alþýðubandalagsmönnum þurfti ekki að koma það með öllu á óvart þótt á brysti fyrr en yfir lauk á fylgispekt þess háttar Sjálfstæðismanns við stjórnarstefnu, sem flokki okkar þætti viðunandi. Við þurfum hvorki að naga okkur í handarbökin fyrir að hlýða því sögulega kalli að standa að myndun þessarar sérkennilegu stjórnar, né fyrir það að hafa staðið að samstarfssamningi stjórnaraðilanna af fullkomnum dreng- skap. Okkur var Ijóst strax í upphafi að samstarfsaðilar okkar sem fyrir skemmstu höfðu unnið saman í ríkisstjórn, sem virtist kunna þau úrræði ein í efnahagsmálum að skerða verkalaun, höfðu alls ekki skipt um persónuleika. Hlutverk okkar í ríkisstjórninni yrði öðru fremur að sporna gegn óbreyttum vilja framsóknar- og sjálfstæðismanna í efna- hags og kjaramálum. Sóknarmöguleika eygðum við vissu- lega litla í átt til kerfisbreytinga í því kompaníi, en varnar- möguleika sáum við þar, og þá hagnýttum við í þágu um- bjóðenda okkar. Við völdum þrjá vaska menn úr þingliði okkar til forystu fyrir þýðingarmiklum ráðuneytum, þar sem þeir hafa unnið afrek, hver á sínu sviði, við slæmar aðstæður. Hitt má hver sem vill lá okkur, að ekki sáum við fyrir fremur en aðrir svo stórfeildan aflabrest, sem raun hefurá orðið, né heldur jafn ógnvekjandi afleiðingar af stjórnar- stefnu íhaldsaflanna í Bandarikjunum og við höfum mátt þola í mynd versnandi markaðsstöðu og hækkandi vaxta á erlendum lánum. Þetta samanlagt mun samsvara nær fjórðungs missis í þjóðartekjum á árinu, og ógerlegt fyrir rikisstjórn með svo ótraustan meirihluta á þingi að fá at- beina til nauðsynlegrar lagasetningar i slíkum vanda. Hitt var Ijóst þegar á haustþinginu, og hefur orðið æ Ijósara með hverjum degi, sem liðið hefur síðan, að á Alþingi var meirihluti fyrir sögulegri endurtekningu efnhagsúrræða þeirra Geirs Hallgrímssonar og Ólafs Jóhannessonar frá árunum 1974 til 78. Sanni væri nær að líkja framferði Fram- sóknarflokksins á vetrarþinginu við látlausar tilraunir tii þess að hrekja Alþýðubandalagið úr ríkisstjórn. í aðdraganda kosningabaráttunnar, í henni allri fram til þessa, og þó berlegast nú undir lok hennar, hafa Fram- sóknarmenn kveðið Ijósum orðum að fyrirætlunum sínum: Skilyrði fyrir stjórnaraðild að kosningum loknum að hálfu Framsóknarflokksins eru: Ekkert samningaþóf heldur lögbindingu launa þegar í upphafi til tveggja ára. Engin bráðabirgðalög um raforkuverð til Alusuiss, (En „tafar- lausa hækkun á raforkuverði til Alusuiss", sagði Guð- mundur Bjarnason í sjónvarpsþætti Framsóknar á þriðju- dagskvöldið.) Bygging flugstöðvar fyrir amerískt fé á Keflavíkurflugvelli. Olíuhöfn í Helguvík. Er nú öllum frjálst að geta sér til um það hvort skilyrði Framsóknarflokks- ins miði að samstarfi við Alþýðubandalagið. Hvað sögulega endurtekningu áhrærir þurfum við ekki að kvarta yfir reynsluleysi á þessu sviði í samstarfi við Framsóknarflokkinn. Þess er skemmra að minnast en Njálsbrennu hvernig Framsóknarflokkurinn notaði síðari hluta kjörtímabilsins í vinstristjórninni sællar minninng- ar til þess að undirbúa stjórnarmyndunina með Sjálfstæð- ismönnum eftir kosningar 1974. Nú mun þess skammt að bíða hvort Framsókn Ijúki kosningabaráttu sinni með nýju tilbrigði um gamalt stef, og heiti nú myndun vinstristjórn- ar með Sjálfstæðisflokknum. Vinstristjórn verður ekki mynduð án aðildar Alþýðu- bandalagsins. Þrátt fyrir endurtekningu þeirrar reynslu, sem að framan greinir og minnugir orða Grettis Ásmundar- sonar forðum er hann hrósaði Glaumi fyrir stigavörsluna, munum við enn freista þess, ef kjósendur Ijá okkur styrkinn að koma í veg fyrir myndun íhaldsstjórnar, að þvinga Framsókn enn til samstarfs við okkur, þótt illt sé „að eiga sér þræl að einkavin.“ S. J.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.