Norðurland - 15.04.1983, Blaðsíða 2

Norðurland - 15.04.1983, Blaðsíða 2
Alþýðubandalagsins í Norður- landskjördæmi eystra AKUREYRI: Eiðsvallagata 18. Opin alla daga kl. 13.00-22.00, símar 21875, 25875, 26296, 26297 og 26298. Kosningastjóri: Heimir Ingimarsson. Starfsmenn: Geiriaug Sigurjónsdóttir, Helgi Haraidsson. ÓLAFSFJÖRÐUR: AÐALGATA 1. Opin á kvöldin og um helgar, sími 62402. Kosningastjóri: Sæmundur Ólafsson. DALVÍK: SKÁTAHÚSIÐ VIÐ MÍMISVEG. Opin þriöjudags- og fimmtudagskvöid svo og laugardaga, sími 61665. Kosningastjóri: Jóhann Antonsson. HÚSAVÍK: SNÆLAND, ÁRGÖTU 12. Opín virka daga 20.00-23.30, laugardaga og sunnudaga 13.00-16.00, simi 41857. Kosningastjóri: Snær Karlsson. KÓPASKER: AKURGERÐI 7. Opin kvöld og heigar, sími 52151. Kosningastjóri: Baldur Guðmundsson. RAUFARHÖFN: ÁSGATA 25. Opin kvöld og helgar, sími 51125. Kosningastjóri: Angantýr Einarsson. ÞÓRSHÖFN: VESTURVEGUR 5. Opin alla daga, sími 81125. Kosningastjóri: Arnþór Karlsson. Allir stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins eru hvattir til að hafa samband við kosningaskrifstofurnar og leggja fram krafta sína í baráttunni. Framlögum í kosningasjóðinn er veitt móttaka á skrifs^ofunum, en fjárþörf fer nú ört vaxandi. • Kosningahappdrættið er komið í fullan gang, margir glæsilegir vinning- ar. Kaupið miða sem fyrst. • Við minnum á utankjörfunda- atkvæðagreiðsluna sem fram fer hjá bæjarfógetum, sýslumönnum og hreppstjórum fram til kjördags. Með öflugu starfi er árangurinn okkar! Alþýðubandalagið. MISRÉTTIÐ í SKÓLAMÁLUM ER TILFINNANLEGT Hólmfríður Guðmundsdóttir. Umræður um byggðastefnu ber jafnan hátt í umfjöllun um þjóðfélags- mál. Næsta misjafnt er hvað menn eiga við með byggðastefnu. Verður þó flestum fyrir að einblína á þann þátt sem lýtur að lánveitingum til atvinnulífsins. Minna fer fyrir umræðum um byggðastefnu og raunverulegt jafnrétti í skólamálum að ekki sé minnst á þjónustu við fatlaða og aðra þá sem ekki geta átt þess kost að njóta venjulegrar þjónustu samfélagsins. Norðurland snéri sér til Hólmfríðar Guðmundsdóttur sérkennara, en hún starfar sem kennari í Laugabakkaskóla í Miðfirði og gegnir auk þess starfi sérkennslu fulltrúa í Norðurlandsumdæmi vestra, og Sigrúnar Sveinbjörnsdóttur starfsmanns svæðisstjórnar fyrir þroskahefta í Norðurlandsumdæmi eystra. Hólmfríður sagði m.a. I grunnskólalögunum felast margar fallegar yfirlýsingar. Gallinn er bara sá að fram- kvæmd þeirra og reglugerða sem þeim fylgja miðast næreingöngu við Reykjavíkursvæðið. Krakk- arnir í skólunum út á landi fá alls ekki þá kennslu sem þeim ber samkvæmt grunnskólalög- unum. Til þess eru skólarnir allt of illa búnir. Þetta á í fjölmörg- um tilvikum við um húsnæði tækjakosti og kennslukrafta. Að sjálfsögðu er mikið af góðu fólki við kennslu í dreifbýlisskólun- um þó það hafi ekki tilskilda menntun en þörfin fyrir vel menntaða kennara er mjög brýn. Þetta á alveg sérstaklega við um stuðningskennsluna. Það er alls ekki hægt að veita þeim sem dragast aftur úr þá stuðningskennslu sem þeim er nauðsynleg. I þessu efni við- gengst gífurlegt misrétti í land- inu. Hverrtig er stuðningskennslu háttað? Við förum frá fræðsluskrif- stofunni út í skólana og reynum að leiðbeina þeim kennurum sem fást við slíka kennslu og veita börnunum aðstoð. Við þessa kennslu eru ekki sér- menntaðir kennarar nema í örfáum tilfellum. Þá er reynt að veita fjölfötluð- um börnum nauðsynlega aðstoð en þjónusta við þau er á vegum félagsmálaráðuneytisins. Það er þess vegna nauðsynlegt að góð samvinna sé á milli starfsmanna sem að þessum málum vinna ef árangur á að nást. Sigrún Sveinbjörnsdóttir starf- ar á fræðsluskrifstofu Norður- landsumdæmis eystra á Akureyri og segir: Hér í umdæminu hefur verið gerður samstarfssamningur milli fræðsluskrifstofunnnar og svæðisstjórnar um málefni þroskaheftra sem tryggir starfs- liði svæðisstjórnarinnar starfs- aðstöðu á fræðsluskrifstofunni. Verkaskiptingin er þannig að ég sé um eftirlit með þjónustu við þá sem eru undir skólaaldri en starfsmenn fræðsluskrifstofunn- ar með nemendum áskólaaldri. í framhaldi af því sem Hólm- fríður nefnir um aðstoð við fjölfötluð börn vil ég leggja áherslu á ný viðhorf sem eru að ryðja sér til rúms. Aður var lögð aðaláherslan á þjálfun og reynt að koma nemandanum á stofn- un sem veitir slíka þjálfun. Þjálfunin er að sjálfsögðu afar mikilvæg en það er nauðsynlegt að huga að umhverfi allrar fjölskyldunnar sem hinn fjöl- fatlaði er úr. Ef fjölskylda þarf að rífa sig upp úr sínu gróna umhverfi og flytjast búferlum til að koma hinum fjölfatlaða í þjálfun, getur hún orðið nokkuð dýru verði keypt, þar sem flutningurinn er oft þvert á óskir viðkomandi fjölskyldu. Þess vegna leggjum við nú áherslu á að sinna hverjum einstaklingi sem næst hans fjölskyldu og félagslega umhverfi. Tekst það? Nei alls ekki enda er öll þessi þjónusta enn sem komið er afskaplega frumstæð út á landi og mikill skortur á sérmenntuðu Sigrún Sveinbjörnsdóttir. starfsliði. Aðstöðumunurinn er gífurlegur og þarf ekki annaðen nefna örfá dæmi um stofnanir sem hafa aðsetur sitt í Reykja- vík. Geðdeild barnaspítalans, heimili fyrir taugaveikluð börn, blindradeild, deild fyrir hreyfi- hamlaða, deild fyrir heyrnar- skerta, Öskjuhlíðarskóli heyrna og talmeinastöð svo nokkuð sé nefnt. Nú má engin skilja orð mín svo að í Reykjavík og nágrenni sé allur vandi leystur. Þær stofnanir sem ég hef hér nefnt eru allar mikilvægar og nauðsynlegar en fullnægja hvergi nærri þörfinni. Ér yfirleitt mögulegt að veita sömu þjónustu og kennslu í dreyfbýlinu og íþéttbýlinu? Hvor ykkar vill svara fyrst? Það er enginn vafi á að margt er hægt að gera án mikils tilkostnaðar í þjónustu við þroskahefta og fatlaða, segir Sigrún Sveinbjörnsdóttir. Núna er stefnan sú að dreifa þjónustu og vistun og keppt er að litlum einingum. Fötluð börn eiga til dæmis að vera á venjulegri dagvist og í venjulegum skólum en njóta sérstakrar aðhlynning- ar og kennslu. Ymiskonar sam- býli þeirra sem eldri eru hafa og gefist vel. Það þarf með öðrum orðum ekki að byggja stofnanir yfir allt þetta fólk. Aðalvandinn nú er mikil vöntun ásérþjálfuðu starfsfólki sem er reiðubúið að starfa við þau skilyrði sem dreifbýlið býður upp á. Hólmfríður: Að sjálfsögðu verður aldrei ráðin bót á öllum vanda sem fylgir þvi að búa dreyft. Það er einfaldlega ekki hægt. I skólamálum má þó fjölmargt gera til að jafna aðstöðumun til dæmis með eflingu fræðsluskrifstofanna þannig að þær verði betur færar um að styðja skólastarfið í umdæminu, en ekki síður með því að búa skólana betur. Núna er víða kennt í allskonar hús- næði sem alls ekki er ætlað til skólastarfs og svo vil ég líka benda á aðstöðumun sveitar- félaganna, þar sem mörg litlu sveitarfélögin verða að taka á sig margvíslegan aukakostnað til þess að fá kennara. Akstur skólabarnanna er oft langur og erfiður fyrir þau en hjá honum verður alls ekki komist. - Hér fellum við talið. Margt hefur borið á góma og mörgum spurningum er ósvarað eins og til dæmis þeirri hvers vegna nemendur í dreifbýli ná lakari árangri á grunnskólaprófi en nemendur úr þéttbýli? Á að leggja svo ríka áherslu á bók- nám sem verið hefur? Að hve miklu leyti á að þrátt fyrir allt að byggja sérstakar stofnanir fyrir fjölfatlaða? Ekki gefst færi á að svara þeim spurningum nú en eitt er ljóst gífurlegt verk er óunnið í þeim málaflokkum sem Hólm- fríður Guðmundsdóttir og Sigrún Sveinbjörnsdóttir hafa gert að starfsvettvangi sínum. hágé Sameiginlegur framboðsfundur allra lista í Norðurlands- kjördæmi eystra verður haldinn í Sjallanum þriðjudag- inn 19. apríl kl. 20.30. Frambjóðendur. 2 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.