Norðurland - 20.04.1983, Blaðsíða 1

Norðurland - 20.04.1983, Blaðsíða 1
8. árgangur Miðvikudagur 20. april 1983 6. tölublað Gefiö út af stjórn kjördæmaráös Alþýðubandalagsins í Norð- urlandskjördæmi eystra. Ritnefnd: Helgi Guðmundsson (áb), Erlingur Sigurðarson, Þröstur Ás- mundsson, Steinar Þorsteinsson, Steingrímur J. Sigfússon. Aðsetur: Eiðsvallagata 18, Akureyri, sími 21875 Pósthólf 492, 602 Akureyri. Prentsmiðja Björns Jónssonar. Þröstur Ásmunds- son sendir vinstri mönnum orðsend- ingu: Opna. Einar Kristjánsson skrifar pistil vikunar „Mistök á mistök ofan". Baksíða. Nokkur orð frá „skrautfjöður á lista" Ingibjörg Jónasd. svarar Málmfríði Sigurðardóttur: Bls. 2. Svanfríður Jónas- dóttir skrifar: Hver eru þín viðhorf? Bls. 2. + > Menn verða ekki reiknaðir inn á þing, segir Steingrímur J. Sigfússon I grein á bls. 2. * * Þau skipa tvö efstu sætin á framboðslista Alþýðubandalagsins í Norðurlandiskjördæmi eystra, Steingrímur Jóhann Sigfússon, jarðfræðingur Gunnars- stöðum Þistilfirði. Fæddur: 4. ágúst 1955 og Svanfríður Jónasdóttir, kennari Sognsteini 4, Dalvík. Fædd: 10. nóvember 1951. Eining um íslenska leið Umræður um verðbólgu og efnahagslega óáran hafa sett svip sinn á þá kosningabaráttu sem lýkur senn. Þetta er eðlilegt og skiljanlegt því ekkert þjóðfélag fær staðist til lengdar f immtíu til sjötíu prósent verðbólgu. Allir þeir sem nú bjóða fram hafa lýst þeirri skoðun sinni að full atvinna og minnkandi verðbólga séu höfuðviðfangsefni í stjórn- málum á næstu misserum. Það er vissulega rétt að nú er tekist á um hvaða leið á að fara út úr þessum vanda. Á að fara leið frjálshyggjunnar, leyfa markaðsöflunum og auðhyggjunni að leika lausum hala eða á að glíma við vandann með hagsmuni alþýðu fyrir augum, með félagshyggju og efnahagslegan jöfnuð að leiðarljósi? Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðubandalagið eru nú sem fyrr höfuðandstæðingarnir í kosningum. Enda eru flokkarnir, hvor um sig í fylkingarbrjósti fyrir þau andstæðu viðhorf sem tekist er á um. Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn boðar ótakmarkað frelsi auðhyggj- unnar og óheftan markaðsbúskap þar sem hagnaðarvonin á að vera grundvallaratriði, drifkraftur allra framfara, boðar Alþýðubandalagið félagslegar úrlausnir vandamál- anna þar sem efnahagslegur, félagslegur og menningar- legur jöfnuður eru grundvallaratriði í hinu pólitíska starfi. Alþýðubandalagið er einingarafl íslenskra vinstrimanna og beinir nú þeirri eindregnu áskorun til allra vinstri sinna og félagshyggjufólks hvar í flokki sem það kann að hafa staðið hingað til, að mynda öfluga samfylkingu gegn ásókn hægri aflanna sem nú á síðustu dögum kosninga- baráttunnar virðast telja sér sigurinn vísan. Steingrímur J. Sigfússon Helgi Guðmundsson Hægri öflin í Framsóknarflokknum munu telja sérgreiða leið í stjórnarsamstarf með markaðspostulum Sjálfstæðis- flokksins ef vinstri menn gæta ekki að sér. Oddvitar Framsóknarflokksins boða nú stjórn án afskipta ,,utan aðkomandi afla" - ekki eigi að standa í þrefi við fjölda- samtök eins og verkalýðshreyfinguna og samtök bænda heldur lögbinda kaup og afnema samningsréttinn ítvö ár. I siagtogi með höfundum Leiftursóknarinnar alræmdu sem nú ráða einir ríkjum í Sjálfstæðisflokknum mun Framsóknarflokknum ætlað það hlutskipti eitt að hjálpa til vð að innleiða „hæfiiegt atvinnuleysi" þennan ómissandi hluta ef nahagsstjórnarinnar, að mati markaðspostulanna. Einnig um íslenska leið úr þeim vanda sem nú blasir við er lífsnauðsyn fyriralþýðu þessa lands. Þörf er á samstilltu alhliða átaki, þar sem íslensk atvinnustefna er aðalatriði, þar sem íslenskt forræði yfir auðlindum lands og sjávar er leiðarljós og þar sem trúin á getu landsmanna sjálfra til að byggja upp öflugt íslenskt atvinnulíf er grundvallaratriði í nýrri varnarbaráttu gegn atvinnuleysisbölinu. Alþýðubandalagið eitt flokka eða framboða berst fyrir óskertu sjálfstæði þjóðarinnar, fyrir herlausu og hlutlausu islandi, fyrir reisn í samskiptum við erlenda aðila. Alþýðubandalagið berst fyrir jöfnuði í þjóðfélaginu í víðtækasta skilningi en vill jafnframt leggja bágstöddum meðbræðrum okkar um allan heim lið í baráttu þeirra fyrir mannsæmandi lífi. Þeir sem vilja leggja þessari baráttu lið eiga samleið með Alþýðubandalaginu á laugardaginn kemur, þann 23. apríl. Svanfríður Jónasdóttir Kristín Hjálmarsdóttir

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.