Norðurland - 20.04.1983, Blaðsíða 2

Norðurland - 20.04.1983, Blaðsíða 2
Kjörstaður á Akureyri við alþingiskosning- arnar sem fram eiga að fara laug- ardaginn 23. þ.m. verður í Odd- eyrarskólanum. Bænum hefur verið skipt í kjördeildir sem hér segir: 1. kjördeild: Aðalstræti - Byggðavegur. 2. kjördeild: Birkilundur- Engimýri. 3. kjördeild: Espilundur - Hafnarstræti. 4. kjördeild. Háhlíð - Hrísalundur. 5. kjördeild: Hríseyjargata - Lerkilundur. 6. kjördeild: Lyngholt - Ráðhústorg. 7. kjördeild: Ránargata - Smárahlíð 7. 8. kjördeild: Smárahlíð 8 - Tjarnarlundur. 9. kjördeild: Tungusíða - Býlin. Skipting í kjördeildir verður augiýst nánar á kjörstað. Kjörfundur hefst kl. 9 og lýkur kl. 23. Akureyri, 18. apríl 1983. Kjörstjórn Akureyrar. íslensHa leiö x-G Ingibjörg Jónasdóttir: Nokkur orð frá, „skrautfjöður á lista" í nýútkomnu blaði kvenna- listans fer Málmfríður Sigurðardóttir, sem skipar efsta sæti lista þeirra hér í kjördæminu, nokkrum orðum um hlut kvenna á framboðs- listum flokkanna og segir þar m.a.: „Mér finnst flokkarnir hafa sýnt að þeir eru ekki aðgengi- legir konum. Þeir hafa ekki kallað konur til samstarfs, sumir hafa haft tilburði til þess en litil alvara verið að baki og konur hafa því miður of oft verið notaðar sem skrautfjaðrir á lista. Eg þekki’ það af eigin reynslu, ég var slík fjöður á lista Alþýðu- bandalagsins í kosningunum 1979, ieyfði þeim að nota nafnið mitt en tók það skýrt fram að ég gengi ekki í Alþýðubandalagið“. Eg tel að það sé ekki erfitt fyrir konur að starfa innan Alþýðubandalagsins, og byggi þá á eigin reynslu, en þar er sóst eftir konum jafnt sem körlum til að gegna ábyrgðar- störfum. I máli Málmfríðarer líka sú þversögn, að jafnhliða því sem hún kveður upp þann dóm að konur nái ekki fótfestu innan stjórnmálaflokkanna, segir hún að sér hafi ekki dottið til hugar að ganga í þann flokk sem hún tók sæti á lista hjá. Þessi málflutningur dæmir sig sjálfur og er fremur dæmi um áhugaleysi konu til að starfa innan stjórnmála- flokka, en áhugaleysi flokks- manna til að fá konur til starfa. En eru konur í 5. - 12. sæti á lista frekarskrautfjaðr- ir þar en karlar? Eða eiga þær aðeins að skipa efstu sætin? En í orðum sínum, sem ég tilfærði hér að framan, finnst mér Málmfríður vega illilega að þeim konum sem skipað hafa efstu eða næstefstu sæti i listum Alþýðubandalagsins i ýmsum kosningum á undan- förnum árum - ekki bara vegna þess að þær væru konur, heldur líka sem fullfærir stjórnmálamenn. Eg nefni til dæmis Soffíu Guðmunds- dóttur, Jóhönnu Aðalsteins- dóttur, Svanfríði Jónasdóttur og Sigríði Stefánsdóttur, sem allar hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir flokk- inn og verið til þess trúað að verðleikum. Sjálf tók ég með ánægju 11. sætið á lista Alþýðubanda- lagsins nú fyrir kosningarnar þegar mér var boðið það, m.a. til að lýsa yfir stuðningi mínum við málefni flokksins og frambjóðendur hans í aðalsætum, og leggja þannig mitt litla lóð á vogarskálina - og taka áfram þátt í pólitísku starfi, eins og ég hef gert um nokkurra ára bil. Þess má svo geta í lokin að ég álít það sé öllum hollt, konum ekki síður en körlum, að hljóta töluverða pólitíska skólun í flokkum (eða öðrum samtökum) áður en farið er að koma fram fyrir alþjóð. Ingibjög Jónasdóttir Bréfkorn til Stefáns Valgeirssonar: Er ráðherrabensínið dýrara? Heill og sæll Stefán minn. í þetta sinn ætla ég að senda þér vísitölukveðju svona prívat og persónulega og byrja auðvitað á að þakka þér fyrir ómælda ánægju sem ég hef haft af skrifum þínum og Dags um vísitölumál. Ég er spurður í Degi núna nýlega hvort bensínið sem Svavar flokksformaður okkar kaupir sé dýrara en bensínið sem láglaunamaðurinn kaupir og hvort honum beri hærri vísi- tölubætur vegna þess. Ég reikna fastlega með því að þú sem þing- maður kaupir jafndýrt bensín Starfið á kjördegi Kosningamiðstöðvar Alþýðubandalagsins verða í Eiðsvallagötu 18, símar 21875, 25875, 26297, 26298, og í Alþýðuhúsinu, sími 23595. Kaffiveitingar í Alþýðuhúsinu frá kl. 9.00-23.00. Þeir sem geta annast akstur á kjördegi, vinsam- lega látið skrá sig sem fyrst. Sjálfboðaliðar óskast til að annast undirbúning veitinga og frammistöðu á kjördegi, einnig til hinna margvíslegustu starfa fram til kjördags og á kjördegi. Góðfúslega gefið ykkur fram við kosningaskrifstofuna, því nú stendur lokasóknin yfir. KOSNINGASTJÓRN. og Ingvar, flokksbróðir þinn og menntamálaráðherra. En það sem á milli ykkar skilur er að Ingvar getur keypt helmingi fleiri lítra fyrir kaupið sitt en þú. Þetta er auðvitað ekki beinlínis réttlátt Stefán minn, en svona hafið þið nú komið málunum fyrir sem ráðið hafa launamál- um ráðherra og þingmanna. Setjum svo að þú hafir 25.000 krónur í laun á mánuði og Ingvar 50.000 krónur og svo skulum við bæta við þriðja manninum honum Jóni Jóns- syni sem hefurekkinema 10.000 krónur á mánuði. Bensínlíter- inn kostar um þessar mundir ' 16,20 kr. Þá getur Jón Jónsson keypt 617,28 lítra fyrir kaupið sitt, þú getur keypt 1543,20 lítra fyrir kaupið þitt, en hann Ingvar okkar Gíslason getur keypt 3086,42 lítra fyrir sitt kaup. Þetta á að sjálfsögðu einnig við um aðra ráðherra. Þú sérð auðvitað þegar í stað eins og ég að þetta er skelfilegur launa- munur. Ingvar er fimm sinnum hærri en Jón Jónsson og helmingi hærri en þú. Við skulum ekkert vera að velta fyrir okkur afköstum og vinnu- gæðum hjá þessum þremur heiðursmönnum. Vel gæti svo sem verið að þá finndist okkur ranglætið enn meira, en það er annað mál. Segjum nú svo að bensínið hækki um 15% og þá kostar bensínlítrinn 18,63 kr. jafnt til allra þriggja, Jóns, þín og Ingvars. Og nú kemur undra- heimur hlutfallanna til skjal- anna. Allir fáið þið 15%launa- hækkun til þess að geta keypt jafn marga lítra af bensíni eftir hækkunina og þið gátuð fyrir. Þá fær hann Jón okkar 1500.00 krónur í launahækkun, þú færð 3750.00 og Ingvar 7500.00 krón- ur. Ég skal viðurkenna að þetta lítur ekki vel út Stefán minn en svona er það. Ingvar getur keypt 3086,42 lítra eftir hækkunina, þú færð þína 1543,20 lítra á meðan J ón verður að una sínum 617,28 lítrum. Ranglætið er nákvæmlega jafn hróplegt og áður. Að rugla saman orsökum og afleiðingum Ég lýk nú þessu tilskrifi með þeirri ábendingu að þú ruglir ekki saman orsökum og afleið- ingum í pólitískri umræðu í allt of ríkum mæli. Þannig eru vísi- tölubætur afleiðing af verð- bólgunni, nauðvörn launafólks til að tryggja kaupmátt launa sinna. Launamisrétti á borð við það sem við höfum verið að fjalla um undanfarnar vikur er allt of mikið og væri það þó að verðbólgan væri engin. Ég hef engan áhuga fyrir að viðhalda slíkum launamun og ég vil því til staðfestingar minna á að ég var á sínum tíma einn af höfundum tillagna innan verkalýðshreyf- ingarinnar um að beita vísitölu- bótum í krónutölu til að minnka launamismuninn. Þetta væri vissulega hægt að gera enn. Til þess að það sé gerlegt þarf að verða samkomu- lag um slíka aðgerð við samtök launafólks og atvinnurekenda og allir aðiljar meðvitaðir um að með því er verið að minnka launamisréttið í landinu. Nauð- synleg forsenda fyrir slíkri breytingu ér þó sú að þeir sem fjalía eiga umhana geri sérgrein fyrir að hlutfallslegar verð- bætur viðhalda launamismun- inum en auka hann ekki. Sé sú vitneskja ekki fyrir hendi verður aldrei hægt að finna út hve lengi á að halda áfram að greiða sömu krónutölu til allra til þess að þeim launamun sem stefnt er að sé náð. Með kveðju. Helgi Guðmundsson. 2 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.