Norðurland - 20.04.1983, Blaðsíða 3

Norðurland - 20.04.1983, Blaðsíða 3
Steingrímur J. Sigfússon: Menn verða ekki reiknaðir inn á Þing Mér hefur alla tíð þótt það heldur ógeðfelldur baráttumáti í kosningum að reikna úrslitin ofan í kjósendur svo sem viku fyrir kjördag og segja síðan fólki á grundvelli þess að svona eða hinsegin sé nú réttast að kjósa. Framsóknarmenn hafa oft- sinnis í þessari kosningabar- áttu og nú síðast í beinni útsend- ingu i sjónvarpssal, sagt að Alþýðubandalagið sé öruggt með þingsæti hér á Norður- landi eystra. Eru framsóknar- menn með þessu að segja að ekki sé ástæða til að kjósa G- listann, hann fái þingsæti hvort sem er, rétt eins og því hafi verið úthlutað í forgjöf. Menn eiga þá væntanlega í staðinn að kjósa Framsókn - ekki út á stefnu flokksins - ekki vegna verka hans - og ekki vegna þeirra manna sem í framboði eru, heldur vegna þess að atkvæðið muni ekki nýtast með öðru móti, Þessi Framsóknarrökfræði er að mínum dómi, þeim sem hana nota til lítils sóma. I fyrsta lagi vita Framsóknar- menn ekkert betur en aðrir hvernig kosningarnar fara. I öðru lagi er þetta lítilsvirðing við kjósendur og rétt þeirra til að mynda sér sjálfir skoðun og í þriðja lagi gætu engir verið öruggir um þingsæti sín ef kjósendur snéru frá listum í stórum stíl vegna þess að þeir teldu viðkomandi sæti örugg. Ég fer ekki fram á stuðning við Alþýðubandalagið á grund- velli þess að Guðmundur Bjarnason sé öruggur eða vonlaus með þingsæti, að Árni Gunnarsson sé vonlaus en Flalldór Blöndal öruggur eða öfugt. Slíkar reikningskúnstir læt ég þeim eftir sem með þeim vilja opinbera málefnafátækt sína. Við leggjum stefnu Alþýðubandalagsins, verk þess og frambjóðendur undir dóm kjósenda og biðjum þess eins að allt verði þetta metið að verðleikum. Hvert eitt lóð á vogarskál Alþýðubandalagsins hér í kjör- dæminu sem annarsstaðar eykur afl vinstri stefnu og Það var einn daginn, nú í síðustu viku vetrar, að stund gafst milli stríða og við kúrðum saman uppi í sófa, ég og sonur minn tæpra 4 ára. Allt í einu spurði snáðinn: „Mamma, hvernig er pólitík?“ Mér vafðist satt að segja tunga um tönn. þvi hvernig á að svara svo ungu barni þegar svo stórt er spurt? Ég svaraði því varfærnis- lega: „Það er hvernig fólk vill hafa heiminn“. En þetta svar var ekki fullnægjandi svo önnur spurning kom í kjöl- farið. „Mamma hvernig vilt þú hafa heiminn?“ „Ég vil hafa hann góðan“, svaraði ég og við kúrðum áfram og hugsuðum hvort um sig um heiminn, hvernig hann væri góður og hvernig vondur. Ég hefði viljað segja við drenginn minn, ef hann hefði haft þroska til, það sama og ég hefði viljað segja við aðra, ef karpið um það hverjum þetta eða hitt er að þakka eða kenna hefði ekki borið alla umræðu ofurliði. Ég hefði t.d. viljað segja honum að pólitík er fyrst og fremst viðhorf fólks til lífsins og skoðanir þess á þeim málum sem hæst ber hverju sinni, að pólitík snýst aðallega um það hvernig við viljum að lífsgæðin skiptist milli fólks og hvernig það getur öðlast hlut- deild í þeim, án tillits til þess hvort um er að ræða karla eða konur heilbrigða eða fatlaða, börn eða fullorðna, svarta eða hvíta. Að það er líka pólitík hversu miklu þú færð ráðið um líf þitt og þitt nánasta umhverfi og hvernig við viljum bregðast við því vandamáli sem leiðir að þverrandi auðlindum og rösk- un vistkerfa. Og ég hefði viljað ræða um það hvort hans framtíð væri betur borgið í samfélagi sem stæði traustum fótum á ísl. atvinnuvegum, byggðu á hefðum og menningu sem þróast hefur gegnum aldirnar, eða iðnvæddu stór- iðjusamfélagi sem byggir á allt öðrum hefðum en þeim sem við höfum byggt á hingað til. Vissulega er viðhorfið til þess pólitík. Einnig það hver ætti að eiga slíkar verksmiður ef þær yrðu reistar um allt ísland. Og það hvort við teljum samfélagið bera ábyrgð gagn- vart því hvort þegnarnir fái notið þess sem við köllum mannréttindi og felast m.a. í því að hafa þak yfir höfuðið, að hafa atvinnu við hæfi, að eiga þess kost að þroska hæfileika sína eftir áhuga og getu. Síðast en ekki síst hvort við teljum friðinn og þar með áframhaldandi líf á jörðinni betur tryggt með ógnarjafn- vægi og hernaðarbandalögum eða afvopnun og samkomu- lagi. Viljum við gæta skilyrða friðarins, þess friðar sem spá- mennirnir sögðu f. 2700 árum að væri ástand þar sem skap- andi kraftar lífsins og sam- félagsins fengju að njóta sín, þar sem jafnvægi ríkti, réttlæti, vinátta og nóg atvinna svo eitthvað sé nefnt. Allt það sem éghef hér nefnt og fleira til, eru atriði sem þú sem lest þessar línur verður að taka afstöðu til áður en þú greiðir atkvæði þitt 23. apríl n.k. Stjórnmálahreyfingar standa fyrir viss viðhorf og hafa ákveðin markmið að leiðarljósi og benda á leiðir að þeim. Það skiptir vissulega máli hvaða skoðun þú hefur og á hvaða vogarskál þú leggur þitt lóð. Svanfríður Jónasdóttir. félagshyggju. Það er hægt að líta á atkvæði sem annað og meira en eina einingu í summu atkvæða. Atkvæði greitt Alþýðubandalaginu er hluti af afli vinstri hreyfingar á íslandi hluti af kröfunni um vinstri stefnu og hluti af mótmælun- um gegn valdatöku íhalds og afturhalds. Hvort það afl sem Alþýðu- bandalagið fær nægir til að fá kjördæmakosinn mann hér í Norðurlandskjördæmi eystra verður að koma í ljós. En fari svo að upp á það vanti nokkur atkvæði munu loforð reikni- meistara Framsóknarflokks- ins um öruggt sæti reyr;ast haldlítil. Þetta bið ég kjósendur að hafa í huga á laugardaginn kemur. Með kveðju. Steingrímur J. Sigfússon Svanfríður Jónasdóttir: Hver eru þín viðhorf? r V, Erlingur Sigurðarson: FULLTRÚAR UNGS FÓLKS Alþýðubandalagið skipar ungu fólki í efstu sæti framboðslista síns í Norðurlandskjördæmi eystra. Þrátt fyrir það eru þau Steingrímur Sig- fússon og Svanfríður Jónasdóttir engir nýgræð- ingar í stjórnmálum, heldur hafa þau um nokk- urra ára skeið tekið virkan þátt í póiitísku starfi á vegum flokksins og gegnt þar trúnaðarstörfum. Það eru því engin upphlaup eða tískusveiflur sem valda því að þau skipa þessi mikilvægu sæti, heldur traust félaga þeirra á þeim og vissa þeirra um að þau séu vel til þingmennsku fallin. Henni muni þau gegna af sömu trúmennsku, lítillæti og dugnaði og þau hafa kynnt sig með þar sem þau hafa lagt hönd á plóginn. Þau eru því glæsilegir fulltrúar ungs fólks í þjóðmála- baráttunni, fulltrúar allrar alþýðu þessa lands í sveitum og sjávarplássum, fulltrúar þess fólks sem löngum hefur átt undir högg að sækja í samfélaginu, en heimtar sinn rétt. Með þeim eignast málstaður félagshyggju, friðar og jöfnunar góða talsmenn á Alþingi, og þau njóta trusts bakhjarls þar sem er Alþýðubandalagið, eini flokkur vinstri manna á íslandi. Að undanförnu hefur nokkuð borið á þeim lævísa áróðri framsóknarmanna ívinstri buxna- skálminni að Alþýðubandalagið eigi öruggt þingsæti, en kjósa beri Guðmund Bjarnason. Slíkur reikniáróður á við engin rök að styðjast. Því miður getur Alþýðubandalagið ekki verið öruggt um þingsætið hér, en kosningar eru ekki bara um menn, heldur ekki síður málefni þau sem þeir eru fulltrúar fyrir, og atkvæði greitt Alþýðubandalaginu er krafa um vinstri stefnu - krafa um að unnið verði að iausn þjóðfélags- mála í anda félagshyggju og samvinnu með jafnrétti allra landsmanna að leiðarljósi. Þótt Guðmundur Bjarnason sé góður og gegn maður skyldu þeir, sem þessi áróður kann að fagna, ekki gleyma því að ofar á framsóknar- spýtunni hanga tveir, sem ekki er víst að þeir girnist að kjósa en atkvæði þeirra myndu tryggja þingsæti. Því aðeins getur málstað félagshyggjufólks hér í kjördæminu verið tryggður góður talsmað- ur á Alþingi að það fylki sér um Alþýðubanda- lagið og tryggi Steingrími Sigfússyni þar sæti. Nýju framboðin tvö eru ekki vinstri framboð. Hnjáliðamýkt þeirra við erlent vald og NATO sannar að þjóðfrelsismál íslendinga skipta þau engu. Alþýðubandalagið er eini flokkurinn sem berst gegn veru íslands í NATO og fyrir brott- för Bandaríkjahers og tekur þannig á raunhæf- an hátt undir kröfur friðarhreyfinga í Evrópu. Þau Steingrímur og Svanfríður eru bæði full- trúar þeirrar æsku sem ekki auðnaðist að fæðast í hlutlausu og herlausu íslandi, en þau eru líka bæði í hópi þeirra sem ætla sér og börnum sínum að bæta fyrir glöp þjóðar sinnar og lifa það sem var frá þeim tekið ófæddum. Við skulum ekki biðja um breytingu breyting- arinnar vegna, en breyting á grundvelli góðs málstaðar félaghyggjufólks og jafnréttissinna er góð breyting. Reiknitölur skulu ekki hafðar hér uppi, en góð útkoma Alþýðubandalagsins í kjördæminu og á landsvísu er eina tryggingin fyrir framgangi vinstri stefnu. Kjósum G-listann - lista Alþýðubandalagsins. NORÐ.yfl.LANO,- 3;.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.