Norðurland - 20.04.1983, Blaðsíða 4

Norðurland - 20.04.1983, Blaðsíða 4
Vetrarhörkur og samgönguerfiðleikar hafa sett svip sinn á kosningabaráttuna. Steingrímur og Svanfríður á leið til Dalvíkur. ■ i I I Éiili Þórshöfn og Raufarhöfn, en þar er þessi mynd tekin. Frambjóðendur A á ferð og flugi þrál Ekki hafa veðurguðirnir ávallt verið frambjóðendum hliðhollir í þessari kosningabaráttu, eins og veðrahamurinn nú um helgina sannar. En „vilji er allt sem þarf“, eru vinsæi orð á íslandi, og þrátt fyrir ýmsa erfíðleika, hafa frambjóðendur Alþýðubandalagsins lagt á sig löng ferðalög eins og lögun kjördæmisins krefst og hitt margt fólk að máli, bæði á opinberum fundum, heimsóknum á vinnustaði eða í heimahús og á förnum vegi. Auðvitað er ekki hægt að draga þær ályktanir af góðum viðtökum að þær skili sér í formi atkvæða á kjördag, enda er íslensk gestrisni yfír slikt hafín og engin verslunarvara. Hins vegar er óhætt að fullyrða að hljómgrunnur frambjóðenda Alþýðubandalagsins í kjördæminu sé góður - líklega mjög góður. Slíkt ætti raunar engum að koma á óvart þegar saman fer vel hæft fólk, með góða þekkingu á aðstæðum fólks í dreifbýliskjördæmi af eigin raun, hlaðið atorku og ljúfmannlegt í framkomu með traustan og góðan bakhjarl þar sem málstaður Alþýðubandalagsins er. Hér skal greina frá nokkru sem á dagana hefur drifið. Sameiginlegu framboðsfundirnir hafa yfirleitt verið vel sóttir ekki síst á Áður hefur verið sagt frá glæsilegum upphafsfundum kosningabaráttunnar á Akur- eyri og Húsavík, þar sem ráðherrarnir Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson, mættu ásamt efstu mönnum á framboðslista Alþýðubandalags- ins í kjördæminu. Dagana þar á eftir fóru þau Steingrímur og Svanfríður á yfirreið um Norður Þingeyjarsýslu með kosninga- stjóranum Heimi Ingimarssyni. Þau komu víða við á vinnustöð- um og heimilum og héldu fundi á Þórshöfn^ Raufarhöfn og Kópaskeri. Á Þórshafnarfund- inn komu um 60 manns en um 30 á hina tvo hvorn um sig. Frambjóðendur hafa heimsótt fjölda vinnustaða, m.a. frystihús Ú.A. Farið á snjósleða í stórhríðarveðri I Dymbilvikunni versnaði veður og varð því minna úr heimsókn- um á Húsavík, en ráðgert hafði verið. Eins varð að fella niður ferð um sveitir Suður Þingeyjar- sýslu sem þá hafði verið ráðgerð. Á annan dag páska var svo Steingrimur kominn á fund um landbúnaðarmál vestur í Miðgarð og hafði þar framsögu um íslenska atvinnustefnu. Á þriðjudaginn eftir páska gerðust veðurguðirnir mönnum aftur óvinveittir og upphófst þriggja daga hríðarveður. Svan- fríður tepptist í Reykjavík þar sem hún hafði verið í sjónvarps- upptöku vegna flokkakynning- arinnar og það var ekki fyrr en um áttaleytið á miðvikudags- kvöld að hún lenti á Akureyrar- flugvelli. Þar biðu hennar Steingrímur og Kristín Hjálmars- dóttir ásamt Grétari Ingvarssyni á góðum jeppa, og skyldi nú freista þess að ná til Dalvíkur, þar sem fundur hafði verið boðaður kl. 9. En Árskógs- ströndin reyndist erfiður farar- tálmi og miðaði þeim seint. En heldur en gefast upp fengu þau hjálp ungra manna ásnjósleðum til að komast síðasta spölinn og mættu frambjóðendur því á fundinn tveimur tímum eftir að hann hafði verið boðaður, klakasílaðir eftir snjósleðaferð- ina. Segja þeir sem til þekktu að þau hefðu ekki tekið sig eins vel út þá og á snjósleðamyndinni sem hér fylgir og var tekin við aðrar og betri aðstæður. Á fimmtudeginum varð að fella niður fund í Ólafsfirði vegna ófærðarinnar en þess í stað fóru frambjóðendur víða um Dalvík og fengu góðar viðtökur. Á föstudaginn varð að fella niður fund í Ólafsfirði vegna ófærðarinnar en þess í stað fóru frambjóðendur víða um Dalvík og fengu góðar viðtökur. Á föstudaginn hafði verið ráðgerður fundur í Ydölum í Aðaldal, en vegna óveðurs undangenginna daga var hætt við að auglýsa hann. Um hádegi á föstudag var birt upp og ákveðið að láta ekki deigan síga heldur halda sínu striki þótt lítill tími væri til boðunar. Til móts við Steingrím, Svanfríði og Erling Sigurðarson kom Ragnar Arnalds fjármálaráðherra og hafði framsögu með þeim. Á fundinn komu um 30 manns og má það gott kallast miðað við þann knappa tíma sem var til stefnu og ófærð undanfarna daga. Á laugardaginn fóru frambjóðendur um Mývatns- sveit en lögðu af stað síðdegis austur á Þórshöfn þar sem sameiginlegir fundir skyldu hefjast daginn eftir, með við- komu á Húsavík um kvöldið. Á miðnætti var haldið af stað austur um og kom sú fyrirhyggja sér vel þar sem færð var farin að þyngjast í Kelduhverfi og Leir- hafnarskörðum. Frambjóðend- ur Kvennaframboðs og Bandalags jafnaðarmanna voru ekki eins fyrirhyggjusamir og lentu í erfuF leikum á leiðinni daginn eftir. í Gunnarsstaði var komið á seinni timanum í fjögur um nóttina við hlýjar móttökur. Sérstaða á sameiginlegum fundum Klukkan tvö á sunnudegi hófst svo sameiginlegfundalotafram- bjóðenda með fundi á Þórshöfn. Hartnær 200 manns komu á fundinn sem tókst ágætlega og náði hámarki sínu er Steingrím- ur Sigfússon lokaði viðskipta- reikningi sínum við Stefán ■w, Gfstu menn á G-listanum á Norðurl; Hjálmarsdóttir skipar 4. sætið, Svanfríi ' Þröstur Ásmundsson Orðsending til vinstri manna 11« ÍMI Nú er tæp vika til kosninga. Ekki er hægt að segja að mikill kraftur hafi verið í kosninga- baráttunni og skoðanakann- annir sýna að margir virðast ekki hafa gert upp hug sinn eða þykjast ætla að sitja heima. Þetta er alvarlegt mál þegar þess er gætt að samkvæmt fyrr- nefndum skoðanakönnunum bendir flest til þess að íhaldið sé í þann veginn að vinna stóran kosningasigur. Leiftursóknar- íhaldið hefur í þessari kosninga- baráttu tekið þann kostinn að segja sem minnst um það hvað það vill gera eftir kosningar. Þetta reyndist vel í Reykjavík fyrir síðustu borgarstjórnar- kosningar. Skyldi þá marga hafa grunað hvað átti eftir að fylgja í kjölfarið? í Reykjavík beitti íhaldið sér fyrir hækkun gjalda og þjónustu sem almenn- ingur verður að borga en lækkaði skatta á efnamönnum og ríkisbubbum. Þessi mjög svo dæmigerða íhaldsráðstöfun er einungis forsmekkur þess sem gerist ef og þegar íhaldið hefur unnið kosningasigur. Þeir munu beita sér fyrir enn stórfelldari fjármagnstilfærslu milli stétta og þjóðfélagshópa. Þeir ríku verða rikari, þeir fátæku fátækari. Þetta er inntak leiftursóknarinn- ar. Kjaraskerðing og atvinnuleysi verða á dagskrá ef leiftursóknar- liðið fær völdin. Þannig er það allsstaðar sem þetta lið fer með ríkisstjórn í nálægum löndum. Það er of seint um rassinn gripið éftir kosningar. Hver einasti maður sem ekki hagnast á kjaraskerðingu íhaldsins - og það eru auðvitað allir launa- menn í þessu landi - verða einfaldlega að átta sig á þessu samhengi íhaldsstjórnar og kjaraskerðingar. Og launþegar verða að bera hönd fyrir höfuð sér í kosningunum. Þeir verða að yfirvega kalt og nákvæmlega, hvaða stjórnmálaafl hefur staðið og getur staðið gegn leiftursókninni með árangurs- ríkustum hætti. Trúir því nokkur maður að Framsóknarflokkurinn sé þetta afl? Það væri undarleg glám- skyggni á eðli og atarfshætti þessa flokks. Það er nefnilega laukréít sem haldið hefur verið fram, að stefna Framsóknar- flokksins ræðst af gengi hinna tveggja stjórnmálaflokkanna: íhaldsins og Alþýðubandalags- ins. Framsóknarflokkurinn er reikull miðjuflokkur og hagar seglum eftir vindi hverju sinni. Framsóknarflokkurinn hefur reynt að hagnast á hægri sveifl- unni og framganga forystu- manna hans í kosningabarátt-. unni er ótvírætt merki um að nú eru þeir reiðubúnir að nýju og taka þátt í kjaraskerðingar- stjórn með íhaldinu. Launafólk á að refsa Framsóknarflokknum • fyrir kjaraskerðingaráform hans, undirlægjuhátt í herstöðvamálinu og undansláttinn í álmálinu. Skoðanakannanir sýna eins og áður sagði að margir eru óákveðnir eða óánægðir um þessar mundir og vita ekki hvað þeir eiga að kjósa. Þetta fólk hefur margt gælt við þá hug- mynd að styðja nýju framboðin. Um kvennaframboðið er það að segja að almennar hugmyndir þess um fullkomið jafnrétti kynjanna og framgang „mjúkra verðmæta“ í þjóðfélaginu eru 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.