Norðurland - 29.04.1983, Blaðsíða 1

Norðurland - 29.04.1983, Blaðsíða 1
8.árgangur Föstudagur 29. apríl 1983 FORYSTUGREIN: Hugsjónir og daglegt líf Pólitísk umræða hefur undanfarna mánuði fyrst og fremst snúist um hinn sígilda efnahagsvanda með verðbólgu, kjaraskerðingu og okurvöxtum, sem slíku fyrirbrigði fylgja. í öllu því endalausa þvargi hefur lítið farið fyrir röddum, sem segja að mannlífið snúist ekki eingöngu um krónur og aura, að fleiru þurfi að nyggja. Peningar eru að sönnu afl þeirra hluta sem gera skal, því að án verðmætasköpunar í formi margvís- legrar framleiðslu, verður harla lítið eftir fyrir andann. En þegar peningar og öflun þeirra verður markmið í sjálfu sér, líður ekki á löngu þar til mannleg samskipti koðna niður í ómerkilega keppni um það, hver sé með stærstan skörunginn að skara eld að sinni köku. í þjóðfélagi þar sem vonin umfjárhagsleganhagnaðerdrifkrafturfram- faranna, verður ekkert rúm fyrir umhyggju gagnvart þeim sem sjúkir eru og aldnir, og naumt skömmtuð gleði fyrir þá, sem ekki geta borgað. Undanfarin ár hafa þau öfl, sem mæla verðmætin hvað ákafast á mælistiku peninganna, verið afar athafnasöm í íslenskri þjóðmálaumræðu. Efna- hagskenningar, sem taka ekkert tillit til félagslegs öryggis mannfólksins, hugmyndir, sem telja atvinnuleysi sjálfsagðan hlut í þjóðfélagsgerðinni, óaðskiljanlegan hluta af efnahagsstjórninni, hafa eignast öfluga málsvara í Sjálfstæðisflokknum, með þeirri nýju kynslóð stjórnmálamanna sem ætlar að skipa fyrir verkum á þeim bæ á næstu árum. Þeir sækja hugsjónir sínar til þeirra furðu- fugla í hagfræði og fjármálavísindum, sem telja efnahagslegan ójöfnuð jafn sjálfsagt náttúrulög- mál og að einn sé svarthærður, annar Ijóshærður, þriðji rauðhærður o.sv.frv. o.sv.frv. Kosningar eru nýafstaðnar, og myndun ríkis- stjórnar stendur fyrir dyrum. Sjálfstæðisf lokkurinn á nú mikla möguleika á að setjast í ríkisstjórn, því enginn gerir því í alvöru skóna, að takast megi að sameina alla aðra til ríkisstjórnarmyndunar, enda næsta hæpið að slík ríkisstjórn yrði á vetur setjandi. Verkalýðshreyfingin berst fyrir hugsjónum um jöfnuð í þjóðfélaginu, hugsjónum sem stríða gegn grundvallarhugmyndum þeirra manna, sem mestu ráða nú um stefnumótun Sjálfstæðisflokksins. Verkalýðshreyfinguna varðar því miklu, hvers- konar stjórn verður mynduð og hver verður málefnaleg niðurstaða stjórnarmyndunarviðræðna. Eiga launþegar von á fyrirskipunum stjórnar- herranna, um að hafa sig hægan og taka á sig niðurskurð félagslegrar þjónustu? Á verkafólk von á því, að nú verði hugmyndin um „hæfilegt atvinnuleysi" að veruleika, í þeirri ríkisstjórn sem Sjálfstæðisflokkurinn kann að leiða? Um þessi atriði skal engu spáð hér. Hitt má þó öllum Ijóst vera, að verkalýðshreyfingin á framundan vanda- söm verkefni, að verja lífskjör almennings og tryggja að úrlausn í efnahagsmálum verði ekki á kostnað þeirra sem minna mega sín. hágé. NORÐURLAND sendir allri alþýðu baráttukveðjur 1. maí 7. tölublað Gefið út af stjórn kjördæmaráðs Alþýðubandalagsins í Norð- urlandskjördæmi eystra. Ritnefnd: Helgi Guðmundsson (áb), Erlingur Sigurðarson, Þröstur Ás- mundsson, Steinar Þorsteinsson, Steingrímur J. Sigfússon. Aðsetur: Eiðsvallagata 18, Akureyri, sími 21875 Pósthólf 492, 602 Akureyri. Prentsmiðja Björns Jónssonar. ,-:' : • ¦¦' ^m% M "' >„„„?•'' - 7&c* -55*v><<yv ¦ j*^ Pessa mynd af gömlum verkamanni gerði Kristinn Eiríkur Hrafnsson.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.