Norðurland - 29.04.1983, Blaðsíða 2

Norðurland - 29.04.1983, Blaðsíða 2
PHJSIAN ÞÚ SAFNAR OG BANKINN BÆTIR VIÐ Þú getur haft þrefalt til fjórfalt fé í höndum eftir umsaminn sparnad. Öllum er frjálst að opna Plúslánsreikning, hvort sem þeir hafa skipt viö Útvegsbankann hingaö til eða ekki. Er ekki Útvegsbankinn einmitt bankinn fyrirþig. ÚTVEGSBANKINN HAFNARSTRÆT1107 600 AKUREYRI MIÐIER MÖGULEIKI Fjöldi stórvinninga á nýju happdrættisári Mánaðarlega verður dregið um íbúðarvinning; 8-10 bílavinninga; 25 ferðavinninga og hundruð húsbúnaðar- vinninga. Aðalvinningurinn sem jafnframt er stærsti vinningur á einn miða hérlendis er húseign að eigin vali fyrir 1.5 millj. króna (dregið út í apríl '84). 11 (búðavinningar 100 bílavinningar 300 ferðavinningar á 400 þús. kr. hver. á 75 þús. kr. hver. á 25 þús. kr. hver. 600 húsbúnaðarvinningar á 7.500 kr. hver og 6188 húsbúnaðarvinningar á 1.500 kr. hver. HAPPDRÆTTI '83-84 Að loknum kosningum Undanfarna daga hafa menn verið að spá í kosninga- úrslitin eins og vonlegt er. Nýju framboðin unnu talsverðan sigur eins og við var búist þótt ekki væri hann jafn mikill og aðstandendur þeirra gerðu sér vonir um. Sjálfstæðisflokkurinn vann á hinn bóginn ekki þann afgerandi kosningasigur sem forystumenn hans trúðu staðfastlega á og vinstri menn vöruðu við. Það er greinilegt að skoðanakannanir sem gefa til kynna mikla hægri sveiflu eru íhaldinu ekki til framdráttar. Þegar á reynir hrýs mönnum við ofurveldi Sjálfstæðisflokksins og skoðanakannanir þjappa vinstri mönnum saman og auðvelda þeim baráttuna. Þetta m.a. kom Alþýðubanda- laginu til góðs. Frammi fyrir hugsanlegum stórsigri leiftursóknarinnar tvíefldust menn í baráttunni og ákváðu að leggja sig alla fram. Þetta var mórallinn á síðustu dögunum fyrir kosningar og starf Alþýðubanda- lagsmanna bar líka ávöxt. Nýjir og hressir frambjóðend- ur léðu líka baráttunni ákveðinn ferskleika sem ævinlega er til bóta. Allt þetta mættu vinir okkar í Framsókn taka til athugunar. Ingvar Gíslason skrifaði fyrir skömmu grein í Dag þar sem hann íhugar orsakir fylgistaps Framsóknar. Hann bendir á að þetta einskorðist ekki við Norðurland eystra heldur sé hér nú að koma i Ijós tilhneiging sem gæti um land allt. Án þess að Ingvar fjalli um það sérstaklega má ætla að hann eigi hér við að þjóðfélagslegur bakhjarl Framsóknarflokksins sé ekki eins stór og fyrirferðar- mikill og áður. Bændur og búalið og fyrirtæki þeirra í bæjunum hafa verið þessi bakhjarl Framsóknar. Hann nægir einfaldlega ekki lengur til að tryggja Framsókn þá yfirburðastöðu sem hún víða hafði. Og fleira bendir til þess að Framsóknarflokkurinn muni tapa fylgi og áhrifum í framtíðinni af því að sú þróun heldur áfram sem hér var drepið á. Og varla er við því að búast að Framsóknarflokkurinn gerist róttækur verkalýðsflokkur? Sama gildir í rauninni um Alþýðuflokkinn. Honum mun ekki takast að rífa sig upp úr niðurlægingunni. Ástæðan er sú, að kratar geta með engu móti greint sig nógu skýrt frá íhaldinu. Það er meginástæðan fyrir hnignun Alþýðuflokksins og fylgistapi hans í kosning- unum, en í þeim „botnuðu þeir bara ekki neitt“, eins og einn þeirra sagði í útvarpinu. Alþýðuflokkurinn á vafalaust eftir að heyja sitt dauðastríð lengi enn. Sem áhrifamikið þjóðfélagsafI virðist hann búinn að vera, þar sem hann hefur engan traustan stéttarlegan grunn lengur. Þrátt fyrir nýju framboðin og harðan áróðurandstæð- inganna tókst Alþýðubandalaginu að halda nokkurn veginn í horfinu. Það má með réttu kallast varnarsigur. - Andstæðingar okkar voru bæði undrandi og sárir yfir traustri stöðu Alþýðubandalagsins. Þaðerofvaxið þeirra skilningi hvernig það gat gerst að flokkurinn skyldi ekki verða fyrir neinu umtalsverðu áfalli. og höfðu þeir þó hvorki sparað fé né fyrirhöfn í ófrægingarherferð sinni gegn Alþýðubandalaginu. Alþýðubandalagið missti einn þingmann í Reykjavík, Ólaf Ragnar Grímsson. Auðvitað er alltaf vont að missa mann af þingi. En um Ólaf má segja að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið skeleggasti og duglegasti þingmaður Alþýðubandalagsins og vinsældir hans meðal andstæð- inganna í samræmi við það. Það er því verðugt markmið fyrir félaga okkar í Reykjavík að tryggja Ólafi þingsæti í næstu kosningum. Þegar þetta er skrifað er ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen að segja af sér. Ómögulegt er að spá um niðurstöður stjórnarmyndunarviðræðna. Forystumenn Alþýðubandalagsins verða að gæta þess, að stjórnar- þátttaka flokksins er óhugsandi nema með víðtæku samkomulagi innan fiokksins um þau mál. Til þess að það geti orðið verða menn að sjá ótvíræðan ávinning og skýr markmið. Umfram allt skulum við gæta þess að gera Alþýðubandalagið ekki að „kosningaflokki". Við verðum að efla flokksstarfið út um allt land og endur- skoða ýmislegt í stefnu og starfsháttum flokksins. Þannig verðum við hæfari til að ganga í slaginn næst, hvenær sem það verður. Hvernig væri að nýta starfsorku Ólafs Ragnars - nú þegar stund gefst milli stríða - til að einbeita sér að flokksstarfinu og tengslum við félagana út um iandið? Þröstur Ásmundsson Féll Hann líka? í flokkakynningunni í sjónvarpinu ræddu ýmsirframsóknar- menn töluvert um guð almáttugan, svo að einhverjum var ekki grunlaust um að hann kynni að finnast á framboðslista þeirra. Þetta varð tilefni þessarar vísu: Enginn má fúlsa við framsóknargraut, því fátt er um girnilegt æti. Nú er að duga eða drepast í þraut með Drottin í baráttusæti. Skyldi hann hafa fallið líka? 2 - NORÐURLAND Z •• ClVIAJflUðflÓl

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.