Norðurland - 29.04.1983, Blaðsíða 3

Norðurland - 29.04.1983, Blaðsíða 3
Avarp 1. maí-nefndar verkalýðsfélag- anna á Akureyri 1983 1. maí er alþjóðlegur baráttudagur vinnandi manna, á þeim degi sem og öðrum dögum verður verkalýðshreyfíngin að sýna samtaka- mátt sinn, sýna að hreyfíngin er þess megnug að gera þennan dag eftirminnanlegan með því að taka þátt í hátíðarhöldum dagsins. Mesta auðlegð hverrar þjóðar er starfsgeta þegnanna. Starfíð er því undirstaða velmegunar. Sér- hver þjóð sem vanrækir og lítilsmetur dagleg störf byggir ekki nógu vel upp menningu sína. Þjóð sem ekki getur lagt til hverri vinnufúsri hönd, störf við hennar hæfí er ekki líkleg til að viðhalda eða auka velferð þegna sinna. Þennan sannleika má lesa úr sögu reynslunnar. íslensk verkalýðshreyfíng stendur nú enn einu sinni frammi fyrir þeim óheillavænlegu staðreyndum að hér getur orðið stórfellt atvinnuleysi, verði • ekki tekið á efnahagsmálunum með þeim hætti að til farsældar leiði fyrir alla þegna þessa lands. Kaupmáttur launa ’rýrnar nú hratt og stefnir til meiri samdráttar en þjóðartekjur segja til um, slíka óheillaþróun verður að stöðva. Hvað vísitöluna varðar gerir verkalýðshreyf- ingin þær kröfur að hún sé höfð með í ráðum þegar breyta þarf sjálfum grunninum sem hún er byggð á, og með hvaða hætti hún mælir verð- bætur, allt annað er óhugsandi og óverjandi. Verkalýðshreyfíngin hlýtur nú sem endranær að Ieggja ríka áherslu á manngildið sjálft og að afrakstur hverrar vinnandi handar sé metinn að verðleikum, hver maður hafí áhrif á umhverfí sitt og samfélagið í heild. Um víða veröld berast þjóðir og þjóðfíokkar á banaspjót og stórveld- in leggja ofurkapp á að framieiða gereyðingar- vopn og kosta til óheyranlegu fjármagni, fjár- magni sem gæti bjargað milljónum fólks frá hungurdauða. Alltof víða eru mannslífín einskis metin. Kúgun og arðrán þykja sjálf- sögð og fólk er látið deyja hungurdauða þúsundum saman á ári hverju. Sóun náttúruauðlinda er gegndarlaus en engin þjóð getur haldið velli nema að búa í sátt við náttúru lands og sjávar. Við hljótum að spyrja okkur oft hverskonar heimur er þetta sem við þó höfum að hluta til tekið þátt í að móta, heimur tækni og framfara en sem er þó aðeins ætlaður minni hluta mannskynsins, heimur stundargróða og gerviþarfa, heimur af- þreyingarefna ríka heimsins, er þetta sá heimur og umhverfí sem íslensk verkalýðshreyfíng hefur kosið sér? Er ekki breytinga þörf í þessum efnum? Sem betur fer hefur víða um heim vaknað þróttmikil friðarhreyfíng sem lætur hvorki landamæri eða pólitískar skoðanir hafa áhrif á hugsjónir sínar, ef til vill verður það slík hreyf- ing sem getur bjargað heiminum frá glötun kjarnorkustyrjaldar. Hinn almenni þegn hverr- ar þjóðar skilur hversu mikilvægt er að koma verði í veg fyrir notkun kjarnorkuvopna og nauðsyn þess að efla friðarvilja og sátt þjóða í milli. Stórveldin verða að semja um afnám og eyðingu þeirra vopna sem uppi eru tilbúin til notkunar á helming mannkyns og þá jafnframt til gereyðingar heimsbyggðarinnar. Slíkt verð- ur með öllum ráðum að hindra. Með þá von í brjósti að slíkt megi verða endum við 1. maí ávarp þessu sinni með þeirri ósk að íslcnsk verkalýðshreyfíng beri gæfu til að gæta hagsmuna lands og þjóðar. Gleðilega hátíð. 1. MAI 1983 HÁTÍÐAHÖLD VERKALYÐS- FÉLAGANMA Á AKUREYRI Kl. 11.00 Messað í Akureyrarkirkju. Séra Þórhallur Höskuldsson predikar. Kl. 13.30 KRÖFUGANGA Safnast verður saman við Strandgötu 7 og gengið suður Skipa- götu og komið í Hafnarstræti við Dynheima. gengið norður Hafnarstræti inn á Ráðhústorg. Kl. 14.00 ÚTIFUNDUR Á RÁÐHÚSTORGI 1. MAl ávarp verkalýðsfélaganna flytur Jökull Guðmundsson málmiðnaðarmaður, formaður 1. maf nefndar. Ræður flytja: Jón Helgason formaður Einingar. Ásta Sigurðardóttir sjúkraliði B.S.R.B. Guðmundur Ómar Guðmundsson formaður Trésmiðafélags Akureyrar Lúðrasveit Akureyrar leikur fyrir kröfugöngunni og á útifund- inum undir stjóm Atia Guðlaugssonar. Ef veður leyfir mun Harmoniku-unnendur einnig leika á fundinum. Barnaskemmtun: verður í Félagsborg (Gefjunarsal) kl. 15.30. Þar verður fjöl- breytt dagskrá. Meðal annars koma Harmoniku-unnendur í heimsókn, og Sigvaldi Þorgilsson mun leiða þarýmsa dans-leiki og aðrar uppákomur. Merki dagsins gilda sem aðgöngumiðar að bamaskemmtun- inni. . Kaffisala: Einingarkvenna verður í Alþýðuhúsinu og hefst að loknum útifundi. Fjölmennið til hátíðahaldanna Berið merki dagsins 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna á Akureyri F.M.A. - F.V.S.A. - F.I.N.A. - Eining - Iðja - T.F.A. - S.T.A.K. - B.S R.B. KRÖFUR DAGSINS Bætt vísitölukerfi. Enga heilsuspillandi vinnustaði. Verkafólk „eflum félagsstarfið“. Réttláta skiptingu þjóðartekna. Iðnnemar eru líka menn. Móti dýrtíð og kaupráni. Bættan aðbúnað á vinnustað. Þrifið vinnustaðina. 100% álag á alla yfirvinnu. Aukna félagslega þjónustu. Samstaða færir sigur. Fulla verðtryggingu launa. Lífvænleg dagvinnulaun. Styttra samningaþóf. Raunhæf lán fyrir ungt fólk til húsnæðiskaupa. Fleiri íbúðir á félagslegum grunni. Þreföldum orkuverð til Alusviss. Kjarnorkulaus Norðurlönd. Vopnlausa veröld. Gegn vígbúnaði stórvelda. Landið er ekki einnota. Raunhæfa stefnu í atvinnumálum. Atvinnu handa öllum. Aldrei atvinnuleysi. Eflum íslenskan iðnað. Veljum íslenskar vörur. 1. maí 1983 MERKJASALA Þau börn sem vilja selja merki dagsins 1. maí n.k. eru beðin að hringja ísíma 22890 milli kl. 5 og 7föstudag- inn 29. apríl eða laugardaginn 30. apríl frá kl. 2-5 og gefa upp nafn sitt og heimilisfang. Merkin verða send til þeirra á laugardagskvöld. 1. maí-nefndin. NORÐURLAND - 3

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.